Gömul mynd af íþróttamönnum úr Eyjum

  Knattspirnufélag Vestmannaeyja

Þekki einhver alla þessa íþróttamenn frá Vestmannaeyjum. Þeir eru merktir KV sem væntanlega þiðir Knattspyrnufélag Vestmannaeyja. Þarna eru kunnug andlit en ég þekki þá ekki alla. Kveðja SÞS

frá Helga Lása: Frá vinstri Karl Sigurhansson, Hafsteinn Snorrason, Ási Steins, Friðrik Jesson, Þekki ekki þennan, Þórarinn Guðmundson, Karl Vilmundason bróðir Skarpa pabba Yngva Geirs

 


Húsin í Bænum

Húsþök í bænumHúsin í bænum

Hús Gretars Halldórssonar

Hér eru þrjár gamlar myndir af húsum í Vestmannaeyjabæ. Gaman væri að fá athugasemdir ef menn þekkja nöfn þessara húsa.

Eftirfarandi setti vinur minn Sigþór Ingvarsson í Athugasemdir:

Heill og sæll, af nogu er að taka. Á efstu myndinni má sjá Kuða (Óskastein) gamla bankann ,Þingvelli ,Hotel Berg (Hamar)bræðraborg, sveinsstaði,Stíghús,Verslunarfélagið(Kivanis)Sjónarhól ,Kárabragga fremst á myndinni er Fiskiðjan. Ámynd 2. er fremst til hægri þakið á Þinghól síðan er Gimli(Búr) þar á milli sést að Eiðum, þar bakvið Batavía síðan Dvergasteinn og Merkisteinn. Ég ætla nefna hús sem ég kannast við,Borg hagi, Hvoll Blátindur,Fagurlist, Reykholt. Mynd 3. er tekin í Kokkhúslág, húsin frá vinstri eru Grafarholt, Borgarhóll,Steinholt og hús sem faðir Svenna á Kalmannstjörn bjó í, bak við Borgarhól sér í gömlu Rafstöðina. Ekki meira í bili kveðja Sigþór Ingvarsson

Eftirfarandi athugasemd kom frá Helga Þór Gunnarsyni: Sæll Sigmar, það hús sem Sigþór veit eða man ekki nafnið á hét Byggðarholt, en amma og afi bjuggu þar er gaus.

Þetta kom frá vini mínum Heiðari Kristinssyni Ísafirði:

Húsin í Bænum 

Bærinn er skrítinn. Hann er fullur af húsum.

Hús meðfram öllum götum í röðum liggja.

Aldraðir byggja en ungir menn kaupa lóðir

og ætla sér líklega að byggja.

 

Og samt sem áður er alltaf verið að deyja.

Og undarlegt, að það hendir jafnvel snauða og ríka.

Menn kváðu jafnvel deyja frá hálfbyggðum húsum.

Og hinir ? þeir deyja víst líka.

 

Já mönnum finnst það skrýtið, sem þeir ekki skilja.

Hver skilur öll þessi hús, sem í röðum liggja ?

Hver skilur lífið og allar þess óbyggðu lóðir ?

Og af hverju er verið að byggja ?

 

Tómas Guðmundsson

 

Kveðja Heiðar Kristinsson

 

 


Áhöfnin á gamla Herjófli sem sigldi til Svíþjóðar

Áhöfn Gamla Herjólfs

 Myndin er tekin rétt áður en Herjólfi var siglt úr höfn í Vestmannaeyjum, mikill fjóldi manna var á bryggjunni að kveðja skipið.

Þann 4. júni 1993 kvaddi Gamli Herjólfur Eyjarnar  þar sem hann hafði verið seldur til Svíþjóðar.

Áhöfn í ferðinni til Svíþjóðar eru hér á myndinni. Tfv: Gísli Eiriksson og sonur hans Jónatan Gíslason, Grímur Gíslason, Sævaldur Elíasson, Peter Kellson, Jan Erik, Lárus Gunnólfsson, Guðríður Bjarnadóttir, Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Gústaf Guðmundsson, ónefndur Svíi.


Heimaklettur og Vinnslustöðin

Heimaklettur og Vinnslustöðin

Falleg sumarmynd af Vestmannaeyjabæ. Heiðar Egilsson

Falleg mynd Vestmannaeyjabæ

Sagan um BLEIKU SLAUFUNA

Slaufan til vinstri er seld á 1.000 krónur og sú til hægri á 5.900 krónur.<br><em></em>

 Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini og er sala  Bleiku slaufunar einn liður í fjármögnun til styrktar Þessu mikilvæga starfi Krabbameinsfélagsins.

SAGAN UM BLEIKU SLAUFUNA

Sagan um bleiku slaufuna.
Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið.
Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta.
Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna.
Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. “ þetta!”
Það var eins og við manninn mælt – vinirnir ráku upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. “ Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!”
Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: “ Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni. “
“ Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini!”
“ Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hrjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur og einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu.”
“Jamm, “ umlaði hinn. “ Ég skil.”
“Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni, “ hélt maðurinn áfram.
“Og er hún í fínu  formi líka!” spurði ungi maðurinn.
“ Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð.”
“Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka!”
“Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að ekkert væri að óttast.”
Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. “Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta.”
“En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta!”

Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.
Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. Sendu þetta til allra sem þú vilt vekja til vitundar um brjóstakrabbamein.

Látum þessa sögu fara sem víðast, og hvetjum alla til að styrkja Krabbameinsfélagið í því mikilvæga starfi sem þar er unnið.

Kær kveðja SÞS



Skansinn og Miðhús

Skans og Midhus

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skansinn og stöplarnir þrír sem tóku á móti raflínum úr Heimakletti. Þarna sést að fyrir gos var ekki stíngandi strá í sandinum sem hlóðst upp undir löngu. Nú er sandurinn svo til uppgróinn. Til hægri eru Urðirnar sem  oft var leikvöllur eyjapeyja hér áður fyr.

Kær kveðja SÞS


Gömul mynd af Heimaey austurbæ

CCI20032009_00002

 

Helgafell og Urðirnar.

Þetta er falleg mynd af austurhluta Heimaeyjar fyrir eldgosið 1973.

 

kær kveðja SÞS


Bílar hafnarvarða í Reykjavikurhöfn

IMG_0417

 

Bílar hafnarvarða í Reykjavíkurhöfn / Faxaflóahafnir eru vel búnir öryggisbúnaði og til fyrirmyndar .

Þarna má sjá hvernig hafnarbílar eru búnir björgunarbúnaði til að ná mönnum úr sjó með bæði bjarghring og Björgvinsbelti.

Auk þessa er lögbundin björgunarbúnaður á öllum bryggjum.

 

 

 IMG_2295

Hér sami björgunarbúnaður, bjarghringur og Björgvinsbelti  á færanlegum steyptum stöplum sem hægt er að setja hvar sem er við bryggjur t.d. þegar farþegaskip eða skip sem eru til sýnis í Reykjavík, þá hef ég séð þennan búnað settan á bryggjuna nálægt þessum skipunum.


Þeir unnu við niðursetningu vélar Helga Helgasonar VE

Þeir settu niður vél í Helga Helgason

 

Þeir unnu við niðursetningu vélar í Helga Helgason VE 343. Fremri röð tfv; Ingólfur Matthíasson, Bjarni Jónsson, Börgesen, Jón Þórðarson. Aftari röð; Þorgils Bjarnason, Vémundur Jónsson, Brynjólfur Einarsson og Óskar Sigurhansson.

 Eftirfarandi upplýsingar eru frá Tryggva Sigurðssyni:

Sæll Simmi, June Munktell vélin  í Helga Helgasyni var 500 hestafla glóðarhaus og sögð stærðsta glóðarhausvél sem framleidd var í heiminum og vóg hún yfir 20 tonn,og ekki voru til skotbómu lyftarar á þessum árum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband