22.10.2009 | 21:06
Faxasker og viðhald vita
Á myndinni er Faxasker séð austan frá og seinni myndin er af þeim mönnum sem vinna við þetta starf. Tfv; Ingvar Engilbertsson brottfluttur vestmannaeyingur eldklár stjórnandi slöngubáts, þó þarna sé slettur sjór er það mikill vandi að taka land og fara frá landi við sker og dranga í ólgusjó og komast heill út úr því, en Ingvar er snillingur á þessari tuðru það þekkir undiritaður af eigin raun. Sigurjón Eiríksson rafvirki og Guðmundur Bernódusson rafvirki þeir eru báðir sérfræðingar í vitum og búnaði þeirra og hafa mikla reynslu af þessari vinnu við oft mjög erfiðar aðstæður.
Eitt af verkefnum Siglingastofnunar íslands er að þjónusta vita allt í kringum landið. Um daginn bloggaði ég um það þegar menn Siglingastofnuar voru að þjónusta Þrídrangavita. Þessar myndir sýna aftur á móti menn Siglingastofnunar fara í Faxasker til að huga að rafbúnaði vitans á Faxaskeri. Hér er Ingvar á leið í skýlið, vitinn og skylið og menn við vinnu.
Þó þarna sé sérstaklega gott veður þá er það ekki alltaf þannig þegar verið er að gera við eða þjónsta vita landsins.
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Er yngvar ekki frá Hólshúsi fynst ég kannast við hann
Helgi Sigurlásson (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 22:57
Heill og sæll Helgi, jú Ingvar er frá Hólshúsi hann var nágranni okkar Lautarpeyja.
Kær kveðja ú Kópavogi
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.10.2009 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.