Frábært að borða á 19. í Veisluturninum

IMG_6112

 Í gærkvöldi fórum við í stórveislukvöldverð á 19. í Veisluturninum.

Það er skemmst frá því að segja að hvergi höfum við fengið betri og fjölbreyttari veislumat en þarna.

Til að komast yfir að smakka á öllum þessum réttum þarf maður gefa sér góðan tíma til að borða og njóta þannig matar og þjónustunar sem er frábær þarna í Veisluturninum á 19. Þetta getur verið erfitt fyrir þá sem aldir eru upp við það að vera fljótir að borða. 

  Ekki skemmdi það að vera þarna með góðum og skemmtilegum hjónum, á myndinni eru t.f.v. Gísli Sigmarsson, Sjöfn Benónýsdóttir, Kolbrún Óskarsdóttir og undirritaður.

 

 

 

IMG_6101IMG_6102

Hér má sjá fórréttina sem voru 14 mismunandi réttir ótrúlega fjölbreyttir, og á þriðju mynd eru eftirréttirnir, þar sem voru 15 mismunandi eftirréttir, glæsilega fram bornir, gómsætir og góðir eftir því. Það er merkilegt hvað er hægt að gera marga mismunandi eftirrétti alla með sitthverju bragði og borna fram á mismunandi hátt. í margskonar glerglösum, járnskeiðum, diskum, plastskeiðim svo eithvað sé nefnt.

IMG_6107IMG_6108

 Hér má svo sjá aðalréttina sem voru ekki færri en 25 talsins allir hver öðrum betri. Þarna var nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt, kjúklingar, nokkrar tegundir af rækjum, skötuselur allt var þetta matreitt á ýmsan hátt með mörgum mismunandi sósum. Á myndinni er einn kokkurinn í Veisluturninum Gísli Auðunsson.

Það er ekki annað hægt en að mæla með þessum frábæra matsölustað þar sem maturinn er bæði mjög fjölbreyttur og góður, frábært starfsfólk og útsýni gott til allra átta. Og ekki hvað síst er þetta á mjög hagstæðu verði miðað við  gæði og alla þjónustu.

 

IMG_6114

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo aðalmennirnir sem ég fékk að smella mynd af. T.f.v: Stefán Ingi Svansson , Sigurður Gíslason , Gísli Auðunsson  og Óskar Finnsson

 .

Myndin hér að neðan er af barnum á 20. hæð Veisluturnsins.

 IMG_6115

 


Heim, eftir Guðmund H. Tegeder

Guðmundur HGuðmundur H. Tegeder er fæddur í Vestmannaeyjum og er einn af þessum peyjum sem er uppalinn á Brekastignum. Hann hefur gert mörg góð ljóð og vísur sem margar hverjar eru geymdar í þjóðhátíðarblöðum, en þar náði ég í þetta ljóð sem hann nefnir Heim.

 

 

 

 

 

       HEIM 

I.

Hvar sem geng ég um grund,

þó ég sigli um sund

eða sælum í bláskýjalindum.

leita hugar míns bönd,

blítt sem bárur að strönd,

heim að bernskunnar árgeislatindum.

 

II.

Þó á framandi stað

streymi fögnuður að,

-allt sem fegurðin megnar að veita-

 býr í hjartanu þrá,

heim um hafdjúpin blá,

heim til hljómþýðu fjallana´ að leita.

 

III.

Út á bylgjunum blám,

undir sólhimni hám,

- hvar er huganum tamara’ að dreyma-?

Leit ég blómlegri fjöll,

leit ég bjartari mjöll

en á blessaðri Eyjunni heima?

 

IV.

Hvar var glaðari stund,

hvar mun blíðari blund

en við brjóst þitt, ó’ móðir að finna?

Nú mun strikinu ey ei breytt,

þó í storminn sé beitt,

því ég stefni til fjallanna þinna.

 

V.

Ég skal léttri með lund

una ævinar stund

fram að eilífðarsvefninum væra.

Ef að barnið þitt hljótt,

- ó’ hve björt yrði nótt,-

fær að blunda í faðminum kæra. 

 

 17.06.1977 Guðmundur H. Tegeder


Á netaveiðum

myndir047

 

Hér sést áhöfnin á Leó VE 400 draga netin, menn í úrgreiðslu og Stjáni Óskars leggur niður hringjateininn, þarna virðit ágætt fiskirí.


Stelpurnar salta

Stelpurnar salta

 

Stelpurnar salta síld.

T.f.v: Sjöfn Benónýsdóttir, Addý Guðjóns, Erla Sigmarsdóttit, Sara Elíasdóttir, Áslaug Svavarsdóttir, Dóra Svavarsdóttir, Erla Einarssdóttir.

 Myndin er úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1994 og ég held að ég megi fullyrða að Sigurgeir Jónasson hafi tekið myndina.


Minnig um mann

 Valdimar Tranberg

 Þessa mynd fann ég í gamla myndasafninu sem ég hef geymt frá Sjómannadagsblaðinu, ég held að margir eldri Eyjamenn muni vel eftir Valdimar og trillubátnum hans. Aftan á myndinni stendur: "Valdimar Tranberg Jakobsson F. 25. október 1900. D.9. apríl 1968. Foreldrar Jakob Tranberg og kona hans Valgerður Sigurðardóttir. Missti hana 4 ára gamall ".

Valdimar  Jakobsson Tranberg var fæddur í Jakopshúsi í Vestmannaeyjum  25. október 1900. Svo stuttan spöl stóð heimili foreldra hans frá sjónum, að nærri mátti segja að hann væri fæddur í flæðamálinu. Bernskuleikvangur hans var því oftast fjörusandurinn, og hneigðist hugur Valdimars snemma að sjónum, og þar varð hans ævistarf á grunnmiðum við Vestmannaeyjar.  Hann mun ungur að árum hafa farið á sjó með föður sínum Jakopi Tranberg sem um langt skeið var formaður.

Þegar menn fóru að nota trillubáta til fiskveiða í Eyjum, beindist hugur Valdimars að þeirri gerð báta, og þegar ástæður hans leyfðu,eignaðist hann lítinn trillubát sem hann lét heita Jakob. Á þessum báti stundaði hann sjóinn allt árið, eftir því sem veður leyfðu, með handfæri og lúðulínu. Oftast réri Valdimar einn á sínum bát.

Um lundaveiðitímann stundaði hann úteyjaferðir og var sókningsmaður í margar úteyjar þar með talin Ellíðaey. Sóknarmaður ferjaði veiðimenn út í eyjarnar og sótti lundan  sem þeir veiddu, eflaust hefur hann líka ferjað kindur út í eyjarnar og sótt að hausti. Verst að eiga ekki mynd af trilluni Jakob.

 Elliðaeyjarljóð er eftir Árna símritara í Ásgarði þar kemur Trani við sögu í fyrsta erindinu.

Elliðaeyjarljóð
(Á trillu ég fór með Trana)
Ljóð:ÁÁ
Lag:Amerískt þjóðlag

Á trillu ég fór með Trana
einn túr út í Elliðaey.
Af gömlum og góðum vana
með gin og væna mey.

Valdimar var drengur góður, og öllum sem kynntust honum var hlýtt til hans. Hann lést 9. apríl 1968.

Þessi minningarbrot um Valdimar eru að mestu tekin úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1968.


Í aðgerð

myndir044rett

 

Myndin er takin um borð í Leó og er þarna verið að gera að kola. Rauðsprettu og Lemma.

Á myndinni eru t.f.v; Sigurjón Óskarsson, Brandur Valtýrsson og Gísli Sigmarsson

 

Myndirnar á Ingibergur Óskarsson

 

 

 

myndir040rett

 

Hér er Elvar Andresson í gulum stakk í miðri fiskkösinni.


Gullveig VE 331 gamlar myndir

Óskar á Veigu VE 

Myndin er tekin um borð í Gullveigu VE 331 árið  1943.

Á myndinni eru t,f.v. Erlingur Eyjólfsson og Óskar Matthíasson með kjötpoka sem höfuðfat.

Takið eftir vinnuljósunum sem eru heimasmíðuð úr olíubrúsum.

 

 

 

 

Myndirnar hér fyrir neðan eru af Gullveigu VE og í bassaskýlinu er Guðni Jónsson, og á síðustu myndinni er Gullveig VE 331 vel hlaðin í löndunarstoppi á Siglufirði á því herrans ári 1943.

 

Gullveig með bassa

GullveigVE 331


Bræður í leik

myndir003

 

Ég held að það sé rétt hjá mér að þarna eru í leik frændur mínir bræðurnir Kristjan og Sigurbjörn Hilmarssynir, öðru nafni kallaðir  Níonbræður.

Myndin er tekin að Illugagötu tvö fyrir margt löngu.

 

Myndina á Ingibergur Óskarsson


Trollið tekið á síðuna á Leó VE 400

myndir042rett

 

Hér er verið að taka inn trollið eða réttara sagt þurka að til að hægt sé að hífa fiskinn inn í pokum, pokinn tók 800 kg eða svo.

Þarna var garnið í trollinu rautt en síðar var garnið almennt grænt.

Myndin er frá 1964

Myndina á Ingibergur Óskarsson


Myndir úr Þrídröngum

Þrídrangar 8Þrídrangar 9

 Hér koma fleiri myndir úr Þrídröngum, maðurinn á myndunum heitir Ingvar Engilbertsson og er Eyjamaður og átti heima í Holshúsi við Bárugötu, hann vinnur hjá Siglingastofnun. Myndirnar tóku Sigurjón og Guðmundur rafvirkjar hjá Siglingastofnun.

Þrídrangar 15Þrídrangar 16

 

Þrídrangar 12Þrídrangar ´4


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband