Mín uppáhalds jólasaga


Lítil falleg jólasaga sem verðugt er að hugsa um í okkar penigahyggju þjóðfélagi

Lítil hjartnæm saga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi minn. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.
En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?
Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér.
Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.
Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

Því miður veit ég ekki hver er höfundur .

Hátíðarkveðjakveðja
Sigmar Þór


Gleðileg jól kæru bloggvinir

Kæru bloggvinir og þeir sem heimsækja síðuna mína, Guð gefi ykkur gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Hátíðarkveðja 

jólin 2012 030


Bloggfærslur 20. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband