Við þökkum þér Ási í Bæ

Jú við þökkum þér, Ási í Bæ

Hann réri á kænum, á kolgrænum sænum.
Keipaði færum að fiskinum vænum.
Stundum var lítið, en oftar mjög mikið.
Hver var hann þessi sem studdist við prikið ?
Jú, það var hann Ási,
það var hann Ási,
það var hann Ási í Bæ.

En hver annars var hann, og hvort mun hann lifa ?
Kann einhver að spyrja, ég segi og skrifa.
Á meðan að sæfarar sigla enn strikið
munu þeir þekkj‘ann sem studdist við prikið.
Því, það var hann Ási,
það var hann Ási,
það var hann Ási í Bæ.

Og þeir sem að skemmta sér, syngja og tralla,
sækja í söngva og ljóð svona ,,kalla“
En þeir munu varla skilja hve mikið,
erfitt oft reyndist að styðjast við prikið.
Við þökkum þér Ási,
þökkum þér Ási,
þökkum þér Ási í Bæ.

Kveðja frá Páli Sigurðarsyni


Bloggfærslur 16. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband