Of fáir í áhöfn Herjólfs

Fyrir nokkrum árum var mikið rætt um hve margir menn ættu að vera í áhöfn Herjólfs, þá voru Samskip með rekstur skipsins.Samskipsmenn vildu fækka í áhöfn og var það mikið rætt í gömlu Siglingastofnun. Meirihluti þeirra manna sem þá voru fengnir til að gefa umsagnir voru á móti fækkun einmitt vegna þess að það þótti rýra öryggi skips og farþega ef þyrfti að rýma skipið.Það var samt samþykkt af mönnunarnefnd Siglingastofnunar að fækka í áhöfn.Mig minnir að þegar Eimskip tók svo við rekstrinum hafi þeir viljað fullmanna skipið. Samkvæmt þessari frétt Fréttablaðsins gekk illa að rýma skipið með núverandi áhöfn og 149 manns um borð í skipinu. 

Herjólfur má taka 400 farþega, hvernig hefði gengið að rýma skipið ef skipið hefði verið með þessa 400 farþega um borð og eithvað alvarlegra en bara reykur hefði komið fyrir skipið. Vonandi verður þetta óhapp til þess að mönnun Herjólfs verði endurskoðuð með tilliti til þess að áhöfn skipsins verði tilbúin að taka á þeim óhöppum eða slysum sem upp koma. En vonandi fylgir skipinu gæfa eins og á liðnum árum. 

 

eiginh382


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi.

Ef ég man rétt, þá var meðal annars rætt um sem rök varðandi fækkun áhafnarmeðlima á Herjólfi að hægt væri að reiða sig á "sjálfhjálp" frá farþegum skipsins. Jafn gáfulegt og það nú er. Þá þótti nú ekki ástæða til að hlusta á áhafnarmeðlimi sem voru annarar skoðunar en þeir sem studdu þessa fækkun. Ég var alltaf þeirrar skoðunar að áhöfnin ætti að stjórna öllum björgunar tækjum og tólum og vera fullfær um að rýma skipið, eins fljótt og auðið er.

Kveðja til ykkar Kollu héðan úr Eyjum.

Valli (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 13:39

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Takk fyrir þessa athugasemd Valli gamli skipsfélagi. Ég man svo vel eftir því þegar þetta var til umræðu í Siglingastofnun. þá vorum við í það minsta 6 menn sem vorum spurðir og látnir gefa umsagnir um hvort við teldum rétt að fækka í áhöfn. Við vorum fjórir þar af 3 reyndir sjómenn sem töldum það ekki rétt vegna þess að það rýrði öryggi skips og farþega. Tveir fræðingar vildu fækkun og Siglingastofnun samþykkti fækkunina eftir málamyndabjörgunaræfingu með 20 til 30 mans ef ég man rétt. 

Sömu leiðis kær kveðja frá Hafnarfirði

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 17.10.2017 kl. 14:48

3 identicon

Það er neflilega það.

Það á ekki að hlusta á þessa fræðinga að sunnan. Betra að hlusta á þá sem reynsluna hafa.

Valli (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 16:28

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, er það ekki rétt hjá mér að Herjólfur á að bera 530 manns við fulla áhöfn, ég man ekki hvort það var 14 eða 15 manns í áhöfn? 

Þetta er ein afleiðingin af því að reka þjóðvegin okkar sem gróðafyrirtæki, sem mér finnst ekki rétt!

Það verður að gangast í það mál að fá sjóleiðina viðurkennda sem þjóðveg!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 18.10.2017 kl. 04:49

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Var það ekki með sérstökum aukamannskap á Þjóðhátíð sem hann mátti vera með 530 farþega. Annars tók ég þessar tölur 400 farþega upp úr blaðinu FRÉTTUM frá 25 nóvember 2015 þar sem verið var að bera saman núverandi Herjólf og þann sem nú er í smíðum. Það hefur alla tíð verið reynt að fækka í áhöfn Herjólfs, þetta var líka reynt á gamla Herjólfi eins og þú kannski manst Helgi Þór. 

Kær kveðja til þín og þinna 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.10.2017 kl. 13:16

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, jú eðlilega vilja rekstraaðilar minnka launakostnað, en það má ekki vera ä kostnað slysavarna. Mér finnst þättur siglingastofnunar(samgöngustofa) furðulegur í sammgöngum við Eyjar!

Kær kveðja frá Eyjum

Helgi Þór Gunnarsson, 19.10.2017 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband