Það eru allir íslendingar verðmætir

Þetta er furðulegt mat  Guðmundar Gunnarsonar á fólkinu í landinu, og formaður BHM hefur lýst sömu skoðun á íslenskum almenningi. Ég er ekki að gera lítið úr menntun en það er einnig mikilvægt að verkleg kunnatta sé metin að verðleikum í þessu landi. Mér er spurn, eru lögfræðingar og viðskiptafræðingar sem áttu stórann þátt í að koma landinu okkar á hausinn eitthvað verðmætara fólk en t.d. sjómenn eða verkafólk ? Ég mótmæali svona hugsunarhætti, það eru allir íslendingar jafnverðmætir og nauðsynlegir þó þeir séu á mismunandi launum.


mbl.is Verðmætasta fólkið að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Sigmar Þór, jafnan !

Rétt; og skilvíslega orðað, hjá þér. Þarna; hljóp Guðmundur Gunnarsson, illilega á sig, í ályktunum sínum.

Ætli fólkið í framleiðslunni; gegni ekki veigameiru hlutverki í samfélaginu, en margir hinna skriftlærðu vilja við kannast, að nokkru ?

Með beztu kveðjum; sem fyrr og áður, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 16:49

2 identicon

Ætli nafni hafi ekki átt við þá sem borga mest til samfélagsins í formi skatta og gjalda. Óþarfi að vera með svona hártoganir nema ríkur vilji standi til. Þekki fólk sem sagði upp vinnu og flutti til Noregs þar sem það treysti sér ekki til að ala upp börn á Íslandi.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 16:58

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Óskar  Helgi og takk fyrir innlitið, þetta er því miður tíðarandin í dag að gera lítið úr þeim sem minna eru menntaðir á bókina, en hampa hinum sem hafa lengri skólagöngu. Ég er sammála þér að þarna hefur Guðmundur hlaupið á sig eða réttara sagt þara kemur í ljós hvernig þessir menn meta samborgara sína eftir mentun og launum.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.11.2010 kl. 17:05

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Guðmundur Ingi, ég veit fyrir víst að þeir sem minna eru mentaðir borga ekki minna til samfélagsins en þeir sem meiri mentun hafa , enda oftast með miklu lengri vinnutíma að baki. 'Eg er ekki með neinar hártoganir, ég meina hvert orð sem ég segi í þessum fáu línum.

Auðvitað er hægt að finna fólk úr öllum stéttum sem flutt hafa af landi brott, en er það ekki furðulegt að þetta "verðmætasta fólk" sem hefur mestu launin sé að yfirgefa Ísland, af því að það treystir sér ekki til að ala upp börn á íslandi?

Kæri Guðmundur Ingi, það eru allt of fáir í þessu landi sem eru tilbúnir að verja þá sem minnst hafa, þess vegna er óréttlætið og launamismunur orðinn svo mikill á íslandi sem raun ber vitni. Hugsunarháttur Guðmundar Gunnarsonar segir líka mikið til um hvernig forustumenn stéttarfélaga hugsa um hinn almenna borgara sem minna hefur úr að spila.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 27.11.2010 kl. 17:20

5 identicon

Heill og sæll vinur. 

Þú hefur tekið eitthvað skakkan pól í hæðina þegar þú varst að skrifa þetta. Ungt vel menntað fólk er það verðmætasta sem við eigum.  Vel menntað fólk þarf hinsvegar alls ekki að vera með háskólamenntun þó að auðvitað skaði hún ekki.  Hverskonar starfsmenntun og starfsþjálfun er líka verðmæt og allt fólk er okkur verðmætt hvort sem það hefur atvinnu eða er atvinnulaust sem stendu, sjúklingar, gamalt fólk og lasburða þar með talið.  Það er eðlilegt að formaður BHM tali um sitt fólk sem er jú háskólamenntað eðli málsins samkvæmt. GG talar hinsvegar ekki um háskólafólk heldur fólk almennt.  Því miður held ég að þessir aðilar hafi rétt fyrir sér og að fólksflutningar frá landinu eigi eftir að aukast mikið ef fram fer sem horfir. Ungt fólk lætur einfaldlega ekki bjóða sér þau lífskjör og það misrétti sem íslenskt stjórnkerfi virðist ætla að festa í sessi. Astandið og gjörðirnar eru ekki hótinu betri nú en það hefur verið undanfarin ár og einkavinavæðingin blómstrar sem aldrei fyrr.  Í mbl. í gær er svo frétt um að stofnunin umboðsmaður skuldara sé búinn af fá þak yfir höfuðið á leigu þó. Leigusalinn er fasteignafélagið Reitir sem er í eigu Arion banka, húsnæðið er ein hæðin í gamla Morgunblaðshúsinu leiguverðið 1.580 kr pr m2 og mánaðarleigan 2,419.000.00  Er nema von að maður nuddi augun einu sinni eða tvisvar við svona lestur og kanni hvort maður sé í raun vakandi.  Læt þetta duga að sinni.                                                                                                                         Með góðri kveðju   Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:24

6 identicon

Og hvert er þetta fólk að flytjast til....hvar eru hinar grænu grundir?

itg (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 17:41

7 identicon

Verðmætasta fólkið er fólkið sem er að skapa arð fyrir fyrirtæki sín. Oftast er það menntað fólk. Amk er það fólk sem "fake"ar að vera öryrkjar ekki mjög verðmætt eða fólkið sem vísvitandi nýtir sér allar glufur í kerfinu til að sjúga út úr kerfinu.

nonni (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 18:02

8 identicon

Æ, það er fínt að einhver segi einhvern tímann eitthvað gott um fólk sem hefur eytt drjúgum hluta ævi sinnar í að ná sér í masters- og doktorspróf. Á Íslandi er það nefnilega þannig í mörgum starfsgreinum að fólki er algjörlega sama um alla þessa menntun og ræður frekar einhverja jóla af götunni sem ekki hafa neina menntun í viðkomandi starf. Á mörgum stöðum erlendis er menntun virkilega metin að verðleikum og gert ráð fyrir að maður með t.d. 4 ára sérmenntun kunni miklu meira en sá sem hefur hana ekki. Það kann ég að meta og þess vegna er ég að flytja burt.

Jónas (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:09

9 identicon

er ekki verið að hugsa um hvað við höfum eytt í að mennta fólk, t.d. höfum við borið mikinn kostnað af því að mennta upp lækni, hann getur síðan flutt erlendis og þá njótum við hans ekki!

Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:24

10 identicon

Ætli hann eigi nú bara ekki við það fólk sem er hvað líklegast til að geta borgað einhverja skatta svo skútan okkar haldist á floti?

JS (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 22:18

11 Smámynd: Linda

Það verðmætasta sem við eigum er lífið! Hluti af því að skilja það verðmæti er að vera jákvæður, slíkt er erfitt á tímum sem þessum, því er það enn mikilvægara að við berjumst gegn neikvæðni í öllu sínu formi.  Svo lítum á björtu hliðarnar, hverjar eru þær, ég get ekki sagt ykkur það, þið verið að finna þær hjá ykkur, en hjá mér, er það lífið,norðurljósin,hundurinn minn, foreldrar mínir og fjölskilda.  Þetta er bara það sem ég hugsaði í þessum skrifuðu orðum, að líta á björtu hliðarnar er síbreytilegt, alltaf eitthvað nýtt, til að gleðjast yfir. Áhyggjur gagnast engum og þær gefa okkur ekki einn auka dag í þessu lífi.

Það er fólk að klára nám í dag, sumir fara út, aðrir verða eftir, flestir koma heim aftur, í milli tíðinni getum við, hvort sem við erum menntuð, ómenntuð, hálaunuð eða lálaunuð gert okkar besta til að halda eldinum logandi af krafti í hjörtum okkar og landi,  Íslendingar eru jafnir, sjálfstæðir og umfram allt þrautseigir.

Linda, 27.11.2010 kl. 22:48

12 Smámynd: predikari

Þetta "allir eru æði og verðmætir og ég vill bara knúsa alla og aldrei segja neitt sem gæti móðgað einhverja" attitude er heimskulegt.

Eins og með hverja aðra vöru er auðgert að reikna verðmæti, þó svo verðmæti sé algerlega huglægt þá er, fjárhagslega, mjög rökrétt að segja að það starfsfólk sem hefur menntun sem er í mikilli eftirspurn en engu að síður minna framboð á en fólk af öðrum menntastigum sé verðmætara en annað starfsfólk.

Þetta er bara spurning um framboð og eftirspurn og það er algerlega óþarfi að detta í einhvað hörundsára pissukeppni í einhverri yfirborðskenndri mannúðar væli.

Það eina sem hann er að segja er a það starfsfólk, sem vantar hvað mest, er að flýja land.

predikari, 27.11.2010 kl. 23:06

13 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigmar.

Þessi ummæli Guðmundar eru óheppileg á þann veg að flokka fólk sem verðmætt og ekki verðmætt, en að sjálfsögðu er hver manneskja verðmæt burtséð frá menntun hvers konar.

góð kveðja.

Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2010 kl. 00:54

14 identicon

Það er heil eilífð síðan að ég blammeraði svona svakalega. Látum vaða!

  A er einstaklingur með 350.000 krónur á mánuði
  B er einstaklingur með 650.000 krónur á mánuði og sérmenntun

  A og B hafa sömu fjölskyldu-, persónu-, heilsufars- og hvaða aðrar aðstæður sem detta má í hug aðrar en ofangreindar.

 Beinharðar spurningar í anda Þýskalands árið 1939:
Hvort þeirra er með hærri laun?
Hvort þeirra greiðir meiri upphæð í skatt til ríkisins af mánaðarlaunum sínum?
Hvort þeirra hefur meiri ráðstöfunartekjur?
Hvort þeirra greiðir meiri upphæð í skatt til ríkisins af ráðstöfunartekjum sínum mánaðarlega, ef þau nota hlutfallslega jafn mikið í neyslu?

 Rifrildisvekjandi spurningar í anda Íslands frá því internetári 1996+:
Hvort þeirra þykir líklegra til að aðhyllast launajöfnuð?
Hvort þeirra þykir líklegra til að geta fundið sér starf erlendis?
Hvort þeirra þykir líklegra til að flytjast út fyrir X% meiri mánaðarlaun á tímum verðbólgu og veikrar krónu?

 Og svo gott í kroppinn í lokin:
Af hvoru þeirra missir hið opinbera af meiri skatttekjum við að flytjast af landi brott?
Hvort þeirra er verðmætara fyrir íslenska hagkerfið til lengri tíma litið?

JS (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:32

15 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Heiðar og takk fyrir innlitið og föðurlegar ábendingar um að ég taki skakkan pól í hæðina, þetta er þekkt svar við gagrýni.  Ég tók það sérstaklega fram í þessum fáu línum sem ég skrifaði um þessa frétt að ég væri ekki að gera lítið úr menntun, það mun ég aldrei gera. Ég var einungis að benda á það að það eru allir verðmætir og slæmt að missa hvern og einn einstakling úr landi.

Kær kveðja

  

Heil og sæl Guðrún María takk fyrir innlitið.

Það er rétt sem þú segir:  Það ekki réttlátt að flokka fólk svona eins og Guðmundur gerir og það var þess vegna sem ég gerði þessa stuttu athugasemd við þessa frétt.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.11.2010 kl. 12:03

16 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég tek undir orð Sigmars,verkþekking og kunnátta af hinu ýmsasta tagi er verulega vanmetin og að mínu mati sett verulega niður í smanburði við meiri menntun og lengri skólasetu,það eitt að hafa góða menntun er lítils virði ef ekki fylgir verkunnátta til að fylgja henni eftir.

Skipstjóri í brú er hluti af áhöfn skips og sem slíkur einn af heild,hámenntaður skurðlæknir er á sama hátt hluti af þeim hóp sem kemur að skurðaðgerð,verkfræðingur á sama hátt hluti af hópnum sem verkið þarf til að af framkvæmd geti orðið,ef einn vantar í þessa hópa hefur það veruleg áhrif á störf annara í hópnum.

Sérfræðiþekking er lítils virði ef ekki er hæfni til að koma henni í verk,Svo verðmæti hverrar manneskju á ekki að meta eftir skólasetu einstaklings og tel ég eiginlega að verðmæti fólks megi meta út frá viðhorfi björgunarsveita,björgun mannlífs er no eitt og aðrir þættir aukaatriði.

Það hefur eins og Sigmar segir,verið vaxandi tilhneiging forystumanna í stéttarfélögum að meta verðmæti út frá menntun ekki manneskjum og því fer ver.

Í hruninu í Færeyjum á sínum tíma kom upp sama staða fjöldi fólks flutti úr landi undan kreppunni og svo merkilegt sem það kann að virðast komu flestir menntamennirnir til baka,en verkamennirnir ekki og í uppganginum þar seinni árin hefur verið skortur á þeim og mikil verkkunnátta glatast þess vegna.

Við ættum kanske að taka upp mat austur-þjóðverja á árum áður,ef hringt var eftir sjúkrabíl fyrir sjúkling sem var eldri en 65 ára,þá kom hjúkka á reiðhjóli og því miður er þetta ekki brandari.

Svo við ættum að tileinka okkur það mat að allir Íslendingar séu jafn vermætir og hætta að kyssa á rassin á þeim sem telja sig æðri en aðra eða betri,sama hvar í mannfélagstiganum ´þeir standa.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 29.11.2010 kl. 12:05

17 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi og takk fyrir innlitið og frábært innlegg í þessa umræðu. Það er í raun ekki hægt að gera þessu betri skil en þú gerir Laugi í þessari athugasemd þinni. Það eru því miður alltof fáir sem eru meðvitaðir um að verkþekking er jafn nauðsynleg og bókvitið. Það var skelvilegt slys að við skulum hafa t.d. hætt að smíða skip. Nú er sú þekkig að fjara út, ekki til menn sem kunna að viðhalda tréskipum og mjög fáir sem geta gert við stálskip. Þar höfum við fengið góða hjálp frá mörgum pólverjum sem vinna við þetta hér á landi við skipaviðgerðir.

 Það kom mér á óvart þegar ég setti þessa litlu athugasemd inn hvað margir gerðu hér athugasemdir, að mér fannst út í hött.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.11.2010 kl. 22:33

18 identicon

Sæll vinur.  Þú þarft ekki að vera hissa á því að þessi pistill vekti nokkur skoðanaskipti.  Nú segir þú í lokin að verkþekking sé jafn nauðsynleg og bókvitið.  Eg segi í minni athugasemd að Hverskonar starfsmenntun og starfsþjálfun sé líka verðmæt er þetta ekki sami hluturinn.

Með góðri kveðju                                                                                                        Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband