Nanna VE 300

Nanna VE 300

 

 Myndin er af Nönnu VE 300 sem siglir þarna inn til Vestmannaeyja með íslenska fánann, en hann var dreginn upp við hún við nokkur tækifæri eins og á sumardaginn fyrsta og á Sjómannadaginn.

Óskar Matthíasson og fleiri áttu þennann bát áður en Óskar keypti  Leó VE 294.

Á seinni myndinni eru þeir hálfbræður  Óskar Matt og Gísli Sigmarsson skipstjórar við flakið af þessum sama bát, en það er staðsett við Álverið í Sraumsvík

 

 

 Óskar, Gíli og mb Nanna


Sigurður Georgsson skipstjóri, Sveinn og Björn Matthíassynir

Sigurður Georgson 99Svenni og Bjössi

Sigurður Georgsson skipstjóri, ég veit ekki nafnið á þeim litla, bræðurnir  Sveinn og Björn Matthíassynir, Myndirnar teknar á Sómannadegi fyrir nokkrum árum.


Heimaklettur og Smáeyjar í vetrarbúning

Heimaklettur í vetrarb.Kvölsmynd Smáeyjar

 Einstaklega fallegar vetrarmyndir af Heimakletti og Smáeyjum, þetta eru flottar myndir .

Myndirnar tók Egill Egilsson

 


Við dúfubyrgið sem byggt við Illugagötu 2

Matti, Sjáni  og Sigurjón við Dúfubirgið

 Á myndinni eru t.fv; Matthías, Kristján Valur og Sigurjón Óskarssynir

Matthías Óskarsson hafði forgöngu í þá gömlu góðu daga  að byggja dúfubyrgi þarna við Illugagötuna en mig minnir að við höfum allir frændurnir verið með í þessu dúfuhaldi. Þarna voru margar dúfurtegundir geymdar, má þar nefna svokallaða toppara, ísara og dvergdúfu sem fáir peyjar áttu á þessum tíma, allar þessar dúfur höfðu nafn sem ég man ekki lengur, nema dvergdúfan hét Mikki. Þessir ágætu frændur mínir voru sendir í sveit á sumrin og þá kom í minn hlut að hugsa um dúfurnar á meðan. 


Þeir voru heiðraðir á sjómannadaginn 1999

Heiðraðir 1999Tfv: Gísli Grímsson, Jóhann Björgvinsson, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Pétur Ármansson, Sigmund Jóhannsson, Friðrik Vigfússon og Guðmundur Guðlaugsson


Það sem eftir er af þessu fræga skipi Skaftfellingi VE 33

Skaftfellingur á förum

 Skaftfellingur VE 33 var smíaður í Danmörku 1916.

Skaftfellingur VE þjónaði Skaftfellingum og Vestmannaeyingum um fjögurra áratuga skeið. Fátítt mun, ef ekki einsdæmi, að nokkurt skip á síðustu öld hafi jafn lengi gengt hlutverki farþega- og flutningarskips sem Skaftfellingur, en hann hélt uppi samgöngum frá Reykjavík um Vestmannaeyjar austur í Skaftafellssýlur á árunum 1918 - 1939 og eftir það á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur fram til ársins 1959. Auk þess var Skaftfellingur í fiskflutningum á milli Vestmannaeyja og Fleetwood í Bretlandi öll stríðsárin, og háði þá marga hildi við Ægi konung. Mesta frægðarverk áhafnar skipsins var björgun þýskra kafbátsmanna í ágúst 1942. Þá komst Skaftfellingur einnig undan þýskum kafbáti sem talinn var hafa skotið að skipinu nokkrum vikum eftir björgun áhafnar kafbátsins. Arnþór og Sigtryggur Helgasynir gáfu út  lítið rit er þeir nefna; Saga Skaftfellings VE 33 Ágrip þar er saga hans rakin í máli og myndum, eiga þeir bræður heiður skilið fyrir þetta verk.

 Myndina tók Halldór Guðbjörnsson.

Sigþór Ingvarsson sendi mér eftirfarandi athugasemd og takk fyrir það Sigþór.:

Heill og sæll, báturinn var fluttur til Vikur fyrir tilstuðlan Sigrúnar Jónsdóttur listakonu,en hún bar miklar taugar til bátsins. Stjáni á Flötunum sá um að koma bátnum til Víkur, hann er nú hýstur í gömlu pakkhúsi í þorpinu. Til gamans má geta þess að Skaftfellingur er stærsta skip sem farið hefur innfyrir Búrfell! Kveðja Sigþór


Fallegur bátur Blátindur VE 21

 Flottur bátur Blátindur VE

 Blátindur VE 21 var smíðaður í Vestmannaeyjum 1947 hann er smíðaður úr eik og 45 brl.

 Nokkrir áhugamenn í Vestmannaeyjum sem vilja varðveita gömul skip og báta hafa reynt að varðveita þennann fallega bát.

 Á seinni mynd er Tryggvi Sigurðsson vélstjóri, likansmiður og mikill áhugamaður um skip og Árni Johnsen alþingismaður.

 

  Tryggvi um borð í Blátind VEMyndirnar tók Halldór Guðjörnssoon


Myndir frá Breiðabliki 1960 eða um það bil

Tómstundaheimilið Gísli MárTómstundaheimilið Hjörtur

 Þessr myndir eru frá 1960 eða þar um bil og eru teknar á  Breiðabliki í VM þar sem Tomstundaráð Vestmannaeyja kenndi unglingum ýmsilegt skemmtilegt eins og framköllun og stækkun á ljósmyndum, sjóvinnunámskeið, leiklist og margt fleira. Þessar myndir hér að ofan eru af Gísla Már Gílasyni en sá á seinni myndinni heitir Hjörtur Sveinbjörnsson.

Tómstundaheimilið stra´kar í leikTómstundaheimilið stra´kar í leik 2

 Hér sýnist mér vera Óli, Elli Bjössi og Kristinn keppa um hver er fljótari að borða eplið. Seinni mynd; Ekki alveg viss um hver þessi til vinstri er,  en síðan kemur Magnús sem kenndi sjóvinnu og  Kristinn.

Tómstundaheimilið hópur

 

Þessa mynd af sjóvinnunámskeiðispeyjum hef ég áður sett hér á síðuna mína.

 

Kær kveðja SÞS


Myndir úr albúmi

oskar_og Þóra

Simmi og ingibergur

 

 

 

 Þóra Sigurjónsdóttir og Óskar Matthíasson um borð í Leó VE 400. Myndin tekin í ágúst 1964 þegar nokrar konur  skipsmanna  sigldu með okkur á Leó VE til Grimsby.

Seinni myndin tfv: Sigmar Þröstur Óskarsson, Ingibergur Óskarsson, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, og Björg Sigurjónsdóttir.


Nokkrar fallegar myndir frá Eyjum

Egill ÁramótEgill Heimaklettur og hafnargarður

 Egill Egilsson sendi mér þessar fallegu myndir frá Eyjum, með leyfi til að setja þær hér á bloggið mitt, þakka ég honum kærlega fyrir þessa sendingu.

Egill Skansinn að kvöldiEgill Kvöldljós


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband