Olíuportið og Vinnslustöðin hf.

Horft að ólíuportinu 1

Gamlir eyjamenn kannast örugglega við þetta sjónarhorn. Myndin er tekinn frá stað þar sem vörubílarnir voru smúlaðir og þvegnir eftir löndun eða önnur verkefni. Slorið og drullan fóru bara í höfnina, þannig að það var nóg að éta fyrir sjófuglana eins og sést á myndinni ("Lengi tekur sjórinn við" var vinsælt orðatiltæki á þessum tíma

Á myndinni sést það sem kallað var olíuportið, Vinnslustöðin og var húsið sem er nær ekki kallað Krókur ? Báturinn lengst til hæri er að mig minnir Emma ve. Þetta svæði var fyllt upp og þar er nú planið fyrir aftan Herjólf og Herjólfsafgreiðslan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þarna er Bergur Huginn útgerðin með aðstöðu í gamla Herjólfshúsinu.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.2.2018 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband