Færsluflokkur: Bloggar

Gömul af Vestmannaeyjahöfn

Séð yfir höfnina Tryggvi  Þarna eru margir bátar í höfn


Á leið út úr Vestmannaeyjahöfn

Vestmannaeyjahöfn báta á útleið 4  Ein gömul frá Eyjum


Vigdís Finnbogadóttir á Nausthamarsbryggu í Vestmannaeyjum

Vigdís, Svanur og Tommi


Stöðugleiki fiskiskipa varðar öryggismál sjómanna

Guðrún Guðleifs ÍS, ísing  1Stöðugleiki fiskiskipa varðar öryggismál sjómanna Eitt af því sem fækkað hefur skipssköðum og þar með dauðaslysum á sjómönnum er mikið átak sem Siglingamálastofnun ríkisins og síðar Siglingastofnun Íslands gerðu í að mæla stöðugleika fiskiskipa, og í framhaldi af því var gerð krafa um lagfæringu á þeim skipum sem ekki stóðust stöðugleikakröfur. Undanfari þess var eftirfarandi: “Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árin 1971 – 1986 höfðu farist á hafi 53 bátar og með þeim 100 menn, þrjár trillur og með þeim 3 menn og 6 flutningaskip og með þeim 11 menn. Samtals 113 menn á 15 árum. Af þessum 53 bátum sem farist höfðu á þessum árum var vitað að: 29 bátar höfðu farið á hliðina og/eða hvolft. 2 bátar hvolfdu vegna festu á veiðarfærum í botni. 13 bátar fórust og orsakir ókunnar nema veður var vont. 6 bátar fengu óstöðvandi leka og sukku. 3 bátar sukku eftir árekstur. Við nánari skoðun kom í ljós að vitað var um 31 bát sem hafði farið á hliðina eða hvolft og hefur slíkt gerst bæði í góðu og sæmu veðri. Af þeim 13 bátum sem fórust án þess að orsakir séu kunnar má með nokkurri vissu telja að hluti þeirra hafi einnig farið á hliðina eða hvolft. Af framantöldu má draga þá ályktun að alvarlegt vandamál íslenskra fiskiskipa sé tengt stöðugleika þeirra og vanþekkingar skipstjórnarmanna á stöðugleika skipa,, Þetta stöðugleikaátak hófst 1992 með því að stöðugleikamæla öll minni þilfarsskip á vestfjörðum en þetta átak var gert eftir mörg slys árin áður þar sem skip voru að farast og orsök talin ónógur stöðugleiki. Eftir að vestfjarðar skipin höfðu verið stöðugleikamæld var næstu árin farið allt í kringum landið og þessi smærri þilfarskip hallaprófuð. Mikið af þessum minni skipum voru með mjög lélegan stöðugleika og voru því sem við köllum stundum manndrápsfleytur. Þetta stöðugleikaátak var með samþykki Alþingis styrkt af ríkissjóði, hafi alþingismenn þökk fyrir það. Eftir að öll smærri skipin höfðu verið hallamæld var hafist handa um að hallamæla stærri skipin og þó að nú sé búið að hallamæla öll skip fyrir nokkrum árum, má segja að þetta átak standi en yfir því í dag mega stöðugleikagögn ekki vera eldri en 10 ára og þau verður að endurnýja ef verulegar breytingar eru gerðar á skipunum á þessum tíu árum. Árangur af þessi stöðugleikaátaki var verulegur, alltof mörg skip höfðu ekki stöðugleika í lagi og þurfti að lagfæra þau og nokkur skip voru hreinlega úreld þar sem kostnaður við lagfæringu var of mikill til að það borgaði sig. Þá má benda á að átak var gert í að kynna og fræða sjómenn um stöðugleika skipa bæði í stýrimannaskólum og með útgáfu á sérriti Siglingastofnunar Ríkisins er nefnist: ,,Kynning á Stöðugleika fiskiskipa,, hann var gefinn út 1988 og endurprentaður 1991. Þá var í júní 2003 gefinn út af Siglingastofnun Íslands endur bætt sérrit er heitir Stöðuleiki fiskiskipa. Í símsvara 902-1000 og heimasíðu Siglingastofnunar www.sigling.is er hægt að fá upplýsingar um veður og sjólag frá vitum og ölduduflum við Ísland eins og það er á hverjum tíma. Einnig er á heimasíðunni ölduspá og spá um hættulegar öldur og veður næstkomandi daga, spá um áhlaðanda í höfnum og yfir miðin umhverfis landið. Þetta er mikið notað af sjómönnum og er stórt öryggisatriði. Ég er ekki í vafa um að þetta átak Siglingastofnunar ríkisins og síðar Siglingastofnun Íslands í stöðugleikamálum smærri og stærri skipa, og útgáfa fræðslurita og nákvæmra upplýsinga um veður og sjólag hafa átt stóran þátt í færri skipssköðum og þar með færri dauðaslysum á sjómönnum.  Kær kveðja Sigmar Þór Sveinbjörnson


Áttum skemmtileg og góð áramót á Vopnafirði

vopni 010

 

Því miður er ég ekki nogu klár að taka myndir á nýja símann minn, flestar myndirnar misheppnuðust. :-(

 

vopni 016

Myrra á vaktinni við Lónabraut.

Horft út um eldhúsgluggann.

vopni 019

 

 

 

 

 

 


Gamárskvöld í Eyjum

Heiðar gamlárskvöld 1

Illugagatan fyrir miðri mynd skreytt flugeldum á gamlárskvöld fyrir nokkrum árum. Myndirnar tók Heiðar Egilson hann hefur tekið margar flottar myndir af eyjunum á öllum árstímum.

 

Heiðar gamlárskvöld 3

 

Þau eru eftirminnileg áramótin sem við áttum þegar við bjuggum á Illugagötu 38. Þar voru ógleymanlegar stórkostlegar flugeldasýningar sem Bergvin Oddson skipstjóri og útgerðarmaður og Viktór Helgason  útgerðarmaður stóðu fyrir.

 

Heiðar gamlárskvöld 2

 

Gleðilegt nýtt ár 2015 :-)

 


Gamla sagan


Gamla Sagan eftir Jóhannes úr Kötlum kvæðið er að finna í ljóðasafni hans gott ljóð og fjallar um fálæti valdhafa heimsins gagnvart þeim sem minna mega sín og kristinni trú. Rakin sagan frá fjárhúsjötunni að krossfestingunni og þess vegna fram á okkar dag. Ljóðið sendi mér vinur minn Heiðar Kristinsson.:

I .
Furðulegt er fylgsnið,

-fjárhúsjata lág.

María í hljóðri helgi

horfir barn sitt á

--

Lítil augu ljóma,

lítið hjarta slær. –

Yfir hallir höfðingjanna

hrapar stjarna skær.

--

Ferðalúnir fátæklingar

fara alls á mis.-

Inni í höllum háum

heyrist glaumsins þys.

--

Ekki skilja herrar heims

hvítvoðungsins tár.-

Englar öðrum boða

allar furðuspár.

--

Inn í hallir háar

helgin ekki nær.-

En í hjörtum hirðingjanna

hljómar söngur skær.

--

Gyðingsdómsins gullni draumur

getur aldrei ræst. –

Guð í Jötu grætur,

-gisting hvergi fæst.

==========

II .
Færir margan farandsvein

fórnarkuflinn í

úti á eyðimörku

opinberun ný.

-

Gengur einn um borg og bæ,

bjartur mjög á svip.

Fiskimenn í flýti

færa í naust sín skip.

-

Fátæklegir fiskimenn

fylgja boði hans,

leggja af stað og leita,

-leita sannleikans.

-

Höfðingjarnir hreyknir skálma

um helgidómsins gólf. –

Úti er á ferli

einn með sína tólf.

-

Reiðubúinn, lítillátur,

lögin gefur ný

farandsveinninn fagri,

fæddur jötu í.

-

Nýja heima nemur

naktra hjartna þrá. –

Faríseans boð og bönn

blakta eins og strá.

-

Inn í hallir háar

hljómur enginn nær.

- en í hreysum öreiganna

ómar söngur skær

===========

III .
Hjúpar misturhula

Höfuðkúpustað.

Skrjáfar skrælnað laufið,

skelfur pálmablað.

-

Undarlegur uggur fer

yfir héruð víð.

- Sigur yfir sálir

syndafallsins tíð.

-

Fræðimenn og farísear

fremja sannleiksmorð.

Höfuðprestar háir

hæða lífsins orð

-

Æðir óður lýður,

æpir sturluð þjóð.

Röðull hverfur rökkrið í,

rauður – eins og blóð.

-

Konur nokkrar kveina,

- kveðja farandsvein.

Ekki skilja herrar heims

heimsins þyngstu mein.

-

Inn í hreysi öreiganna

ómar dauðans lag.

Guð á gömlum krossi

gistir enn í dag.

-

Með góðri kveðju

Heiðar Kristinsspn


Gleðileg Jól gott og farsælt komandi ár

tveir litlir englarKæru vinir mínir bloggfélagar og allir þeir fjölmörgu víðsvegar úr heiminum sem heimsótt hafa bloggið mitt á liðnu ári, ykkur sendi ég mínar bestu óskir um gleðileg jól gott og farsælt komandi ár og þökk fyrir innlit og oft góðar athugasemdir við bloggfærslur mínar á árinu 2014. Sérstaklega vil ég þakka þeim sem sent hafa og lánað mér myndir til að birta á blogginu mínu. Hafið það sem allrabest um jól og áramót. Hátíðarkveðjur

Sigmar Þór Sveinbjörnsson


Lítil hjartnæm jólasaga

Lítil hjartnæm jólasaga sem ég held mikið uppá

-

Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi‘‘. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður. En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?‘‘ Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.‘‘ Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér. Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið. Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum. Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf. Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum. Því miður veit ég ekki hver höfundur er.

- Sigmar Þór


Gott fiskirí á netaveiðum

Á netaveiðum


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband