25.12.2009 | 17:15
Surtseyjargosið 1963-1965
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2009 | 23:34
Einu sinni var ?
Myndin er tekin fyrir gos, þarna er bræla og gefur yfir hafnargarðin þannig að vitinn hverfur, í baksýn er Ystiklettur og sést í Heimaklett.
Gellupeyjinn.
Friðrik Alfreðsson er flottur þarna við gelluvagnin sinn, en þetta var algeng sjón hér áður fyr þegar eyjapeyjar fengu að gella í beinahrugu í Gúanóinu.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 2.1.2010 kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.12.2009 | 20:03
Jólakveðja
Kæru bloggvinir og allir þeir sem hafa heimsótt bloggið mitt á árinu, sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár.
Hátíðarkveðja Sigmar Þór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.12.2009 | 12:28
Heilræði, tilvalið umhusunarefni um jólin.
Temdu þér rósemi í dagsins önn og mundu friðinn, sem getur ríkt í þögninni. Reyndu að lynda við aðra án þess að láta þinn hlut. Segðu sannleikann af hógværð en festu. Hlustaðu á aðra þótt þeir kunni að hafa lítið til brunns að bera þeir hafa sína sögu að segja.
Forðastu háværa og freka, þeir eru æ til ama. Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari, sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna. Gakktu ótrauður að hverju verki, láttu ekki sitja við orðin tóm.
Leggðu alúð við starf þitt, þótt þér finnist það léttvægt. Vinnan er kjölfestan í völtum heimi. Vertu varfærinn í viðskiptum, því margir eru viðsjálir. Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni þar sem hana er að finna. Margir stefna að háleitu marki og alstaðar er verið að drýgja dáð.
Vertu sannur. Reyndu ekki að sýnast. Ræktaðu ástina, því þrátt fyrir þyrring og kulda er hún fjölær eins og grasið. Virtu ráð öldungsins, sem víkur fyrir æskunni. Stældu hugann svo hann verði þér vörn í hretviðrum lífsins. Auktu þér ekki áhyggur að ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmannakennd. Agaðu sjálfan þig, en ætlaðu þér af. Þú ert þessa heims barn, rétt eins og trén og stjörnurnar og þú átt þinn rétt. Þú færð þín tækifæri þótt þú gerir þér það ekki alltaf ljóst.
Haltu friðinn við Guð hvernig sem þú skynjar hann hver sem iðja þín er og væntingar í erli lífsins; vertu sáttur við sjálfan þig.
Lífið er þess virði að lífa því þrátt fyrir erfiðleika fals og vonbrigði.Vertu varkár. Leitaðu hamingjunnar.
Fannst í gömlu St. Pálskirkju í Baltimore í Bandaríkjunum ársett 1692
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 23:05
Alltaf skemmtilegt að koma ti Eyja
Nú í desember fór ég til Vestmannaeyja vegna vinnu minnar, sem er nú ekki í frásögu færandi nema að ég sótti í leiðinni svokallaðan sóknarnefndarfund í fyrirtækinu Gæsk. Þar hefur ráðið ríkjum mágur minn Sigurður Óskarsson gluggasmiður, kafari, kranastjóri, hljómsveitarstjóri, plastbátasmiður svo eitthvað sé nefnt. Sigurður hefur rekið mörg fyrirtæki og hafa þar ávalt myndast kjarni manna sem koma í heimsókn og taka létt spjall um helstu mál líðandi stundar. Sjálfur kom ég reglulega á spjallfundi þegar ég bjó í Eyjum og Sigurður rak Kranaþjónustu SÓ og Eyjaplast. Þetta eru skemmtilegir og upplýsandi fundir þar sem öll mál eru rædd í þaula og hefst fundur hvern virkan dak kl 9,30 stundvíslega og stendur fundur þar til tímavörður slær hann af með banki í kaffiborðið.
Á þessum fundi sem ég var á ræddu menn um Bakkafjöruhöfn og líkantilraunir með höfn á Eiðinu sem nú er unnið að í Siglingastofnun auk fleiri mála.
Mættir voru eftirtaldir nefndarmenn í ssóknarnefnd: Sigurður Gísli Þórarinsson meðstjórnandi, Sigurður Óskarsson sóknarnefndarformaður, Haukur Jóhannsson varformaður umsjónarmaður með leirtaui, Jóhann Jónsson (Listó) listráðunautur fréttaaflari, Guðmundur Valdimarsson fréttaaflari og varatímavörður og Sigurður Gunnarsson fréttaaflari og yfirtímavörður. Á myndina vantar Óskar Sigurðsson kristilegur ráðunautur, Helga Georgsson grafískur hönnuður, gestur fundarins var undirritaður.
