Færsluflokkur: Bloggar
1.5.2015 | 15:35
Atvinnurekendur ekki í stjórn
Á undanförnum árum hefur oft verið rætt um það að atvinnurekendur ættu ekki að vera í stjórn Lífeyrisjóða. Þeir eiga ekki lífeyrissjóðina og til hvers eru þeir þar í stjórn ? Þetta er eitt af því sem verkalýðsforustan ætti að berjast fyrir, að koma fulltrúm atvinnurekanda úr stjórnum lífeyrissjóða. Við viljum ekki að þeir séu að skipta sér af lífeyrissjóðum landsmanna.
![]() |
Vill að lífeyrissjóðirnir skipti sér ekki af hlutafélögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2015 | 17:14
Fer öryggi sjómanna minkandi
Myndir teknar í gær á bryggjurúnt.
Á annari myndinni sést að það vantar arminn á öryggislokann við línuspilið, á mynd 1 er armurinn öfugur og hefur því ekkert að segja sem öryggi.
Þriðja myndin synir Gúmmíbjörgunarbát öfugan og næstum upp á rönd í losunar og sjósetningarbúnaði. Þetta er einkavæðingin á skipaskoðun, merkilegt að mennirnir á þessum skipum skuli ekki sjá þetta, búnir að fara í Slysavarnarskólann og eiga að vita hvernig þessi búnaður á að vera og virkar. þá eiga skipaskoðunarmennirir auðvitað að gera athugasemdir á svo nauðsynlegan öryggisbúnað sem hefur bjargað tugum sjómanna frá alvarlegum slysum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.4.2015 | 16:38
Minnig um mann Sigurð Bjarnason Skipstjóra
Minning um mann. Sigurður Bjarnason skipstjóri. Hann var fæddur í Hlaðbæ, Vestmannaeyjum þann 14. nóvember 1905 og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum. Ungur vandist hann ýmsum störfum við útgerð og búskap föður síns og 16 ára byrjaði hann sjómennsku hjá útgerð föður síns. Stýrimannaprófi lauk hann 1925 og á næstu vertíð 1926 byrjaði hann skipstjórn á mb. Hjálpara VE 232, sem var rúm 13 tonn að stærð. Árið 1927 kaupir Sigurður, ásamt þremur félögum sínum, glæsilegan og vandaðan bát, Rap VE 14 frá Noregi. Báturinn var 18,3 tonn að stærð með 29 hestafla Rapvél og fullkominni raflýsingu. Haustið 1928 fengu þeir félagar sér nýbyggðann bát frá Svíþjóð , Fylkir VE 14 báturinn var 42 tonn að stærð með 100 hestafla tveggja strokka Skandíavél. Um 1930 var Fylkir ein stærsti og glæsilegasti bátur Eyjaflotans. En vegna heimskreppunnar varð fiskur verðlaus og þeir félagar urðu að láta þennan bát frá sér. Næstu vertíðir er sigurður formaður á eftirtöldum bátum: Stakkárfossi VE 245, Gullfoss VE 184. Vertíðina 1935 var sigurður fiskikóngur Eyjanna; þá vertíð var hann formaður á Frigg VE 316 sem þá var nýr bátur, um 22 tonn að stærð. Eftir þessa vertíð gerðist Sigurður útgerðarmaður á ný og var það til dauðadags. Skipstjóri var hann í 43 ár eða til ársins 1969. Eftirtalda báta átti Sigurður Bjarnason á þessum árum: Björgvin VE sem var 35 tonn, Kára VE sem var 27 tonn, ( síðar Halkion), Kára II. VE 47, 65 tonna bát, Björn riddara VE 127, hann var 53 tonn, og Sigurð Gísla VE 127 sem hann átti með Jóhanni syni sínum. Á síldarárunum fyrir Norðurlandi var Sigurður umtalaður aflamaður og þá skipstjóri og nótabassi á sínum eigin bátum. Sumarið 1944 aflaði hann 15000 mál síldar á Kara VE 27 sem var einstætt mokfiskirí. Sigurður í Svanhól var skýrleiksmaður,
léttlindur og þrekmikill sem ætíð horfði bjartsýnn fram á veginn og lét ekki bugast þó gæfi á bátinn.
Ég er viss um að Sigurður Bjarnason hafi verið öðlingur og góðhjartaður maður sem fann til með þeim sem áttu í erfiðleikum og þeir voru örugglega margir á hans tíð. Ég segi þetta vegna þess að þegar ég var að vinna grein um ömmu mína Þórunni Sveinsdóttir frá Byggðarenda en hún missti mann sinn Matthías Gíslason skipstjóra á Ara VE sem fórst 24 janúar 1930 með allri áhöfn, þá kom nafn Sigurðar Bjarnasonar við sögu. Þarna varð hún einstæð móðir með fimm börn á framfæri sem var ekki auðvelt á þessum tíma, en það voru menn og örugglega konur sem komu til hjálpar. Í umræddri grein um ömmu mína skrifaði ég undirritaður eftir að hafa fengið upplýsingar um nokkra þá sem höfðu hjálpað henni í hennar miklu neyð:
"En það voru fleiri góðir menn sem réttu fjölskyldunni á Byggðarenda hjálparhönd. Sigurður Bjarnason í Svanhól var formaður á bát í Eyjum . Hann bauðst til að fara með línustubb fyrir Þórunni og fékk hún fiskinn sem á hann kom, og er haft eftir Óskari Matthíassyni að Sigurður hafi bæði skaffað línustubbinn og beituna, en Þórunn og elstu strákarnir hennar beittu. Ekki er vitað hvað þetta voru margir krókar, en stubbar voru oft 120 til 200 krókar. Eitt sinn tapaðist stubburinn en samt fékk Þórunn 8 fiska af stubbnum. Svona reyndist Sigurður Þórunni vel á erfiðum tímum".
Kona Sigurður Bjarnasonar var Þordís Guðjónsdóttir frá Kirkjubæ. Þau eignuðust fimm börn. Sigurður varð bráðkvaddur í Reykjavík 4. október 1970.
Blessuð sé minning hans.
Heimildir Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970 og 2006.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2015 | 22:32
Minning um mann. Ólafur G. Vestmann sjómaður.
Ólafur G. Vestmann var fæddur í Vestmannaeyjum 25. desember 1906 þar sem hann ólst upp í Háagarði til 12 ára aldurs. Ólafur flyst þá að Vallartúni undir Eyjafjöllum og er þar í 10 ár, en flyst þá aftur til Eyja og byrjar sjómennsku á mb. Happasæl , með Eyjólf í Laugadal.
Síðan ræðst Ólafur á mb. Ísleif VE 63 til Ársæls Sveinssonar á Fögrubrekku. Á Ísleifi VE er Ólafur meira en helming af sinni sjómannsævi, eða rúm 20 ár, með sjö formönnum, lengst með Andrési Einarsyni eða níu vertíðir. Þá var Ólafur lengi með Einari Runólfssyni fyrst á Ísleifi en síðar á MB. Hilmi VE. Hann var á sinni sjómannstíð ýmist háseti eða matsveinn bæði á bátum sem gerðir voru út frá Eyjum og einnig á Síldveiðum fyrir Norðurlandi.
Þá er gaman að geta þess hér að Ólafur var fyrsti maður sem varð áhorfandi að neðansjávar eldgosinu sem skapaði Surtsey. Var hann þá matsveinn á Ísleifi II. VE 36 og stóð baujuvaktina og andæfði við endabaujuna skammt frá þar sem neðansjáfargosið kom upp, og vildu því margir láta eyna heita Ólafsey, en aðrir Kokksey til minningar um þennan atburð.
Í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979 skrifaði Árni Guðmundsson frá Eiðum grein er hann nemdi : Þegar Surtsey reis úr sæ. Þar segir m.a. í kafla sem hann nefnir Sögulegur línuróður: " Að því er mig minnir um tvöleitið, aðfaranótt 14. nóvember var haldið í róður í NV kalda, skyldi nú reyna ný mið og var haldið einskipa vestur úr Smáeyjasundi og stefna sett vestur af Geirfuglaskeri. Er lokið var við að leggja kl. um hálf sex um morguninn, var safnast saman í lúkarnum og rent úr kaffikönnu og skipst á fréttum. Ekki var setið lengi, því séð var fram á stutta legu, en baujuvaktina annaðist Ólafur Vestmann, matsveinn.
Þegar ég kom upp á dekk eftir að hafa drukkið kaffið fann ég einkennilega lykt, er ég hugði vera af slagvatni frá austurdælu, en það hefur auðvitað verið brennisteinsfnykur, þó ég áttaði mig ekki á því þá. Ég hélt því áfram aftur í káetu , þar sem ég svaf og stakk mér aftur í kojuna".
Í fyrrnefndri grein lýsir Árni á Eiðum svo fyrstu tímum Surtseyjagossins eftir að Ólafur hafði séð gosstrókinn koma upp úr hafinu fyrstur manna, en ekki verður sú saga nánar sögð hér.
Ólafur Vestmann hætti sjómennsku haustið 1967. Á síðustu sjómannsárum sínum var hann heiðraður nokkra sjómannadaga sem elsti starfandi sjómaður Eyjaflotans. Ólafur vann alla ævi hörðum höndum . Hann var þrekmikill dugnaðarmaður, á meðan heilsa hans leyfði , en síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar. Ólafur varð bráðkvaddur að heimili sínu þann 15. apríl 1970 Hann var kvæntur Þorbjörgu Guðmundsdóttir .
SÞS
Heimildir : Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1970 Minningargrein Eyjólfur Gíslason og Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1979 grein Árni á Eiðum
Bloggar | Breytt 3.4.2015 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2015 | 12:27
Frábært framtak hjá Olis og OB
Þetta finnst mér frábært framtak hjá Olis og OB að styrkja björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar með 5 kr af hverjum seldum lítra í dag. Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.Þessir menn og konur sem gefa sig í þessi björgunarstörf eiga svo sannarlega skilið að þeirra verk séu metin.
Hrós og rós í hnappagatið fyrir þetta til Olis og OB.
![]() |
Dæli krónum inn á reikning Landsbjargar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2015 | 22:42
Nú eru komnar 700,000 flettingar
Loksins eru komnar 700,000 (sjöhundruð þúsund) flettingar á nafar bloggið mitt, en færri fara hér inn á bloggið þar sem flestir eru komnir á Fb. Þakka öllum sem hafa heimsótt bloggið mitt og sérstakar þakkir til þeirra sem hafa sett inn athugasemdir við myndir og skrif mín hér á blogginu. Kær kveðja til bloggvina :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2015 | 15:48
https://www.youtube.com/watch?v=B7lS7rfRwao
Flottar myndir frá Halldór B. Halldórsyni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2015 | 16:54
Heimaey falleg alltaf jafn falleg
Þetta er glæsileg mynd af Heimaey. Hún er nú bæði falleg svona alhvít og ekki er hún síður falleg í grænum sumarlitunum. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum o.s.f.
![]() |
Alhvít Heimaey |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.2.2015 | 17:33
Fékk Herjólfur bara ekki brotsjó á sig ?
Herjólfur fékk á sig þunga öldu
Innlent | mbl.is | 7.2.2015 | 13:14
Bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær. Á leið sinni til Þorlákshafnar í gærkvöldi fékk Herjólfur á sig þunga öldu með þeim afleiðingum að skipið hallaði skyndilega. Við hristinginn urðu skemmdir á nokkrum bifreiðum sem voru um borð í Herjólfi og er nú unnið að því að meta tjónið.
--
Þetta er svolítið óvanalega skrifuð frétt á mbl.is.
![]() |
Herjólfur fékk á sig þunga öldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.2.2015 | 15:02
Öryggismál hafna
Öryggismál og slysavarnir hafna.
Með slysavörnum hafna er átt við öryggisbúnað sem miðar að því að koma í veg fyrir slys, og nota má til bjargar þeim sem fyrir óhöppum verða við hafnir. Til öryggisbúnaðar hafna teljast stigar, bjarghringir, Björgvinsbelti, Markúsarnet, krókstjakar, lýsing á hafnarsvæðum, hlið og girðingar og ýmislegt fleira. Þá á að skoða löndunarkrana einu sinni á ári og er það Vinnueftirlitið sem það gerir. Í flestum höfnum held ég að öryggisbúnaður sé í nokkuð góðu lagi þó alltaf megi gera betur. Góðir stigar á bryggjum eru mikið öryggisatriði, þeir eiga samkvæmt reglum að vera með ljós til að lýsa upp stigann, og svo hann sjáist enn betur á hann að vera málaður innan með áberandi gulum lit. Á allflestum bryggjum landsinns eru stigar í lagi og á síðustu árum hefur markvist verið unnið að því að koma ljósum í stiga á eldri bryggjum, allar nýjar bryggjur eiga að vera byggðar með góða velupplýsta stiga og vel merkta. Það er þó ennþá nokkuð um að á gamlar bryggjur vanti eitthvað af stigum og ljós í þá. Minna má á að þessir stigar með ljósum hafa bjargað mönnum sem hafa fallið í hafnir í myrkri og slæmu skyggni.
Lýsing í höfnum er mikið öryggisatriði, vel upplýstar bryggjur minka líkur á því að slys verði við þær og góð lýsing á hafnarsvæði á að lýsa upp geymslustaði öryggisbúnaðar, þetta er eitt af þeim atriðum sem skoðað er við ástandsúttekt öryggisbúnaðar hafna, ásamt aðgengi að þeim öryggistækum sem til taks eru við höfnina. Því miður er stundum ekki hægt að komast að þeim björgunar og öryggisbúnaði sem er til staðar á bryggjunni eða við hana, vegna þess að hlaðið hefur verið fyrir björgunarbúnaðinn gámum, körum eða öðru óviðkomandi dóti. Það er því ekki nóg að merkja öryggisbúnað vel, hann verður að vera vel aðgengilegur og sjást vel frá sem flestum stöðum við hafnarsvæðið. Stundum er farið viljandi aftur á bak í öryggismálum eins og þegar svokallaðir bjölluskápar eða neyðarsímar voru felldir út úr reglum hafna með lélegum rökum. Þó eru hafnir sem hafa þrátt fyrir breyttar reglur haldið neyðarsímum í lagi
og eru með alla sína bjölluskápa í lagi þegar skoðun fer fram. Má þar nefna Reykjavíkurhöfn sem er til fyrirmyndar hvað varðar öryggismál hafna. Þó reglur gildi um öryggisbúnað hafna þá er það lágmarksbúnaður sem þar er átt við, ekkert mælir á móti því að hafnarstjórnir bæti við öryggisbúnaði ef þeir telji að það bæti öryggið við höfnina. Mig langar að minnast á eitt atriði sem nokkrar hafnir hafa tekið upp og er til fyrirmyndar. Þessar hafnir eru með björgunarvesti á bryggjunni í sérstökum kössum sem börn og unglingar geta gengið í þegar þeir eru á bryggjunni við veiðar eða aðra iðju sem börn og unglingar sækja í og við hafnir landsins. Að sögn bryggjuvarða sem ég hef rætt við er þetta þó nokkuð mikið notað og þessum öryggisbúnaði skilað á sama stað eftir notgunn. Þetta fyrirkomulag er til fyrirmyndar og ættu allar hafnir landsins að hafa aðgengileg björgunarvesti á ákveðnum stað fyrir þau börn og unglinga sem eiga erindi á bryggjurnar, það kennir börnum að meta og nota þennan sjálfsagða og einfalda öryggisbúnað. Margt fleira væri hægt að ræða um öryggi í höfnum t.d. staðsetningu og notagildi ýmissa björgunartækja. En mestu skiptir að gengið sé vel um þennan öryggisbúnað og að þeir sem erindi eiga um hafnir landsins kynni sér hvar og hvernig eigi að nota þann björgunarbúnað sem fyrir er við hafnirnar.
Eitt af verkefnum Samgöngustofu áður Siglingastofnunar Íslands er að hafa eftirlit með slysvörnum í höfnum og þar með sjá um að reglum um öryggi hafna sé framfylgt.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson.
Áhugamaður um öryggismál Sjómanna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)