Stakstæði og gömul hús Tangans í Vestmannaeyjum

 Þessar gömlu myndir eru teknar á milli þar sem nú stendur Kiwanishúsið og  Völundarhúsið sem er Rafveita Vestmannaeyja í dag. Þetta er sem sagt svæðið neðan við Strandveg. . Mörg af þessum húsum standa enn uppi og eru í notkun. Þessar myndir lánaði mér Ólafur Á Sigurðsson.

Afrit (3) af Ólafur Á 2 Afrit af Ólafur Á Stakkstæði séð Austur

 1. mynd: Horft í vestur, húsin sem standa til hægri á myndinni standa enn og eru í fullri notkun, mér er sagt Gísli Magnússon útgerðarmaður hafi byggt þau. Þá má sjá veiðarfærahúið sem Emil Andersen skipstjóri og útgerðarmaður á júlíu VE átti. Þar fyrir aftan má sjá fiskimjölsverksmiðuna. Stóra íbúðarhúsið sem stendur hæra megin á myndinni er líklega við Flatir og gæti verið Goðaland. Sunnar og nær eru Bræðsluskúrar þar sem má sjá lýsistunnur fyrir utan.  Á miðju stakstæði eru brautarteinar og vagn sem notaður var til að keyra saltfiskinum út á stakstæðið og í stæður aftur.

2. mynd: Horft til austur, húsin sem þarna sjást eru t.f.v. Hraðfrististöð Vestmannaeyja, Tangahúsið  þar var saltfisksvinnsla á jarðhæð en verbúðir uppi, Tanginn með flagg og Valhöll lengst til Hægri. Þarna má sjá margar konur við vinnu á stakstðæðinu, en þær unnu mikið við þá vinnu á þessum tíma.

Ólafur Á 1 Afrit (3) af Ólafur Á 3

Mynd 3.  Horft til austurs svipað sjónarhorn og á mynd 2 nema myndin tekin aðeins fjær.

Mynd 4. Þarna er verið að byggja Tangahúsin upp þar sem Kaffi Kró er í dag, mér sýnist að einn af bátunum sem þarna sjást sé Skaftfellingur. Þarna er líka 3 mastra skúta. Einnig langar mig að benda á húsin sem eru þarna undir Löngu en þau hafa líklega verið notuð þegar verið var að byggja hafnargarðin út frá Löngu.

Mér þætti mjög vænt um það ef einhverjir sem koma hér inn á síðuna hafa upplýsingar sem mætti skrifa við þessar myndir, að setja þær hér í athugasemdir. Ég veit að margir sem eru fróðir um þessa gömlu góðu daga hafa verið að skoða þær gömlu myndir sem ég hef sett hér inn, en ekki gert athugasemdir þó þeir gætu frætt okkur meira um þessa tíma.

Kær kveðja SÞS

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Simmi þetta eru æðislegar myndir hjá þér ég var að vinna við þetta á þessu stakkstæði mættum kl 7,30 og ég man ekki eftir að við værum kölluð út vegna rigningu var bara alltaf sól í gamla daga ? Hverer 'Olafur 'A Sigurðson   Kveðja frá eyjum Helgi Lása

Helgi Lása (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Kveðja frá Valda.

þorvaldur Hermannsson, 2.11.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Gaman að skoða þessar myndir :)

 endilega bættu við eins mörgum og þú getur og hefur tíma til, mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig eyjarnar voru í gamla daga :)

Árni Sigurður Pétursson, 4.11.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband