Nauðsynlegt að mótmæla

Stjórn VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna mótmælir harðlega öllum hugmyndum ríkisstjórnarinnar og Alþingis um aðför í formi skattlagningar á almenna lífeyrissjóðakerfið. 

Það er nauðsynlegt að mótmæla þessum hugmyndum ríkistjórnarinnar og vonandi fylgja Guðmundur Ragnarsson og félagar þessum mótmælum kröftuglega eftir, og auðvitað ættu öll stéttarfélög í landinu að mótmæla þannig að tekið væri eftir því. Það er með ólíkindum að láta sér detta í hug að skattleggja lifeyrir sem fólkið hefur verið að leggja fyrir til elliárana.
 


mbl.is Aðför að réttindum félagsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Lífeyrissjóðir greiða nú þegar tryggingargjald af tryggingargjaldsstofni launa sinna.   Fjársýsluskattur upp á 5,45% reiknast af sömu fjárhæð.    Ég hef ekki áhyggjur af þeim skatti á launakostnað lífeyrissjóðanna, hins vegar ofbýður mér launakostnaðurinn ásamt launatengdum gjöldum og þar með sköttum á launakostnaðinn (tryggingargjaldið) sem lífeyrisssjóðirnir eru að greiða í algjörri óþökk okkar sem eru að ávinna okkur lífeyrisréttindi.

Á árinu 2011 nam skatturinn ofan á launin 8,65% en árið 2012 að öllu óbreyttu erum við að tala um 13,24% (7,79+5,45).   Ég sé ekki annað en sjóðirnir þoli þetta auðveldlega, en að þeir ættu að sjá sóma sinn í að lækka launakostnað sjóðanna það mikið að heildarlaunakostnaður að meðtöldum nýja fjársýsluskattinum verði ekki hærri en að hámarki það sem hann var árið 2011 og í raun ættu þeir að gera mikið betur í því að lækka þau ofur - sjálftöku - laun sem viðgangast hjá sjóðunum.

Aftur á móti er í breytingatillögu efnahags - og viðskiptanefndar galli sem án efa verður lagfærðu í meðförum þingsins þar sem gleymist að undanskilja lífeyrissjóði frá 6% sérstökum fjársýsluskatti á hagnað yfir milljarð.   Þarna er í raun um að ræða aukaþrep í tekjuskatti og lífeyrissjóðir eru undanþegnir tekjuskatti, en ef gallinn verður ekki lagfærður þá lendir þessi skattur á sjóðunum líka og það er aftur á móti allt annað dæmi og myndi skerða lífeyrisréttindi verulega.

Að setja sig upp á móti fjársýsluskattinum almenna (5,45) er ekkert annað en væl og lífeyrissjóðirnir ættu að líta í eigin barm og bregðast við.

Jón Óskarsson, 15.12.2011 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband