Falleg saga um hund og strák

Er þetta ekki falleg saga ? 

Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn peyja, sem sagði -
"Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn"
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið - "Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert"
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
- er það nóg til að ég megi skoða þá ?
"Það ætti að vera í lagi" sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði -
" Hingað Dolly ! " kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og ...
....fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu - já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust.....
tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu - síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi hvolpur væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við hina.
"Mig langar í þennan" sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. "Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir."
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig niður og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans þær voru festar við sérsmíðaðan skóinn.

Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði alvarlegur framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.

"Hvað kostar hann ?" spurði strákurinn
"Ekkert" svaraði bóndinn,
"Það kostar ekkert að elska"
Um allan heim er fólk sem þráir skilning ..................

Ef ykkur finnst sagan þess virði, látið þið hana líklega ganga


Sýndu vinunum hversu mikið þér þykir vænt um þá.
Sendu þetta til allra sem þér finnst vera vinir þínir.

Kær kveðja SÞS

Gamlar myndir af Eyjamönnum

IMG

 

Þeir á efri myndinni eru tfv: Sigurður Valdason, Haraldur Þorsteinsson Grímstöðumog einnig kendur við Nikhól, Engilbert Þorvaldson. Neðri mynd Jónas Guðmundsson Landakoti, Ármann Höskuldsson múrari.


Verkalýðsfélag Vestmannaeyja 1939 til 1969 myndir

Þekkt andlit frá fyrri tíðÞekkt andlit frá fyrri tíma 1

 

Hér koma fleiri myndir úr Afmælisriti Verkalýðsfélags Vestmannaeyja 1939 til 1969. Þeir sem komnir eru vel yfir miðjan aldur muna eftir þessum mönnum sem settu svip sinn á Eyjarnar í kringum 1960 til 1970, alla vega man ég vel eftir næstum því öllum þessum heiðursmönnum. Margir af þessum mönnum voru miklir báráttu menn fyrir bættum kjörum verkafólks í Vestmannaeyjum.
Blessuð sé minning þeirra.

 

Þekkt andlit 2


Verkalýðsfélaf Vesrmannaeyja 1939 til 1969 fyrstu formenn

Formannatal Verkalíðsfélag Vestmannaeyja

 

Þetta eru formenn Verkalýðsfélags Vestmannaeyja frá 1939 til 1969.
Heldri Eyjamenn muna eftir þessum mönnum sem voru duglegir í verkalýðsbaráttu fyrri ára. Myndirnar eru úr AFMÆLISBLAÐI Verkalíðsfélags Vestmannaeyja 1939 til 1969

Það tók örugglega á þessa menn að vera í forstu á þessum árum, þess vegna þurfti grótharða kalla í þetta starf.


Launaleiðrétting Ríkisforstjóra í Júli 2013

 
 
Launa"leiðrétting" ríkisforstjóra - þarna kom feitur tékki - og á sama tíma eru skilaboðin til launafólks að það eigi að gera sér að góðu 2ja prósenta launahækkun - er verið að bíða eftir byltingu eða er enn verið að gera útá langlundargeð íslensks launafólks......
Photo: Launa

Ljóð: Lýður Ægisson skipstjóri

Lýður Ægisson

 

Lýður Ægisson skipstjóri með meiru hefur gert mörg falleg ljóð og hann er einnig góður lagasmiður. Nokkur ljóða Lýðs eru í Sjómannadagsblöðum Vestmannaeyja þar á meðal þetta sem ég skrifaði upp úr einu blaðinu.

 Hann hefur gefið út diska með mörgum laga sinna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljóð eftir Lýð Ægisson

 

Þeir sem ganga hinn gullna veg

gleði og blessun hljóta.

Æfi hinna er ömurleg

sem öllu bölva og blóta.

 

Þú ert blautur en býsna klár

berð þig vel í þynnku.

Þolir allvel frost og fár

og fyrir lítur linku.

 

En bakkus gamli brýtur allt

og brenglar öllum vonum.

Þeim löngum reynist lánið valt

sem leika sér að honum.

 

Hafðu frá mér heillaráð

-hættu stút að naga-

Þá líf þitt verður ljóma skráð

og ljúf þín ævisaga.


Sending til Kára

Sending til Kára

 

Hérna er kassi kári minn,

komdu nú þessu í grunninn þinn.

Ég valdi úr aðal einkennin,

ágalla og veikindin.

 

Hér eru bæði heimæðin,

hjartastoppið og kíghóstinn.

Getuleysið og gigtveikin,

gyllinæðin og kvensemin.

 

Æðahnútarnir, uppköstinn

iðrakvefið og ristillinn,

lakastíflan og líkþornin,

lifrabolgan og vesöldin.

 

Minnisleysið og martröðin,

matargræðgin og sjóveikin,

blóðleysið, hæsin og brjóstsviðinn,

og blöðruhálskirtilsanskotinn.

 

 

P.S.

Vitaskuld er þessi upptalning klén

en óþarft að hafa það meira að sinni.

Ég fullyrði að hælbits- og hýennugen

hafa ekki fundist í ættinni minni.

 

 

Björn  Ingólfsson

Grenivík


Tækjaliðið í Fiskiðunni í Vestmannaeyjum

Tækjalið Fiski.

 Gömul mynd úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1984 Mynd frá Sigurgeir Jónassyni.

Tækjaliðið í Fiskiðunni í Vestmannaeyjum, úrvalsmannskapur þarna.

 

  


Skemmtileg frétt frá lögreglunni

Frétt af mbl.is

Dómaratríóið fékk tiltal
Innlent | mbl.is | 16.11.2013 | 22:11
Fulltrúar lögreglunnar með gul og rauð spjöld í Flugstöð... Fulltrúar lögreglustjórans á Suðurnesjum veittu dómaratríóinu úr leik Íslands gegn Króatíu „föðurlegt og strangt tiltal“ er dómararnir áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. 

 

 

Þetta er skemmtileg frétt á mbl. frá lögregluni á Suðurnesjum, gaman að fá svona í bland jákvæðar fréttir frá lögreglu og gott framhald af skemmtilegum landsleik í gær.

 það mætti vera meira af svona fréttum í fjölmiðlum :-).


mbl.is Dómaratríóið fékk tiltal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sægreifinn er skemmtilegur og sérstakur matsölustaður

Kjartan á Sægreifanum

 Við fórum þrír vinnufélagar af Siglingastofnun heitinni á Sægreifann í gær 12. 11. 13. og borðuðum saman virkilega góðan sigin fisk, grjónagraut og kaffi á eftir.
 Þarna sátum við í tvo tíma í góðu spjalli okkar á milli og við Kjartan fyrverandi eiganda af Sægreifanum og aðra gesti sem þarna voru í mat með okkur, því þarna mæta m.a. gamlir sjómenn með sömu áhugamál og við og því er hægt að komast í skemmtilegar umræður sem tengjast sjómensku.

Við vinirnir köllum þetta jólahlaðborð, þar sem við tökum þetta fram fyrir þessi blessuð jólahlaðborð sem endalaust eru auglýst nú þessa dagana. Þarna er hægt að fá svið, humarsúpu og á þriðjudögum og fimmtudögum er sigin fiskur og vestfirsk skata á laugardögum. Margt annað matarkinns er þarna til sölu sem óþarft er að telja upp, en hiklaust er hægt að mæla með.
 Það er sérstök stemming að sitja þarna bæði er það skemmtilegt, góður matur og góð þjónusta. Við mælum með Sægreifanum.  Kjartan er nú búinn að selja Sægreifann en er enn þarna við störf og spjallar við gesti staðarins, virkilega skemmtilegur lífsglaður gamall sjóarakokkur.

 

 

 

 

Sægreifinn

 

Af heimasíðu Sægreifans má lesa eftirfarandi:

 Kjartan Halldórsson er gamall kokkur af sjó sem hefur rekið veitingastaðinn Sægreifann í um áratug og slegið í gegn hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum, með heimilislegri stemmningu og lífsgleði sinni. Hann talar aðeins íslensku og kann ekki á peningakassann svo hann reiðir sig á stelpur staðarins, einna helst Elísabetu ráðskonu sína. Á morgnana koma trillukarlar og ræða málin yfir kaffi allan ársins hring, flestir komnir yfir sjötugt. Þegar hnígur að hausti róast yfir Sægreifanum og kemur að því að Kjartan þarf að horfast í augu við elli kerlingu og velja sér arftaka, en ekki er víst að maður komi í manns stað.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband