Þyrlur og vel þjálfaðar áhafnir þeirra eru ómissandi öryggistæki

PUMA TF-LÍFHöfum í huga: Landhelgisgæslan á mjög stóran þátt í að bjarga sjómönnum frá alvarlegum slysum og dauða enda hefur hún haft á að skipa frábærum sjómönnum, flugmönnum og flugliðum. Þyrlusveit Lhg. hefur unnið ótrúleg björgunarafrek og hefur hróður þyrluáhafna aukist til muna eftir að Lhg. fékk stærri og kraftmeiri þyrlur eins TF-LÍF en hún kom til landsins 1995.

Í samantekt hjá flugdeild Lhg. kemur fram að frá árunum 1999 til 2008 eða í 10 ár hafa þyrlurnar bjargað 203 sjómönnum úr sjó eða frá skipum og er þá meðtaldir þeir sem sóttir hafa verið veikir eða slasaðir um borð í skip á hafi úti.

Þyrlusveitir Lhg. hafa því bjargað að meðaltali rúmumlega 23 mönnum á ári síðustu 10 árin. Í sömu vikunni, 5. til 10. mars 1997, bjargaði þyrlan TF LÍF hvorki meira né minna en 39 sjómönnum af þremur skipum. Flutningaskipið Víkartindur strandaði við Þjórsárósa 5 mars 1997 en þar bjargaði þyrlan 19 mönnum af skipinu við erfiðar aðstæður og lélegt skyggni. Skömmu áður hafði varðskipið Ægir gert tvær árangurslausar tilraunir til að koma dráttartaug í skipið þar sem það lá vélarvana fyrir akkerum tvo kílómetra frá landi. Varðskipið varð fyrir broti í seinni tilrauninni með þeim afleiðingum að einn skipverji af Ægi fór fyrir borð og drukknaði.

Flutningaskipið Dísarfelli fórst 9. mars 1997 er það var statt 100 sjómílur suðaustur af Hornafirði í kolvitlausu veðri og 8 til 10 metra ölduhæð. Þar bjargaði þyrlan 10 sjómönnum en tveir menn fórust.

Þann 10 mars 1997 bjargaði þyrlan 10 manna áhöfn netabátsins Þorsteins GK þegar skipið rak vélarvana að landi undir Krýsuvíkurbergi þar sem það síðan strandaði upp í klettunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband