31.10.2013 | 22:55
Það er nauðsynlegt að eiga svona skip
Það er nauðsynlegt fyrir Íslendinga sem siglingaþjóð að eiga svona skip eins og Þór, sem auðveldlega ræður við svona verkefni.
Varðskipið Þór á örugglega eftir að sinna mörgum erfiðum verkefnum í framtíðinni.
![]() |
Skipin koma til hafnar í birtingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.10.2013 | 16:02
Úr Ljóðabókinni HÉLUÐ BLÓM
UM HAFRÚN.
Fagurt galar fuglinn minn,
fjaðraprúður, hvítur,
yfir hænuhópinn sinn
hreykinn stundum lítur.
Margur bæri létta lund,
lifsins nýti að vonum,
ef hann mætti alla stund
una í hóp af konum.
******
LJÓS Í MIRKRI.
Myrkrið yrði svart í sál
sumra bestu manna,
ef þar lifði ekki bál
endurminninganna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2013 | 15:46
Úr ljóðabókinni Héluð blóm
HEILRÆÐI.
Þegar spurt um eitthvað er,
enn að mestu hulið,
segðu ekkert, ef að þér
er hið sanna dulið.
Sumra manna sögum á
svikult er að byggja.
Sannleikurinn margoft má
mönnum dulinn liggja.
****
DÆMDU EKKI
Reyndu að finna í fari náungans
fagra dygð og kosti, er megi hann prýða.
Leitaðu ekki að yfirsjónum hans.
Ekki er þitt að dæma bresti lýðs.
Héluð blóm
eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2013 | 21:34
Við gefumst aldrei upp
Við gefumst aldrei upp þó móti blási, á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint.
Þessi mynd er með þeim betri, myndin er frá Höllu Pétursdóttir frænku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2013 | 18:43
Sveinn Sveinsson og Ingunn Sigurðardóttir
Myndin er af langömmu minni og langafa.
Hjónin frá Ósi á Eyrarbakka. Sveinn Sveinsson F. 09. 10, 1863 D. 02.06.1941 og Ingunn Sigurðardóttir F. 26.01.1859 D. 29.04.1941.
Þau eignuðust 5 börn sem hétu:
Sigurður Ari Sveinsson F. 03011892 d. 29.07.1971.
Þórunn Júlía Sveinsdóttir F. 08.07.1894 d. 25.05.1962. Amma mín
Anna Sveinsdóttir F. 28.01 1894 d. 24.10. 1967.
Sveinbjörg Sveinsdóttir F. 02.04.1898 d. 04.09. 1977.
Jónína Kristín Sveinsdóttir F. 28.12. 1899 d. 09.07.1973.
Þrjár af sytrunum fluttu til Vestmannaeyja og bjúggu þar mest allan sinn búskap en þær voru:
Þórunn Júla kennd við Byggðarenda, Sveinbjörg kennd við Skipholt og Jónína Kristín kend við Sjónarhól. Allar voru þær dugnaðarkonur sem lögðu á sínum tíma sitt af mörkum við uppbyggingu Vestmannaeyja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2013 | 20:56
Þeir sjá um skoðun Gúmmíbjörgunarbáta í Stykkishólmi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.10.2013 | 22:30
Þjóðhátíðarblaðið 1960 ein síða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2013 | 22:00
Eyjamaður finnur upp björgunarstakk 1960
Gaman að skoða þessi gömlu Eyjablöð.
Í Þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja frá 1960 segir frá því að Gísli Fribjarnarson vestmannaeyingur hafi fundið upp merkilega uppfinningu sem er sjóstakkur úr gallonefni.
Innann í stakknum er rafsoðið stykki úr sama efni, svo þar myndast holrum. Undir handakrikanum er komið fyrir litlu hylki með samanþjappaðri kolsýru. Þegar þessi tappi er dreginn úr hylkinu , ( sem er ekki stærra en stór vindill), streymir loftið inn í holrúm og fyllir það. Er þá kominn loftfylltur björgunarhringur í stakkinn. Sjá hér til hliðar greinina Eyjamaður finnur upp björgunarstakk.
Þarna eins og svo oft áður hefur vestmannaeyingur verið í fararbroddi með uppfinningar í sambandi við öryggismál sjómanna, en því miður hefur þessi uppfinning eins og fjölmargar aðrar sem komið hafa fram í Vestmannaeyjum gegnum árin ekki náð neinni útbreiðslu. Aftur á móti hafa þróast björgunarvesti sem eru uppblásanleg og gera það sjálfvirkt. Þau eru nú í dag mikið notuð á togurum og öðrum skipum stórum og smáum.
Þá hafa einnig verið þróaðir bæði vinnuflotbúningar og björgunarbúningar sem nú eru skildaðir í öll skip sem notuð eru í atvinnuskini.
Vonandi halda Vestmannaeyingar áfram að hugsa um þessi mál og vera í fararbroddi hvað öryggismál sjómanna varðar, því enn eru alltof mörg slys á sjó og því mikið verk að vinna. Margt bendir til þess að við séum nú farnir að fara afturbak enda lítil sem engin umræða um öryggi sjómmanna í þjóðfélaginu í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2013 | 19:35
Flugsafnið á Akureyri er glæsilegt
Ég var staddur á Akureyri um daginn með Einari Jóhannesi vini mínum og starfsfélaga. Þar sem við þurftum að bíða rúmann klukkutíma eftir flugi til Reykjavíkur ákváðum við að athuga hvort við gætum fengið að skoða Flugminjasafnið sem er staðsett við Akureyrarflugvöll. Forstöðumaður safnsins leyfði okkur Einari J. að koma og skoða safnið þrátt fyrir að það átti að vera lokað. Það verður að segjast eins og er að þetta er glæsilegt safn og Akureyringum og öllum þeim sem að þessu standa til mikils sóma.
Það kemur manni virkilega á óvart hvað safnið er allt snyrtilegt og vel til haft, það er alveg sama hvar er þar litið. Þarna eru fjöldi flugvéla og flugvelahluta. Allt frá smáflugvélum og upp í stórar flugvélar sem maður skilur nú varla hvernig hægt hefur verið að koma þarna inn á safnið, eins og t.d. Fokker vélin frá LHG.
Þá eru þarna flugmótorar bæði úr litlum og stórum flugvélum og upp í stóran þotuhreyfil úr farþegaþotu. Hjólastell úr þotum sem eru ekki nein smásmíði enda þurfa þau að halda uppi fleiri hundruð tonna flugvélum. Virkilega gaman að skoða þessa hluti, ekki síst vegna þess að þetta er allt svo vel til haft.
Þá eru þarna mikið af myndum þar sem sagt er frá þróun flugsins og mörgum frumkvöðlum íslenskra flugmála, þetta er fróðlegt og skemmtilegt að lesa.
Hérna tala myndirnar sínu máli, virkilega gaman að skoða þetta safn. Í safninu er að finna Flugstjórnarklefa Gullfaxa með öllum þeim tækjum, tólum og mælum. Gaman að skoða þennan stjórnklefa því ég man vel eftir þegar þessi vél kom fyrst til landsins, glæsilegur og gljáandi farkostur.
Þotuhreyfill og flugfreyjubúningar ásamt einkennisbúningum flugmanna eru þarna á safninu. Ég hefði viljað vera þarna heilan dag með einhverjum flugáhugamanni sem gæti frætt mann jafn óðum um allar þessar vélar sem allar eiga sér mismerkilega sögu.
Einar við flugstórnarradarinn, greifalegur kallinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 15:02
Minning um mann. Auðberg Óli Valtýrsson
Ég hef hér á blogginu mínu minnst manna og kvenna sem eru mér minnistæðir samtímamenn eða konur, hef ég haft fyrirsögnina minning um mann.
Auðberg Óli Valtýsson, sem lengi var starfsmaður Vestmannaeyjabæjar, fæddist 15. desember 1944 í Vestmannaeyjum. Hann lést 5. júní 1994. Foreldrar hans voru Ásta Guðjónsdóttir og Valtýr Brandsson. Auðberg Óli átti 12 systkini og eina uppeldissystur. Hann kvæntist Margréti Óskarsdóttur 10. desember 1971. Þau eignuðust þrjú börn: Sigríði Ósk sem lést barnung, Valtý, f. 19. apríl 1976 og Ósk, f. 3. september 1980.
Auðberg Óli er einn af þessum Eyjamönnum og samtímamönnum sem maður man vel eftir, skemmtilegur, snaggaralegur og þekktur fyrir dugnað eins og allt hans fólk. Margar sögur eru til af honum og hans skemmtilegu tilsvörum sem ekki verða rakin hér en samstarfsmenn hans kunna. Nokkrar af þeim eru í blaðinu Rauða hananum sem gefið var út 1986, af Brunavarðarfélagi Vm. meðfyljandi myndir eru úr því blaði, en Auðberg Óli var einn af þeim sem vann að björgunarstörfum í gosinu 1973 og eru myndirnar frá þeim tíma.
Þorgerður Jóhannsdóttir skrifaði minningargrein um Auðberg Óla og sagði þar m.a:
Auðberg Óli Valtýsson vinur okkar og félagi, er látinn langt fyrir aldur fram. Óli, eins og hann var alltaf kallaður, var einstakur, dugmikill og greiðvikinn með afbrigðum. Störf hans í þágu Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar bera þess glögg merki, en hann var í samninganefnd félagsins frá árinu 1982 og formaður starfskjaranefndar 1990 og 1992. Átti sæti í verkfallsstjórn 1984, orlofsheimilanefnd 19841985 og var formaður hennar síðan 1990. Endurskoðandi félagsins var hann 19871990, trúnaðarmaður í Áhaldahúsinu frá 1986. Auk þess sat Óli þrjú þing BSRB fyrir hönd félagsins á þessu tímabili. Allt voru þetta sjálfboðaliðastörf og vann Óli þau öll með sínum dugnaði og þrautseigju.
Óli var ekki fyrir að láta bera mikið á sér, hann var dugnaðarforkur sem alltaf var hægt að treysta á. Hann var staðfastur og góður samningamaður. Ég undirritaður kynntist Óla er við komum til starfa fyrir félagið á sama tíma. Það var mikill styrkur að hafa hann sér við hlið í samningum og öllu öðru er ég þurfti að leita til hans með. Alltaf gat hann leyst málin og aldrei þurfti að biðja hann tvisvar um sama hlutinn. Stálminnugur var hann og því ærið oft "flett upp í honum" um hin og þessi atvikin er á þurfti að halda.
Óli var formaður orlofsheimilanefndar félagsins síðastliðin fjögur ár, en orlofshús félagsins í Munaðarnesi og á Eiðum voru honum og fjölskyldu hans mjög hugleikin og ófáir hlutirnir sem þau hafa gefið þangað.
Óli var þessi ómissandi maður sem allir gátu leitað til á hvaða tíma sólarhringsins sem var. Aldrei heyrði maður hann kvarta á hverju sem gekk, það þótti svo sjálfsagt að gera allt fyrir aðra.
Starfsmannafélag Vestmannaeyjabæjar á Óla mikið að þakka. Það er fólk eins og hann sem ber uppi starfið í starfsmannafélögunum. Áhugasamur, dugmikill, skapgóður og síðast en ekki síst bóngóður, en umfram allt sannur vinur og félagi. Þannig reyndist Óli mér og þannig veit ég að hann reynist öðrum sem með honum lifðu og störfuðu.
Fyrir hönd Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar sendi ég fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þorgerður Jóhannsdóttir
Fallega skrifað um góðann dreng. Á þessari upptalningu Þorgerðar sést að Óli var vel metinn og duglegur félagsmála maður ekki síður en dugnaðarforkur til þeirra vinnu sem hann vann hjá Vestmannaeyjabæ.
Blessuð sé minning hans.
Sigmar Þór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)