Straumnesviti stendur þar

 

Straumnesviti og þyrlaTF LIF

 Straumnesviti er í eigu og umsjón Siglingastofnunar íslands, hann var byggður 1919 en breytt 1930. Hann var áður jarngrindarviti eins og má sjá á þessari mynd af vitanum. TF-LÍF  á flugi við vitan  Landhelgisgæslan vinnur oft með Siglingastofnun Íslands að viðhaldi vita kringum landið.

 

Straumnesviti 

Straumnesviti stendur þar

stór og fagur gjörður,

út á tanga út við mar

okkar gæfuvörður. 

Guðjón Sveinbjörnsson


Fylluljóð eftir Gylfa (Guðna Eyjólfsson kyndara)

Danska herskipið Fylla

    

 Hér er herskipið Fylla á ytri höfninni í Vestmannaeyjum þarna má sjá Bjarnaey, Elliðaey og Klettsnefið. Fylla var eitt af stæðstu herskipum dana og var við gæslu hér við land, myndina fann ég í gömlu albúmi sem mér var gefið.

 

  

 Fylluljóð eftir Gylfa.

 Gylfi sá er ljóðið kvað var Guðni Eyjólfsson kyndari í Gasstöðinni í Reykjavík. Hann var einn hinn mikilvirkasti  og vinsælasti í hópi gamanvísnaskálda á þessum árum, þriðja áratugarins.

 

 

 

   

Lag: Kväservals

Á sumrin er gaman að ganga sjer

um göturnar eftir að rökkva fer,

ef ,, Fylla” er liggandi úti’ í ál,

og ekki’ er á varðbergi nokkur sál.

  Gæti jeg krækt í danskan dáta,

  sem dálítið borðalagður er,

  þá mundu þær Runa og Ranka gráta

  og rauðeygðar stara á eftir mjer.

 

Hún Ólafía’ er að vara’ os við

að vingast við pilta’ að dönskum sið;

það dragi á eftir sjer dilka smá,

er dálítin tími’ er liðin frá.

   Gæti ég o.s.frv.

 

Já sú getur ritað oss ráðin fín

með reynsluna’ og gráleitu hárin sín,

því hún hefur aldrei þá sælu sjeð

að sitja í faðmlögum dáta með.

  Gæti ég o.s.frv.

 

En nú skal ég segja ykkur sögu af mér;

jeg sá það eitt kvöld, hvar hann Jensen fer;

þá kalla jeg í hann að koama þar.

,, Ó, Kæreste” , segir hann, ,, hva’beha’ r”.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Ég varð þá dálítið undirleit –

almættið sjálft það á hæðum veit – ,

er gengum við þarna hlið við hlið,

og hann var að spjalla -  um lágnættið.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Svo gengum við saman, uns sólin var

sigin í bládjúpu öldurnar;

þá settumst við úti’ undir Granda- garð.

Ó guð, hvað hann Jensen þá sætur varð.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Svo kisti hann mig ellefu kossa þar,

sem kvöldskugginn mestur var,

og sagði: ,, Du er so söd og fin”,

södeste, elskede Pigen min”.

  Gæti ég o.s.frv.

 

En þá heyrðist blástur við bryggjusporð;

mjer brá, svo því lýsa’ ekki nokkur orð,

því bátskömmin litla beið þar nú,

og bjáninn hann Jensen minn þotinn var.

  Gæti ég o.s.frv.

 

Jeg sá þá, hvað herstjórnin hláleg er

Að heimta hann Jensen minn strax af mjer,

Fyrst átti jeg kost á að eignast mann,

Svo indælan , sætan og ,, dannaðan”

  Gæti ég o.s.frv.

 

Seinna jeg ein út á Granda gekk.

Ó, guð, hvað jeg ákafan hjartslátt fékk,

því Jensen og Sigga sátu þar

í sömu laut og jeg forðum var.

  Gæti jeg krækt í danskan dáta,

  sem dálítið borðalagður er,

  þá mundu þær Runa og Ranka gráta

  og rauðeygðar stara á eftir mjer.

                     -   Gylfi


Hestar á beit

Hestar á beit

 

Hestar á beit og Helgafell í baksýn


Gamlar myndir af bryggunum í Eyjum

Gamlir bílar á bryggu í Eyjum

 

 Hér eru gamlar myndir af bílum, líklega er þetta Bæjarbryggjan.

Ekki þekki ég bílana né hvaða tegund þetta er af bílum, kannski er einhver bílaáhugamaður sem getur frætt okkur um það.

 Mynd 2: Hér er þröngt um bátana, ekki veit ég hvar í höfninni þessi mynd er tekin.

 Mynd 3 : Undir Löngu er þessi staður kallaður.

 

 

Kær kveðja SÞS

 

  Gömul mynd af bátum

 Undir Löngu


Verið gætin, varist slysin

 

Verið gætin ...

Verið gætin, varist slysin,

víða leynast hætta stór.

Stillið hóf við önn og ysinn,

illa af hraða margur fór.

Guðmundur Jóhannsson


Halkíon VE 205 hefur bjargað

Þetta efni er að mestu tekið úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1963

Halkíon hefur bjargað 24 mönnum úr sjávarháska.

 Stefán Stefánsson

Það má einstakt heita, að vélbáturinn Halkíon hefur , þótt hann sé yngsta skipið í Vestmannaeyjahöfn, þegar borið gæfu til að hrífa ekki færri en 24 menn beint úr dauðans greipum.( Halkion kom nýr til Eyja 1960)

Er þá fyrst að minnast að þegar vélbáturinn Blátindur frá Keflavik ( fyrrum Eyjabátur) var vélbilaður í ofviðri sunnan við Færeyjar í fyrra, bjargarlaus, þá fann Halkíon hann og dró hann til hafnar,

Næst er þess að geta, sem enn er í fersku minni, að þegar vélbáturinn Bergur VE  ferst vestur við Snæfellsnes á síðasta hausti, bjargaði Halkíon allri áhöfninni og var það einstök gæfa, að þar varð ekki manntjón.

Og enn hefur þeim Halkíon mönnum tekist svo giftusamlega, sem raun er á.

Þann 22 mars 1963 bjargaði Halkíon og áhöfn hans 8 mönnum af Erlingi IV en þeir höfðu komist í Gúmmíbjörgunarbát eftir að Erlingur VE 45 fórst. Tveir menn fórust með bátnum.

Það er staðreynd að sumum skipum fylgir gæfa og það er örugglega hægt að segja um Halkíon VE 205 en ekki síður er það gæfa sem fylgir áhöfn og þeim mönnum sem stjórna þessum skipum. Skipstjóri á Halkíon er Stefán Stefánsson og hefur hann verið sérstakur gæfumaður í sinni formannstíð.

 

Þjóðhátíðin og bekkjabílarnir

Svo voru bekjabílarnir við höllina

 

Á þessum tíma þegar þessi mynd er tekin var endastöð bekkjabíla við Höllina og pósthúsið.

Ekki veit ég hvaða ár þessi mynd er tekin en það er víst að það er fyrir 1960 miðað við bílinn og hvernig bekkirnir á pallinum er fyrir komið.

Var búinn að segjast ætla að hætta með þessar gömlu myndir, en það er hægara sagt en gert. eða eins og segir í laginu: "Það er engin leiða að hætta" Grin Whistling

Kær kveðja SÞS


Suðurhluti Heimaeyjar og suðureyjarnar

Suðureyjarnar  II

 

 Hér koma síðustu myndirnar sem ég fékk sendar  frá Heiðari Egils.

Þetta eru algerir gullmolar og ég þakka Heiðari Egils kærlega fyrir að fá að setja þessar frábæru myndir hér á síðuna.

Er einhver í vafa um hvar fallegast er á  Íslandi ? GrinWhistling

 

Kær kveðja SÞS

 

 

   Suðureyjarnar  III

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Vesturbær Heimaeyjar

 


Faxasker og viðhald vita

Faxasker séð frá austriFaxasker landtaka

Á myndinni er Faxasker séð austan frá og seinni myndin er af þeim mönnum sem vinna við þetta starf. Tfv; Ingvar Engilbertsson brottfluttur vestmannaeyingur eldklár stjórnandi slöngubáts, þó þarna sé slettur sjór er það mikill vandi að taka land og fara frá landi við sker og dranga í ólgusjó og komast heill út úr því, en Ingvar er snillingur á þessari tuðru það þekkir undiritaður af eigin raun.  Sigurjón Eiríksson rafvirki og Guðmundur Bernódusson rafvirki þeir eru báðir sérfræðingar í vitum og búnaði þeirra og hafa mikla reynslu af þessari vinnu við oft mjög erfiðar aðstæður.

Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að þjónusta vita allt í kringum landið. Um daginn bloggaði ég um það þegar menn Siglingastofnuar voru að þjónusta Þrídrangavita. Þessar myndir sýna aftur á móti menn Siglingastofnunar fara í Faxasker til að huga að rafbúnaði vitans á Faxaskeri. Hér er Ingvar á leið í skýlið, vitinn og skylið og menn við vinnu.

Faxasker Ingvar E

 Faxaskers skipbrotsmannaskýlið

  Faxasker Vitaljósið

Faxasker unnið uppi  á skýli

Þó þarna sé sérstaklega gott veður þá er það ekki alltaf þannig þegar verið er að gera við eða þjónsta vita landsins.

Kær kveðja SÞS

 


Tvær fallegar myndir úr Kópavogi

IMG_3775

 

 Það getur verið fallegt sólarlagið í Kópavogi.

Ég tók þessar myndir í fyrrakvöld  af svölunum hérna heima af logandi himninum.

 

 

 

 

 

   IMG_3767

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband