7.10.2015 | 13:50
Vilhjálmur var menntamálaráðherra 1975
Til menntamálaráðherra.
Valdaferill verði þinn
vorri þjóð til nytja,
en veislur þínar, Villi minn,
vill ég ekki sitja.
Andrés í Síðumúla jánúar 1975.
þegar Vilhjálmur Hjálmarsson var ráðhetta var hann ekki með áfengi í ráðherraveislum, að því tilefni er líklega þessi vísa komin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2015 | 20:31
Það er stundum farið afturábak í Öryggismálum sjómanna.
Stundum förum við afturábak í öryggismálum sjómanna, eins og dæmin sanna um reglugeraðfargnið með staðsetningu losunar og sjósetningarbúnað ( skotgálga)Með þessum breytingum er notagildi þessara tækja stórlega skert:
Reglugerð nr. 351 frá 25. júní 1982. Reglur um staðsetningu , losunar og sjósetningarbúnaðar gúmmíbjörgunarbáta fyrir þilfarskip, og búnað til að komast í gúmmíbjörgunarbáta.
2. gr 2.4: Gúmmíbjörgunarbátar þurfa að vera þannig staðsettir og fyrirkomið, að þeir komist með öryggi út fyrir borðstokk og í sjóinn, þótt skip hallist 60° í gagnstætt borð við sjósetningu bátsins. Sérstaklega skal hugað að því , að gúmmíbátur geti ekki lent inn undir neðri þilför skips, í stað þess að komast í sjóinn. 2.5: Leggist skip á þá hlið sem gúmmíbjörgunarbátur er staðsettur, skal hann fljóta upp, þegar fjarstýrð læsing hefur verið opnuð.
Úr reglugerð nr. 80 frá 1. febrúar 1988.
Reglur um breytingar á reglum um öryggisbúnað íslenskra skipa nr. 325/1985, sbr. breytingu nr. 171/1987. 8.2: Á skipum 15 m og lengri skal losunarbúnaðurinn skv. ákvæðum 8.1 jafnframt tryggja að gúmmíbjörgunarbáturinn fari út fyrir borðstokk, þó búnaðurinn sé ísbrynjaður og á kafi í sjó, hvernig sem skipið snýr. Sjósetningarbúnaður samkvæmt þessum reglum telst lunningarbúnaður, hliðarbúnaður og svo frv.
Úr reglugerð nr. 122/2004 nýjasta reglugerðin. 34. regla Sjálfvirkur losunar- og sjósetningarbúnað, og í þessari nýujustu reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 mmetar eða lengri að mestu lengd fer þetta afturábak svo um munar, en þar stendur m.a.:
Losunar- og sjósetningar¬búnaður svo og fylgihlutir hans skulu settir upp í samræmi við viðurkenningu búnað¬arins og skal tekið tillit til ferilmælinga í prófunum. Losunar- og sjósetningar¬búnaður skal staðsettur þannig að hann sé vel aðgengilegur til notkunar, eftirlits og viðhalds. Ekkert sem snýr að uppsetningu eða staðsetningu búnaðarins skal hindra þá virkni búnaðarins að hann geti sjósett björgunarfleka þó skipið hafi allt að 10° stafnhalla á hvorn veginn og allt að 20° slagsíðu til hvorrar hliðar. Ennfremur skal vera hægt að sjósetja björgunarflekann með handafli. Búnaðurinn skal vera þannig staðsettur og uppsettur að ekki skapist slysahætta af honum eða notkun hans. Bún¬aður sem þannig er gerður, að armar falla yfir gangveg og sambærilegur búnaður, skal þannig fyrir komið að lágmarkshæð frá gangvegi upp í arminn í lokastöðu skal vera minnst 2,2 metrar. Við staðsetningu skal þess gætt að nægjanlegt svæði til athafna, a.m.k 0,35 m, sé fyrir framan og aftan björgunarflekann til þess að hægt sé að sjósetja hann með handafli. Á hylkjum flekanna skal vera límmiði með upplýs¬ingum um frágang tengingar fangalínunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)