21.11.2010 | 18:27
Starfsmenn Ingólfs Theódórssonar netagerðameistara á Siglufirði 1944
Starfsmenn Ingólfs Theódórssonar netagerðameistara á Siglufirði árið 1944 t.f.v fremri röð: Ingi Stefánsson, Brekastig 37; Þorsteinn Stefánsson (fórst í flugslysi 1951); Þórður Sveinsson; Sigurður Stefánsson; Arnmundur Þorbjörnsson frá Reynifelli; Sigurður Guðmundsson frá Eiðum. Aftari röð t.f.v: Halldór Einarsson frá Staðarfelli, ; Ólafur Árnason frá Odda, Ingólfur Teódórsson netagerðarmeistari; Sveinbjörn Guðmundsson, Brekasig 20; Finnbogi Ólafsson, Kirkjuhól.
Þeir bjuggu allir í Vestmannaeyjabragganum svokallaða ( sem Siglfirðingar kölluðu Pólstjörnuna).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2010 | 23:03
Ingólfsbotn í herpinót Gísla Árna
Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari betrumbætti herpinótina og setti í hana nýjan botn. Sigmund sá þetta öðrum augum en margur annar eins og sjá má á þessari mynd hans.
Ingólfur Teódórsson lést 14. mars 1988 á 76. aldursári, Hann var einn virtasti netagerðarmaður landsins.
Ingólfur rak til marga ára og áratugi netagerðina Ingólf í Vestmannaeyjum. Hann var einn af þessum mönnum sem settu svip sinn á bæinn og er mér eftirminnilegur.
Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunar 1983 fyrir störf sín í þágu sjávarútvegsins og var kjörinn heiðursfélagi Landsambands Veiðafæragerða 1985. Þar sem hann vann ötuglega að málefnum netageramanna.
Ingólfur Theódórsson netagerðarmeistari
Bloggar | Breytt 25.11.2010 kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2010 | 21:36
Úr safni Árna úr Eyjum
Úr safni Árna úr Eyjum
Árni úr Eyjum eða Árni Guðmundsson eins og hann hét fullu nafni, safnaði skemmtilegum sögum og vísum sem gengu manna á meðal í Vestmannaeyjum hér á árum áður, margar af þessum sögum ganga enn í dag, en aðrar eru gleymdar. Árni samdi einnig marga landsfræga texta við Þjóðhátíðarlög enda gott skáld.
Árni Guðmundsson ( Háeyri við Vesturveg) var fæddur 6, mars 1913 og dó 11. mars 1961, hann var kvæntur Ásu Torfadóttir.
Eftirfarandi sögur eru úr stílabók sem ég fyrir nokkrum árum fékk leyfi til að ljósrita, alls voru í bókinni 120 sögur, margar af þeim eru geymdar í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 2000 og 2001 en þessar hafa held ég ekki verið birtar áður.
Myndin er af Árna og Ásu Torfadóttir.
Embættismaður einn í Vestmannaeyjum hugðist flytja búferlum til Reykjavíkur. Nokkrir vina hans tóku sig saman og héldu honum kveðjusamsæti, og vegna þessa að hann var ókvæntur þótti rétt að eingöngu karlmenn sætu veisluna. Það hefur e,t.v. verið þess vegna að allfast var drukkið. Kom brátt að því að menn gerðust skáldmæltir og kostuðu fram stökum, hver af öðrum. Brátt höfðu allir byrlað braga full utan þjóðverji sem þarna var staddur. Þjóðverji þessi hafði verið búsettur í bænum um nokkurra ára skeið, en ekki náð því að læra íslensku, svo lítalaust mætti teljast. Var mjög á hann skorað að láta ekki sitt eftir liggja.
Lét hann loks tilleiðast stóð upp og mælti fram þessa vísu.
Allir sem hér eru inni
eru nú að skemmta sér.
Þegar brennivínin er búinn
fara allir heim til hún.
Þótti vísan skothend nokkuð og bentu höfundinum einkum á það, að illa rímar saman ,, búinn og ,,húnog töldu hann á að gera bragabót. Tók hann þá blað og blýant, sat við skriftir og heilabrot nokkra stund, en hvað sér síðan hljóðs á ný. Fyrri hluti vísunnar var óbreyttur, en nú var botninn svona með fyrripartinum:
Allir sem hér eru inni
eru nú að skemmta sér.
Þegar brennivínin er búinn
fara allir heim til frúin.
Saga 18.
Hinn landskunni hagleiks og listamaður Baldvin Björnsson gullsmiður stundaði lengi iðn sína í Vestmannaeyjum. Þegar hann fluttist úr Eyjum hélt iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja honum kveðjusamsæti mikið, og var þátttaka aðeins heimil iðnaðarmönnum. Kemur nú heiðursgesturinn Baldur ásamt vini sínum Sigurbirni Sveinssyni, skáldi, sem hann kvaðst bjóða sem gesti sínum. Formaður félagsins Gunnar M. Jónsson , hinn þjóðkunni skipasiður, tók á móti þeim félögum í dyrunum. Taldi hann ómögulegt að veita Sigurbirni aðgang, þar sem samsætið væri eingöngu fyrir iðnaðarmenn en ekki fyrir skáld. Varð um þetta þóf nokkurt því hvorugur, Baldvin eða Gunnar vildu láta sinn hlut.
Hlustaði Sigurbjörn rólegur og brosandi á deiluna, en þegar honum þótti nóg komið dró hann plagg nokkurt upp úr vasa sínum og rétti Gunnari:
Kannski þetta dugi ? og sjá, hér var þá komið meistarabréf í skósmíði, útgefið á Akureyri, á nafni Sigurbjarnar Sveinssonar og vitanlega var honum sem skósmiði heimil innganga, enda þótt hann kæmist ekki inn sem skáld.
Saga 19.
Fáum árum eftir að Baldvin fluttist til Reykjavíkur, kom hann eitt sinn snögga ferð til Eyja. Nokkrir vina hans héldu honum hóf og varð þar gleðskapur mikill. Þegar veislan stendur sem hæðst rís Sigurbörn Sveinsson á fætur og mælir af munni fram:
Þegar fríðan flösku stút
faðma kátir bragnar,
Baldvin stingur alla út ----
Laut skáldið nú höfði virtist kominn í þrot, steinþagnaði settist og mælti um leið Amen. Ráku menn þá upp hlátur, og þóttu skáldinu illa aftur farið að geta ekki lokið einni ferskeitlu.
Rís þá Sigurbjörn enn á fætur og segir: - Herrar mínir mér er nær að halda, að þið hafið ekki skilið mig , en vísan er þannig:
Þegar fríðan flösku stút
faðma kátir bragnar,
Baldvin stingur alla út
amen. Skáldið þagnar !
Mynd Sigurbjörn Sveinsson skáld
Saga 51.
Safnandi þessara sagna hefur löngum föndrað nokkuð við ljóðagerð, svo sem gerir margur Íslendingurinn, án þess að vera beint til þess útvaldur.
Heima hjá okkur á Háeyri, var um margra ára skeið gömul kona, sem Sigríður hét og var Bjarnadóttir, ævilega nefnd Sigga Gróa. Var hún haldin þessari sömu þjóðlegu áráttu að vera alltaf að setja saman vísur og kvæði og orti m.a. mikið af erfiljóðum. Er Sigríður dáinn fyrir mörgum árum.
Í kunningjahóp mínum var einu sinni rætt um ljóðagerð fram og aftur, og varð þá einum þeirra, Óskari Sigurhanssyni járnsmiðameistara að orði. :
- Það er undarlegt með hann Árna á Háeyri, að hann er steinhættur að geta ort eftir að hún Sigga Gróa dó.
Saga 54.
Magnús Thorberg, póstafgreiðslumaður komst svo að orði um konu sem hann var að lýsa:
Hún er svo útskeif, að maður veit ekki hvort hún er að koma eða fara.
Saga 81.
- Svona skal það alltaf vera, að þegar ein báran er vís, þá er önnur stök, varð bifreiðarstjóra einum að orði, þegar hvert óhappið af öðru henti hann á stuttri leið.
Látum þetta duga að sinni úr sögusafni Árna úr eyjum
Kær kveðja SÞS
Bloggar | Breytt 20.11.2010 kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2010 | 23:56
Þórunn Sveinsdóttir í Skagen
Það getur verið stillt veður í danaveldi, fallegar myndir af skipinu.
Myndirnar sendi mér Sigurjón Óskarsson útgerðarmaður og eigandi skipsins
Þetta eru flottar myndir af nýju Þórunni Sveinsdóotir sem er í smíðum í Danmörku nánar tiltekið í Skagen. Skipið verður líklega komið til Vestmannaeyja fyrir Jól.
Bloggar | Breytt 17.11.2010 kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.11.2010 | 16:06
Bátslýsing á Erlingi VE 295
Erlingur VE 295.
Bátslýsing.
Stýrishúsið, stássið fínt,
Stebbi Friðriks prýðir.
Þar er í miðin mikið rýnt
og mæla-aflestar tíðir.
Vélarrúmið vel hirt slot,
varla er það galli.
Hjá Gunnsa er ekki vísað í kot
í kaffiþambi og spjalli.
Lúkkarinn er laus við prjál,
leynist þar engin raftur.
Týnist þar niðri tvinni eða nál
tafarlaust fyndist það aftur.
Lýsing sú er ekkert bull
að lestinn sé nægtarbrunnur,
Ekki alveg, en næstum full
með átta humar tunnur.
1. ágúst 1982 Atli Einarsson stýrimaður
Atli Einarsson hélt skýrslu um það sem kom í veiðafæri m/b Erlings VE á því herrans humarúthaldi annó 1982 og ekki taldist af ætt sjávardýra:
1. Fatnaður.
Kvenpils, grænt, hálfsítt. Stigvél. Pollabuxur (á 6 ára). Ullarvettlingur. Rafsuðuhanski (vinstri) Dökkur sparisokkur. Kvenskór með mokkasíusniði (hægri). Klofstigvél hægri. Trefill. Prjónabolur. Karlmannsnærbrækur (orange-litar). Hár hæll af kvenskóm ( mónika 51/2 6 1/2.
2. Húsbúnaður
Gardína. Gólfmotta. Veggfóður. Gólfteppi. Kaffikanna úr tini. Kaffibrúsi (Thermos 1,02 litrar)
3. Vélarhlutir.
Olíusíur. Bremsuborði.
4. Ílát.
Svört ferðataska, Bjórflöskur (tómar). Bjórflöskuform (Heineken Duty free). 50 ltr. Dúkalímsfata, Tröllasmokkur. Olíutunna. 9 st. Drykkjarmál úr plasti. Drykkjarkanna frá eimskip. 700 litra fiskikassi frá Eyjaberg. Enskur kexkassi (Victoría). Blá skólataska.
5. Farartæki.
Hjólbarði. Rafgeymir, 6 volt ( Pólar) Sæti á þríhjól. Reiðhjóladekk.
6. Áhöld.
Gumslanga (2 73 sm). Viskustykki. Ronson 2000 hárþurrka. Hnífaparaskúffa. Oddveifa (fáni) frá Catterpiller. Fanglína af togara. Hluti af veðurathugunarhnetti ( United States Department of Commerce NOAA- National Weather Service Radiosonde). Gillette Contour rakvél. Hárgreiða (bleik)
7. Til íþrótta.
Badmintonspaði. Kútur til sundkennslu.
8. Mannvirki.
Girðingarstaur.
Skrifað upp ú Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1985
SÞS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2010 | 18:36
Föstudagsgrín að hætti Jóhanns bloggvinar míns
Bloggvinur minn Jóhann er stundum með föstudagsgrín sem er gaman að lesa, hér er smá grin að hætti Jóhanns.
Þessar myndir eftir Sigmund og eru teknar úr Sjómannadagsblapi Vestmannaeyja 1969 þær gætu vel passað inn í umræðu dagsins í dag, Það er að segja krepputalið og krókaveiðarnar þar sem allar fleytur sem hægt var að koma á flot voru notaðar til fiskveiða. Já Sigmund er góður teiknari og margar af myndum hans gætu smellpassað í umræðuna í dag.
Tveir farmenn voru að bera saman minningar sínar:
London er mesta þokubæli sem ég hef komið í, sagði annar.
- Nei ég hef komið í annan stað miklu verri, sagði hinn.
- Hvaða staður skyldi það geta verið ? spurði hinn undrandi.
- Ja það sá ég nú aldrei fyrir þoku.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2010 | 22:33
Hann er fallegur Skagafjörðurinn og Sauðárkrókur
Það er fallegt að horfa yfir Skagafjörðin og Sauðárkrók, Pálmi Sighvts sem er hér á myndinni keyrði mig þarna upp á fjall á jeppanum sínum til að við gætum haft gott útsyni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin. Myndirnar eru teknar í fyrrasumar en nú þessa stundina ríkir vetrarveður á þessum slóðum.
Myndirnar segja meira en mörg orð, verst að þekkja ekki þetta svæði, en ég held að fjallið á fyrstu mynd heiti Tindastóll og á annari mynd er Sauðárkróksbær og fyrir miðju ofarlega Þorðarhöfði, og þriðju mynd er Hegranes og ströndin í fjarska er Höfðaströnd. Ef þetta er ekki rétt þá væri gott að fá athugasemd og þar með leiðréttingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 23:16
Er öryggisloki við netaspil úreltur ?
Er öryggi við netaspil úrelt ?
Árið 1972 hannaði Sigmund Jóhannsson teiknari og uppfinningamaður í Vestmannaeyjum öryggisloka við netaspil. Sigmund hannaði lokan að beiðni skipstjóra og útgerðarmanna í Eyjum sem höfðu lent í því að tveir menn á skipi þeirra höfðu farið í netaspilið. Útgerðarmenn í Eyjum sem stunduðu netaveiðar voru fljótir að tileinka sér þennan öryggisbúnað og settu flestir hann strax í skip sín. Því miður tók það níu ár að lögleiða þennan öryggisbúnað og koma honum í öll netaveiðiskip. Til mikils var að vinna því samkvæmt tölum um slys á sjómönnum á þessum tíma urðu að jafnaði 12 slys við netaspil árlega og mörg þeirra mjög alvarleg. Frá því lokinn var fyrst kynntur og þar til hann var kominn í öll skip urðu 92 slys við þessi spil þar með mörg alvarleg og að minsta kosti eitt dauðaslys.
![öryggi við netaspil 2 öryggi við netaspil 2](/tn/300/users/0a/nafar/img/oryggi_vi_netaspil_2.jpg)
'
A myndunum má sjá netaspil búið öryggisloka sem virkar í báðar áttir ( stauturinn með lykkjuni )
Það er skemmst frá því að segja að árið 1980 var þessi öryggisbúnaður mismunandi útfærður kominn í öll íslensk fiskiskip er stunduðu netaveiðar. Öryggislokinn fækkaði ekki bara slysum við netaspil heldur útrýmdi þeim alveg. Ekki er vafi á því að þessi öryggisloki á netaspil á stóran þátt í fækkun slysa á sjó og þar með dauðaslysa.
Á þessum myndum er netaspil með öryggisloka og dráttarkarli sem er til hægri á myndinni. Dráttarkarlinn sparar einn mann og fækkar öruglega slysum við netaspilin.
Nokkrir sjómenn hafa spurt mig hvort þessi öryggisloki sé ekki í dag úreltur og barns síns tíma, þar sem flest skip sem eru á netaveiðum séu komin með svokallaðan dráttarkall. Svarið við þessari spurningu er nei, hann er ekki úreltur. En það er ekki sama hvernig þessi loki er staðsettur og hvernig honum er fyrirkomið. Hann þarf að virka í báðar áttir því menn sem eru á rúllunni eiga líka á hættu að fara í spilið, þennan loka þarf líka að stilla nákvæmlega.
Fyrir nokkrum árum urðu málaferli vegna þess að maður fór í netaspil og slasaðist. Þessi bátur var búinn dráttarkarli en sá sem fór í spilið var sá sem var á rúllunni. Hann hafði verið að laga til teininn og þannig lent inn á spilinu. Sjómenn ættu því að huga vel að þessum loka og sjá til þess að hann sé í lagi og rétt stilltur.
Þannig á lokin að vera staðsettur og virka í báðar áttir.
Bloggar | Breytt 11.11.2010 kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2010 | 23:56
Hvorki fugl né fiskur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2010 | 23:40
Minningarbrot úr gamalli vasabók
Sigmar Guðmundsson, Jón Markússon,og Óskar Matthíasson hluti af áhöfn gamla Leó
Ég á nokkrar litlar vasabækur sem ég hef skrifað ýmislegt í gegnum árin og eru þær orðnar nokkuð gamlar sumar hverjar. Þarna hef ég skrifað sögur og vísur sem ég hef heyrt um menn sem ég þekki og stundum hef ég sjálfur gert vísur sem eru kannski ekki mikill skáldskapur en segja samt sína sögu um lífið á sjónum og hvað menn voru að hugsa og gera á þessum árum. Mér finnst gaman að glugga í þessu og rifja upp þessar sögur og vísur, kannski eru fleiri sem hafa gaman af að lesa þetta sérstaklega þeir sem þekkja til.
Ég tek hér eina sögu sem ég hef skrifað 1973 af lífinu á netabátnum Leó VE 294 fyrir árið 1960:
Það var eitt sinn á gamla Leó VE 294 að Massi ( Sigmar Guðmundsson á Byggðarenda) sem þá var kokkur á bátnum var að kokka niðri í lúkar. Eitthvað ólag var á eldavélinni sem var að sjálfsögðu olíukynt á þessum árum. Kolsvartur reykur kom því upp um reykrörið og lagði yfir dekkið og yfir þá sem voru að draga inn netin. Þeir urðu því sótsvartir og eftir því svekktir út í kokkinn sem þeim fannst bera ábyrgð á þessu ófremdarástandi og bölvuðu honum í sand og ösku. Þegar skipshöfnin kom niður í lúkar að borða stóð Massi þarna vígalegur við eldavélina með uppbrettar ermar, en hann var sérlega mikið loðinn á handleggjum.
Þegar Jón Markússon sem sennilega var vélstjóri þarna um borð sest við lúkarsborðið og sér Massa segir hann: Hungraðir saman situm, svartir og bölvandi. Þá segir einhver að þetta sé nú ágætur fyrripartur sem þurfi nauðsynlega að botna. Og Júlíus Sigurbjörnsson botnaði vísuna sem varð þá á þessa leið.
Hungraðir saman sitjum
svartir og bölvandi.
Þar stóð hann Sigmar Guðmundsson
berhandleggjaður upp fyrir haus.
Er Þetta ekki glæsilegur kveðskapur ???
Bloggar | Breytt 7.11.2010 kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)