19.11.2009 | 22:54
Gamlar myndir frá Fiskasafni
Hér eru myndir frá Fiskasafninu í Eyjum, þarna er Friðrik Jesson safnvörður að sýna gestum fiskasafnið, hann hafði umsjón með safninu í fjölda ára.
Myndirnar tók Árni Friðriksson skipasmiður með meiru.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2009 | 21:40
Kannast einhver við þessa ?
Kannast einhver við þessa íbúa Vetmannaeyja sem líklega eru horfnir úr Stórhöfða í dag, mynd frá 1965 eða þar um bil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2009 | 21:20
Tveir þekktir Eyjamenn
Sævaldur Elíasson stýrimaður og skipstjóri á Hejólfi nú starfsmaður Siglingastofnur Íslands og Tryggvi Sigurðsson vélstjóri og líkansmíður með meiru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2009 | 20:04
Fleiri myndir
Myndirnar eru af húsunum á Stórhöfða og af Stórhöfðavita en þar hefr verið veðurathugunarstöð í marga tugi ára.
Dalabúið og flugvöllurinn og gamla aðstaðan á flugvellinum. Myndin hér fyrir neðan er loftmynd af höfninni fyrir gos.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2009 | 22:12
Björgunarbáturinn Björg frá Rifi
Björgunarbáturinn Björg er einn af björgunarbátum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Björg er staðsett á Rifshöfn og hefur skipið oft verið notað til björgunar frá því það kom til landsins. þessi skip sem staðsett eru víðsvegar kringum landið hafa margsannað gildi sitt.
Þessi skip hafa reynst vel við íslenskar aðstæður að sögn þeirra manna sem til þekkja og ég hef talað við.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2009 | 21:40
Þyrla af dönsku varðskipi tekur á loft
Tók þessa mynd í dag þegar ég var á leið í Kolaportið, en þyrlan var að taka á loft með tilheyrandi hávaða og vindblástri þegar ég gekk þarna framhjá. Þyrlan er staðsett um borð í dönsku varðskipi sem nú er statt í Reykjavíkurhöfn
Þetta er mynd sem ég tók fyrir Gísla Gíslason þyrluflugmann og frænda minn, vonandi kíkir hann hér inn á bloggið mitt . Það er alltaf gaman að skoða og fylgjast með flugvélum, ekki síður en að vera á bryggjunum og fylgjast með skipum.
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.11.2009 | 21:10
Skólavegur og Heimakletturinn
Hér er Skólavegurinn árið !960 til 1965, kannski ekki miklar breytingar nema húsið Skuld neðst á Skólaveginum er horfið. Gaman væri ef einhver þekkir nöfn húsana að hann setti þau hér inn í athugasemdir, það gerir myndirnar skemmtilegri.
Þessi bill á myndinni er sennilega frá Vinnslustöðinni en hann er með lok að aftan sem notað var þegar hann var að keyra ís í bátana ( áður en Ístöðin kom til sögunar) Mig minnir að sá sem keyrði þennan bíl og átti heima í húsinu sem billinn er við hafi heitið Emil, er samt ekki viss. Annað sem er skemmtilegt við þessa mynd er olíutankurinn sem sést þarna bak við húsið, svona olíugeymar voru fyrir utan flest öll hús í Eyjum á þessum tíma. (En þarna sést sjónvarpslotnet á húsinu Þingeyri hvaða ár byrjaði sjónvarpsgláp í Eyjum
????)
kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 13.11.2009 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2009 | 23:45
Innsiglingin til Eyja
Innsiglingin til Vestmannaeyja áður en Norðurhafnargarðurinn var styttur.
Ystiklettur fyrir miðju og Bæjarbryggja og Nausthamarsbryggja á miðri mynd. Vinstra megin á myndini sést í eitt Tangahúsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 20:35
Srandvegur og Hraðfrystistöðin
Myndin er tekin vestur Strandvegin, þarna má sjá Eyjabúð Vosbúð HB. Veiðafærahús og fl.
Hluti af Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, kallar á spjalli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2009 | 20:17
Myndir Vestmannaeyjahöfn 1960 til 1965
Þessar myndir tók Árni Friðriksson skipasmiður m.m. þær eru teknar á árunum 1960 til 1965.
Næst á mynd er Bæjarbryggja sem stundum var í daglegu tali kolluð trillubryggja. Þá sést yfir á Básaskersbryggju þar sem Lóðsinn liggur ásamt nokkrum fiskibátum
Á þessari mynd sést hluti af Nausthamarsbryggju og Bæjarbryggju. Þarna má einnig sjá björgunarbátinn sem í tugi ára var þarna í davíðum og var hluti af öryggisbúnaði Vestmannaeyjahafnar, annar eins bátur var í davíðum í Friðarhöfn.
Þarna sjást Tangahúsin og hvað vel tekst til að dreifa peningalyktinni með gúanóreyknum. Dásamlegar minningar
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)