Það sem mér finnst fréttnæmt er að í Vestmannaeyjum er sá siður útbreiddur að menn koma svona saman á hinum ýmsu stöðum í bænum og ræða málin, þetta eru oft sömu menn sem hafa mætt í spjall árum og jafnvel áratugum saman á sama stað. Auðvitað er endurnýjun í þessum hópum, menn flytja burt og sumir deyja hætta að vera til, en það koma bara nýjir í hópinn.
Þegar ég bjó í Eyjum voru og eru enn þessir samkomustaðir: Vigtin hjá Torfa, BP nú Olís , Bátábyrgðarfélag Vestmannaeyja nú Tryggingarmiðstöðin, Eyjaplast nú Gæskur, Friðarhafnarskílið og Netagerð Vestmannaeyja, Reynistaður.
Kær Kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2009 | 18:19
Lítil hjartnæm jólasaga
Lítil hjartnæm jólasaga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni ? Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi minn.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------
Er ekki sterkur leikur að hætta að tala og hugsa um allt þetta neikvæða í kringum okkur og reyna að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Þó skulum við ekki að gleyma því að það er mikið af fólki sem er í miklum erfiðleikum og þarf á hjálp að halda.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.12.2009 | 22:12
Heimaey - Bakkafjöruhöfn (Draumur)
Þegar ég var staddur í Danmörku um daginn, fór ég að sjálfsögðu bryggjurúnt til að skoða skip og skútur, ekki var mikið líf í skútuhöfnunum í Árósum, en ég náði mynd af þessu tveggja skrokka farþegaskipi sem var að fara frá bryggu
Væri ekki sterkur leikur að fá svona skip til að sigla frá Heimaey til Bakkafjöru, það mætti þó vera töluvert minna en þetta glæsilega tveggjaskrokka skip.
Á seinni myndinni sjáum við beint framan á skipið sem er töluvert stórt eins og sjá má.
Ein skútuhöfnin í Árósum þar sem frekar lítið líf er á þessum árstíma.
Kær kveðja SÞS
Friðberg Egill Sigurðsson
Bloggar | Breytt 16.12.2009 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2009 | 23:24
Systkinahópur
Glæsilegur systkinahópur t.f.v:
Matthías, Óskar þór, Þórunn, Kristján Valur, Leó og Sigurjón, Óskars og Þóru börn.
Gaman að þessari mynd af frændum mínum og frænku.Myndin er tekin í Smáeyjarsundi og er Srafnes í baksýn.
Kær Kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 2.1.2010 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2009 | 13:18
Tunglmyndir frá Eyjum
Þessar fallegu myndir sendi Egill Egilsson mér.
Á fyrstu mynd sést upp í Bakkafjöru og á hinum tveimur er túnglið yfir Eiðinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2009 | 21:47
Einu sinni var
Myndin er tekin í lúkarnum á Leó VE 400 fyrir margt löngu af undirrituðum og Matthíasi Óskarsyni, en þá var undirritaður vélstjóri á bátnum, sem kannski sést á klæðnaði og drullugum höndum.
Lítið breyttir nema pínulítið feitari í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sæll Simmi Gaman að sjá þessar myndir. Sérstaklega fyrir þær sakir að þetta er ekki hefðbundinn Catamaran ferja. Mér sýnist þetta vera svokölluð swath ferja. Þær ganga á allt annari pælingu en þessar svokölluðu hefðbundnu Catamaran ferjur. SWATH stendur fyrir Small Waterplane Area Twin Hull og eru í raun tveir kafbátar sem byggt er ofan á. Áður en Bakkafjara var ákveðin að þá voru menn sem fóru mikinn í því að ræða nýjann herjólf. Þá voru allar tveggjaskrokka ferjur settar undir sama hatt og var ég mjög ósáttur við það. Menn töluðu um það að tveggjaskrokka ferjur væru ekki henntugar í miklum sjó. Það er eftir því sem ég hef kynnt mér ekki rétt. SWATH ferjur séu þær stórar að þá eru þær mun gangmeiri og stöðugari á sjó en aðrar ferjur. Þær hafa reynst svo stöðugar að þær þykja mjög heppilegar sem rannsóknarskip við erfiðar aðstæður þar sem menn þurfa að gera viðkvæmar tilraunir á sjó. Hinsvegar er þessi swath hönnun ekki gallalaus. Hún hefur mikla djúpristu og afar dýr í smíðum. Ég googlaði þessu ferju sem þú tókst myndir af og þar stendur að hún sé ekki hreinræktuð SWATH ferja en þó nálægt því. SWATH er hugmyndavinna Frederick G. Creed sem fyrstur setti þessa hugmynd fram árið 1938 og fékk útá hana einkaleyfi.