Þeir unnu í Fesinu 1973

Hafliði og Gunnar Halldórsson

 

 Þeir unnu í fesinu gosárið 1973 tfv; Haflið Albertsson og Gunnar Halldórsson

og á seinni myndinni eru þeir Hafliði Albertsson og Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði.

 

 

 

 

 

 Hafliði og Sigurður Sigurðsson

 


Stýrimannaskóli Vestmannaeyja 1943

Stýrimannaskóli Vestmannaeyja 1943

Stýrimannaskóli Vestmannaeyja 1943 nemendur og kennarar. 

Efsta röð tfv: Sigurður Jóelsson,

 Magnús Jónsson kennari, Jón Bjarnason kennari, Þorlákur Guðmundsson kennari, Friðþjófur Johnsen kennari, Emil Magnússon kennari, Ólafur Halldórsson kennari, Sigurður Guðmundsson.

Önnur röð tfv: Einar Sigurjónsson, Sigurður Ólafsson, Sigurjón Ólafsson, Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Þórðarson, Edvin Jóelsson.

Þriðja röð tfv: Sigfús Sveinsson, Sigurður Guðmundsson, Elías Sveinsson, Páll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Karl Guðmundsson, Sigurður Stefánsson, Guðmundur Hákonarson.

Fjórða röð tfv; Guðmundur Hákonarson, Magnús Grímsson, Hilmar Bjarnason, Ragnar Helgason, Emil Pálsson, Sveinbjörn Hjartarsson, Friðrik  Friðriksson.

 

Kær kveðja SÞS

 


Vélamannaskóli Vestmannaeyja 1930

Vjelamannaskóli Vestmannaeyja 1930

 Myndin er af nemendum og líklega kennurum í Vélamannaskóla Vestmannaeyja 1930. Sævaldur Elíasson frá Varmadal lánaði mér myndina.

Efsta röð tfv; Guðni J. Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Magnús Jakopsson, Sigurður Sigurjónsson, Ólafur Jónsson, Júlíus Snorrason, Friðjón Jóhannsson.

Önnur röð tfv; Ottó Magnússon, Guðjón Jónsson, Sigurður Finnbogason, Katrín Gunnarsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Jónsson.

3 röð tfv; Ólafur Jónsson, Guðmundur Kristjánsson, Óskar Illugason, Sigurður Einarsson, Guðjón Guðmundsson, Marinó Jónsson, Elías Sveinsson, Ögmundur Friðriksson.

4 röð tfv; Ingibergur Friðriksson, Jón Jóhannsson, Jón Ágústsson, Jón Kr. Ágústsson, Páll Þórðarsson, Óskar Guðmundsson, Indriði Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson.

Klikka þarf tvisvar  eða þrisvar á myndina til að stækka hana.

kær kveðja SÞS


Stórkostlegar björgunarsveitir á Langjökli

Enn og aftur fá björgunarsveitirnar veðskuldað hrós fyrir að bjarga lífi konu og 11 ára syni hennar á Langjökli. Ég held að fáir venjulegir menn geri sér grein fyrir hverssu mikið afrek þetta er, og hve mikið björgunarsveitarmenn leggja á sig þegar þeir fara í svona björgunarleiðangur, hvenær sem kallið kemur. Það er staðreynd að oft eru þessar ferðir björgunnarmanna mjög hættulegar fyrir þá sjálfa þó þeir tali ekki mikið um það, en sem betur fer eru fá slys hjá þessu fólki þó svo hafi ekki alltaf verið  gegnum árin.

Við íslendingar getum verið svo óendanlega stolltir af þessum Björgunarsveitum að hálfa væri nóg, ég óska þeim hér með til hamingju með þessa frábæru björgun á Langjökli.

 


mbl.is Var búin að missa vonina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selkópur heimsækir smáeyjuna Hana árið1967

Selurinn og Siggi

 

 Þegar þeir Sigurður Sigurðsson og Gunnar Hinriksson voru ásamt fleirunm að byggja kofann í Hana sem er ein af Smáeyjum vestan við Heimaey árið 1967 tóku þeir eftir að lítill selkópur var kominn á flánna þar sem gengið er upp í eynna. Hann virtist vera vansæll því hann vældi eins og lítill krakki þarna á flánni. Þar sem þeir sáu ekki fullorðna selinn, töldu þeir að hann hafi orðið viðskila við móður sína. Þeir tóku því kópinn upp í kofa og létu hann sofa þar á svampdíu sem þeir höfðu í kofanum og gáfu honum að drekka mjólk sem þeir bjuggu til úr mjólkurdufti, einnig gáfu þeir honum síli sem þeir náðu frá lundanum. Gisti hann hjá þeim í nokkurn tíma en Þeim gekk síðan illa að losna við hann þegar þeir þurftu sjálfir að yfirgefa Hana.

 

 

Selurinn og Gunnar

 

 

Á myndunum eru Sigurður og Gunnar með kópin.

 

 

 

 

 

 

Selurinn 2


Myndir frá fyrstu klukkutímum Vestmannaeyjagossins 1973

SS á  fyrstu dögum GosinsSS á  fyrstu dögum Gosins 1

 Myndirnar eru frá fyrstu klukkutímum gossins 1973 og á fyrstu myndinni eru Sigurður  Sigurðsson og að ég held Bogi bróðir hans, en Sigurður á þessar myndir sem ég hef verið að setja hér á bloggið mitt. Því miður þekki ég ekki þessi hús á mynd 3.

SS á  fyrstu dögum Gosins 2


Þyrla Landhelgisgæslunar í lágflugi kringum Turnin í dag.

IMG_4440IMG_4442

IMG_4445

 

Þessr myndir tók ég í dag af þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún flaug aftur og aftur lágflug kringum Turninn í Kópavogi. Maður sér ekki oft þetta frábæra björgunartæki svona rétt við svalirnar heima hjá sér.

 Ekki veit ég hvað þarna stóð til en það var tignarlegt að horfa á þyrluna  og hlusta á kraftmikið hljóð frá aflmiklum hreyflum hennar.

Kær kveðja SÞS


Fyrsta loðnan kemur til Eyja 1973

 Mynd 1. Fyrsti farmurinn af loðnu kemur á land í Vestmannaeyjum eftir gosið 1973.

Mynd 2. T.f.v. Tryggvi Marteinsson, Runólfur Gíslason og Magnús Magnússon þáverandi bæjarstjóri var viðstaddur þegar fyrsta loðnan kom á land.

Mynd 3. T f.v; Þeir fylgdust vel með þeir Össur Kristinsson þáverandi forstöðumaður Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Vestmannaeyjam, Bogi Sigurðsson verksmiðjustjóri og Stefán Helgason.

Myndirnar tók vinur minn Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði í VM

Siggi Fyrsta loðnan til EyjaSiggi S

Siggi Sig


Myndir frá gosinu 1973

SS skólavegur 1SS skólavegur 2

 

SS skólavegur 3

 

Myndirnar eru teknar á Skólaveginum árið 1973, þarna er verið að hreinsa bæinn og búið að gera göturnar greiðfærar en á eftir að hreinsa lóðirnar. Þarna sést vel hvað öskulagið var þykkt á Skólaveginum.

Sigurður Sigurðsson frá Stakkagerði tók þessar myndir og leyfði mér að setja þær hér á bloggið mitt.

Kær kveðja SÞS


Ein gömul mynd af myndarlegum strákum

Pétur , Lúðvík og Bjarki

 

Myndin er tekin við Miðstræti sem reyndar var á þessum tíma kallaður Vesturvegur að mig minnir. 

T.f.v; Pétur, Lúðvík og Bjarki.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband