Enn sanna þyrlurnar og áhafnir þeirra gildi sitt

„Þetta var með því erfiðara, sem ég hef lent í, kannski það erfiðasta,“ sagði Viggó Sigurðsson, sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Viggó seig eftir skipverja á litháíska flutningaskipinu Skalva sem statt var um 115 sjómílur SV af Reykjanestá í fyrradag.

En koma þessar stóru og öflugu þyrlur ásamt þrautþjálfuðum áhöfnum þeirra til bjargar sjómönnum í neyð. Það væri fróðlegt að vita hve mörgum mannslífum þessar björgunarsveitir hafa bjargað á undanförnum 20 árum. Í þessu tilfelli hefur þetta verið með erfiðari tilfellum eftir því sem björgunarmenn segja, kolvitlaust veður og mikill veltingur á skipinu. Annars segja myndirnar meira en mörg orð um það hve mikið björgunarafrek þetta er.

Við meigum vera stollt af því að eiga þessar frábæru björgunasveitir og  öflugar þyrlur.

 


mbl.is „Skipið elti mig upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Erfið skilyrði.

Atvinnumenn í hverju sæti, eins og hann segir.

ThoR-E, 15.1.2011 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband