Áhöfnin á Bylgju VE 75 fékk viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðru fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Afhendingin fór fram á Sjómannadaginn en skipstjóri Bylgju VE, Óskar Matthíasson, tók við viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar. Viðurkenningin er veitt árlega og er farandbikar sem er afhentur til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár, ásamt veggskildi til eignar.
5.6.2012 | 22:32
Bylgja VE - 75 fékk viðurkenningu
Bylgja VE -75 fékk viðurkenningu frá Slysavarnafélagi Landsbjargar
Óskar Matthíasson, skipstjóri Bylgju VE 75, ásamt fjölskyldu sinni í fremri röð. Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri SL og Hörður Már Harðarson formaður SL auk áhafnar Sæbjargar, skólaskips Slysavarnaskóla sjómanna í aftari röðinni.
Áhöfnin á Bylgju VE hlaut viðurkenninguna einnig árið 2007 og er henni óskað farsældar með þennan góða árangur.
Þetta er frábært að áhöfn Bylgju VE 75 skuli fá þessa viðurkenningu, ég veit að þar vilja menn hafa öryggismálin í góðu lagi þess vegna eiga þeir þetta örugglega skilið. Til hamingju Óskari Matt og áhöfn með þessa viðurkenningu.
---
Mynd: Óskar Matthíasson skipstjóri í brúarglugga Bylgju VE
---
Kær kveðja SÞS
Athugasemdir
Sæll meistari Sigmar.
Já stráknum kippir í kynið og hann er flottur í brúnni,en það sem mér líkar best við hann er að það er virkilega gott að vera um borð hjá honum,enginn æsingur eða læti en verkin látin tala.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 6.6.2012 kl. 23:36
Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið. Já Óskari er vel í ætt skotið, góður peyi og gaman að heyra það frá þér Laugi að gott sé að vera um borð hjá honum sem skipstjóra. Það kemur mér reyndar ekki á óvart miðað við þau samskipti sem ég hef haft við hann hvað varðar skipaskoðun á Bylgju. Ég held líka að Óskar sé með góða menn með sér á Bylgju, enda fylgir það oft góðum skipstjórum að hafa góðan mannskap í kringum sig.
Kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 7.6.2012 kl. 21:58
kvóta leijandi fær viðurkenningu fyrir ekki neitt.rær hált ár og leigir rest
gummi (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.