Færsluflokkur: Bloggar
27.5.2015 | 21:06
Þarna hefur munað litlu að illa færi
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þórður Almar Björnsson, komst í
hann krappan þegar trillubátur
hans, Herkúles SH 147, sökk
skammt utan Hellissands í Breiðafirði
þann 19. maí. Björgunarbátur
sem var um borð opnaðist ekki og
var Þórður í sjónum án flotgalla í um
fimmtán mínútur áður en honum var
bjargað um borð í Ólaf Bjarnason
SH 137. âÉg var búinn að vera á
veiðum í brælu en svo kom blíða í
einn og hálfan til tvo tíma. Ég náði
að klára veiðiskammtinn en svo kom
bölvuð bræla þegar ég var á leið til
baka,â segir Þórður.
Komst ekki í flotgallann
Hann segir að mikill sjór hafi
gengið yfir bátinn og því fór hann
hægt, á um 4-5 sjómílna hraða, í átt
til hafnar. Hann setti dælur í gang til
þess að losa sjó úr bátnum. âSvo
rýkur hitamælirinn upp á vélinni hjá
mér og það er engu líkara en það sé
að sjóða á vélinni. Því drep ég á
henni og fer niður í vél en sé um leið
að það er ekkert að sjóða þar. Líklega
var mælirinn bilaður,â segir
Þórður. Um þetta leyti var vélarrýmið
orðið hálffullt af sjó og því
tók Þórður að dæla vatni með handvirkri
dælu. âSvo var kominn það
mikill sjór í bátinn að handpressan
gat ekki dregið loft og þá þurfti ég
að hætta að dæla. Ég fór þá í stýrishús,
fann flotgalla og reyndi að
koma mér í hann. En það eru svo
þröngir vettlingar á gallanum að ég
komst ekki í hann. Þá fékk ég fregnir
af því að Ólafur Bjarnason ætlaði
að sigla til mín. Ég fór úr gallanum
til að halda áfram að ausa úr bátnum
en sá fljótlega að báturinn var farinn
að hallast.â
âKippti og kippti í fangalínunaâ
âÞá vissi ég að ég væri að fara að
missa bátinn niður og hljóp inn í
stýrishús til að troða mér í gallann.
En um leið snerist báturinn upp á
rönd og stefnið var það eina sem
stóð upp úr. Ég var því kominn á kaf
inni í stýrishúsi og því var ekkert að
gera annað en að berjast út.â
Í framhaldinu náði hann að losa
björgunarbátinn. âÉg kippti og
kippti í fangalínuna en ekkert gerðist.
Báturinn opnaðist ekki,â segir
Þórður.
Hafið var erfitt viðureignar og
Þórður saup mikinn sjó. Hann
reyndi að spyrna fótum í kassann til
að toga og losa björgunarbátinn en
allt kom fyrir ekki. âÞví notaði ég
kassann og reyndi að hanga á honum
til þess að geta verið á floti,â segir
Þórður. âÉg reyndi að komast upp
á kassann en ég er þyngri en kassinn
og hann snérist bara þegar ég
reyndi,â segir Þórður. Hann segist
hafa barist um í sjónum í um fimmtán
mínútur áður en björg barst.
âÉg var alveg búinn á því. Auðvitað
var maður orðinn skelkaður, sérstaklega
þar sem maður vissi að það
var nokkuð langt í næsta bát. Ég
reyndi að vera rólegur og hugsa um
að halda mér á floti, maður ætti náttúrlega
tvö börn heima og fleira í
þeim dúr,â segir hann. Þegar þeir
tóku mig upp í Ólaf Bjarnason, þá
var ég orðinn svo máttlaus að ég gat
ekki staðið í fæturna og hrundi á
dekkið,â segir Þórður.
Hann segist vera afar þakklátur
âstrákunumâ á Ólafi Bjarnasyni.
âÞeir pökkuðu mér inn í teppi og
héldu mér vakandi,â segir Þórður.
Þegar í land var komið var hann
skoðaður af lækni áður en hann fór
heim til að hvíla sig. âÉg fékk mér að
borða, fór í bað og svaf meira og
minna í tvo daga,â segir Þórður.
Spurður segist Þórður ekki smeykur
við sjóinn eftir þessa lífsreynslu.
âHelst langar mig að komast á sjóinn
sem fyrst,â segir Þórður.
Björgunarbáturinn opnaðist ekki
Þórður Almar Björnsson var 15 mínútur í sjónum án flotgalla Reyndi að vera rólegur og hugsa
um börnin Báturinn skoðaður 7-10 dögum fyrir atvikið Hrundi á dekkið þegar hann kom um borð
Sjómaður Þórður Almar Björnsson.
Bátur Þórðar, Herkúles SH-147,
var um árs gamall að sögn hans.
Var hann skoðaður viku til tíu
dögum fyrir slysið. Skipverjar á
Ólafi Bjarnasyni náðu kassanum,
sem er utan um björgunarbátinn,
um borð. Var Þórði tjáð að
ekki hefði átt að vera gerlegt að
toga fangalínuna svo langt út án
þess að báturinn opnaðist.
âMaður veit ekki hvort gerð hafi
verið mistök þegar bátnum var
pakkað inn í skoðuninni, en það
lítur þannig út,â segir Þórður
Báturinn var
nýskoðaðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2015 | 21:00
Frábærir Ferðastikluþættir hjá Láru og Ómari
Þá má þakka fyrir það sem vel er gert, þess vegna ætla ég hér að þakka fyrir frábæran síðasta Ferðastikluþátt, hann var sérstaklega skemmtilegur og ekki síður fræðandi eins og reyndar allir þessir þættir sem Ómar og Lára hafa verið að gera og sýna undanfarið. Þetta er eitt besta efni sem Rúv Sjónvarp sýnir um þessar mundir. Þau eru frábær saman Ómar og Lára dóttir hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2015 | 21:34
Alltaf hættulegt að lenda í strandi
Fjórir skipverjar björguðust í land af strönduðum fiskibát, en eftir myndinni að dæma var þarna töluvert brim við ströndina, þannig að þeir hafa verið heppnir að komast klakklaust í land. Því miður eru miklar líkur á að báturinn fari illa þarna í grótinu.
Merkilegt að Rúv sjónvarp skuli ekki hafa verið með frétt um þetta slys í sjónvarpinu í kvöldfréttum. Skrítið fréttamat á þeirri fréttastofu.
![]() |
Vélarvana við Hópsnes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.5.2015 | 19:47
Grilltímabilið kemur með sumrinu.
Grilltímabilið á næsta leiti:
Allir að grilla. Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum
Því húsbóndinn sér um grillið..
Þannig gengur þetta fyrir sig:
Frúin verslar í matinn.
Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósuna.
Frúin undirbýr kjötið. Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grill áhöldum.
Bóndinn situr við grillið , með bjór í annari.
--
Lykilatriði:
Bóndinn setur kjötið á grillið.
Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
Frúin fer út og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
Bóndinn þakkar henni fyrir og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.
--
Annað lykilatriði:
Bóndinn tekur kjötið af grillinu og réttir frúnni.
Frúin leggur á borðið. Diskar, hnífapör, sósur, salat og annað meðlæti, raðar á borðið.
--
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.
Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn og hversu vel HONUM tókst matargerðin.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað ,,frídagurinn” og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til hæfis.
--
Gísli Elíasson Viðskiptastjóri N1
--
Ég fékk þetta einu sinni sent frá dóttur minni, þetta er örugglega samið af konu. Eða hvað finnst körlum um þetta, er þetta ekki bara áróður á okkur kallana ??: :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2015 | 16:39
Virðingarvert framtak
Þetta er virðingarvert framtak að gera þessa tilraun og gott að fá umræður um það hvernig á að bregðast við ef menn lenda í sjó eða vörnum með bíl sem fer á kaf. Það er athyglisvert að lesa bæði athugasemdir hjá Kristjáni Kristjánsyni og Omari Ragnarsyni. Ég get ekki séð að Kristján sé á móti bílbeltum, heldur er hann ekki sammála um að það eigi að bíða í bíl á hafsbotni meðan hann fyllist af sjó eða vatni. Hann færir rök fyrir því.
![]() |
Misstu bílinn í sjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 13:13
Líf við Reykjavíkurhöfn
Margir eru að gera klára farþega og skoðunarbátana fyrir sumarið, þar á meðal Áróru RE 82. Flottur bátur vel til hafður. Það sem vakti athygli mína var tvöfaldur neyðarstigi afan á bátnum sem var vel fyrir komið. Ekki margir farþegabátar af þessari gerð með svona stiga sem ætti að vera auðvelt að nota. Mikið líf við höfnina í morgun og margt að skoða :-)
Áróra RE 82
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2015 | 12:36
Heimaey VE 1 tekin í slipp í morgun
Þetta glæsilega skip Heimaey VE 1 var tekið í slipp í Reykjavík í morgun, liklega í fyrsta skipti, frá því það kom til landsins. Þar verður það botnhreinsað málað og skoðað.Þetta er eitt af nýjustu skipum Vestmannaeyja. Myndirnar tók ég á bryggjurúntinum í morgun :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2015 | 22:45
Flott göngugrind
Þetta er nú með flottari göngugrindum, og skemmtileg útfærsa á þessu nauðsynlega hjálpartæki. Það væri gaman að mæta einum á Hrafnistu með eina svona, vantar bara siglingaljósin þá væri þetta fullkomið. Gaman þegar menn fá góðar hugmyndir og láta þær verða að veruleika, þó það sé bara til gamans gert. :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2015 | 22:30
Gott að fá svona fréttir
Frétt af mbl.is Gæslan bjargar 328 flóttamönnum Innlent | mbl.is | 4.5.2015 | 21:00 Meðfylgjandi eru myndir frá Tý í dag. Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í dag og kvöld 328 flóttamönnum af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát.
--------------
Þetta eru ánæjulegar fréttir þar sem áhöfn varðskipsins Týr, eru að bjarga hundruðum flottamanna oft af lélegum og sökkvandi skipum eða öðrum ófullkomnum bátum.
![]() |
Gæslan bjargar 328 flóttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2015 | 12:14
Vel kveðið
Vel kveðið.
---
En lengi er svefnsins sigurgeir
sækinn mannsins veru,
enda furðu fáir þeir
sem fullvaknaðir eru.
Gretar Fells
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)