Færsluflokkur: Bloggar

Úr gömlu blaði

Til menntamálaráðherra.

--

Valdaferill verði þinn

vorri þjóð til nytja,

en veislur þínar, Villi minn

vil ég ekki sitja.


Skútan Georg Stage

skúta og leiði 009skúta og leiði 007

Þetta er flott skúta frá Danmörku bygð 1934 hún heitir Georg Stage.

skúta og leiði 015skúta og leiði 008

Alltaf gaman að skoða þessar skútur, á einni myndinni eru ýmsar upplýsingar um skipið.

skúta og leiði 019skúta og leiði 011

Þriggja mastra og glæsilegt skip.

skúta og leiði 023


Ingi Björn Albertson barðist fyrir björgunarþyrlum

Nú þegar umræða er í okkar ágæta þjóðfélagi um endurnýjun á björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar er ekki úr vegi að minnast á þann mann sem var einn af duglegustu mönnum á landinu við að berjast við að fá alvöru björgunarþyrlur til landsins. Þetta var Ingi Björn Albertsson fyrverandi alþingismaður m.m. Hann barðist fyrir þessu á Alþingi og með skrifum í blöðin. Það er mín skoðun að Ingi Björn hafi átt stóran þátt í að þyrlurnar voru keyptar eða leigðar eins og hluti þeirra er í dag.

Þessa grein skrifaði Ingi Björn Albertsson þá alþingismaður 24. október 1990. Eiga sjómenn í dag svona sterkan baráttumann á þingi, sem vill endurnýja þyrluflota Landhelgisgæslunar sem er því miður að verða gamall  ?????.    

 

Ingi björn  Albertsson


Þetta er til fyrirmyndar

Skemmtileg og jákvæð frétt.

Þetta er til fyrirmyndar hjá slökkvistöð brunavarna á Selfossi. Því eflaust hefur þetta óhapp reynt á þessa tvo ungu drengi. Þessir slökkviliðsmenn á Selfossi eiga skilið fallega RÓS í hnappagatið fyrir þetta framtak.:-)

 


mbl.is Drengirnir heimsóttu slökkviliðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leo VE 294

gamli_leo_lika 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Gamli LEO VE 294

dypkunarskip og batar ÓR


Þessir menn kunna vel til verka.

Þrídrangar ´4Þrídrangar 11

 

 

Það er ekki auðveld vinna sem vitakarlarnir vinna víðsvegar við ströndina þar sem þeir þjónusta vitana. Þeir kunna líka vel til verka, búnir að vera í þessu margir hverjir í tugi ára. Í mörgum tilfellum er um mjög hættulega vinnu að etja þegar verið er að taka land á svokölluðum tuðrum með ýmsan búnað sem þarf til að yfirfara vitana. Og mikill og erfiður burður er oft með tæki og tól upp að vitunum og upp í vitana, sem eru jú misháir. Hef alltaf litið upp til þessara manna. Svona greinar mættu vera fleiri í fjölmiðlum.  


mbl.is Sólarorka nýtt í 48 af 104 vitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bryggjurúnturinn og seglskúta. Glæsileg skúta í Reykjavíkurhöfn,

Bryggjurúntur seglskip 002Bryggjurúntur seglskip 004

 Glæsileg fjögra mastar seglskip er í Reykjavíkur höfn. Þótt hún sé orðin nokkuð gömul er alltaf gaman að skoða þessi skip, ekki hvað síst ef þau eru undir seglum. En það er ekki fyrir lofthrædda að vinna uppi í þessum háu möstrum sem eru tugi metra.

Bryggjurúntur seglskip 005Bryggjurúntur seglskip 007

 Þarna má sjá Stokkankerið sem er engin smásmíði og er þarna fest utan á skipið, líklega svolítið mál að láta þarna falla.

Bryggjurúntur seglskip 008Bryggjurúntur seglskip 010

 Myndirnar tala sínu máli, en eru kannski ekki alveg upp á það besta þar sem ringdi mikið í morgun þegar ég var á bryggurúntinum.

Bryggjurúntur seglskip 011Bryggjurúntur seglskip 012


Lög um Sjómannadaginn

Sjómannadagur 1971 (sigirgeir j)Hér eru lögin um Sjómannadaginn, þar sem kemur vel fram að sjómenn eiga að fá frí á þessum degi ef þess er kostur.

Þetta er SjÓMANNADAGUR en ekki hátíð fyrir hafið. Púntur....

Lög um sjómannadag 1987 nr. 20 26. mars Tóku gildi 14. apríl 1987.

1. gr. Fyrsti sunnudagur í júnímánuði ár hvert skal vera almennur frídagur sjómanna með þeim undantekningum sem um getur í lögum þessum. Beri hvítasunnudag upp á fyrsta sunnudag í júní skal sjómannadagur haldinn næsta sunnudag á eftir. Sjómannadagurinn skal vera almennur fánadagur.

2. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til sjómanna á íslenskum farskipum sem sigla milli Íslands og annarra landa. Þó skal farskipi, sem liggur í íslenskri höfn og eigi hefur látið úr höfn fyrir kl. 12 á hádegi á laugardegi næstum á undan sjómannadegi, eigi heimilt að láta úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag. Ferjur milli lands og eyja eru undanþegnar ákvæðum 1. gr. Strandferðaskip og sanddæluskip skulu halda höfn þar sem þau eru stödd á sjómannadag.

3. gr. Ákvæði 1. gr. taka ekki til skipa Landhelgisgæslu Íslands. Stjórn Landhelgisgæslunnar ber þó að sjá til þess að skipin séu í höfn ef þau hafa ekki aðkallandi verkefnum að gegna að hennar mati.

4. gr. Hafrannsóknastofnunin skal skipuleggja rannsóknaleiðangra þannig að skip geti leitað hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láti ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag.

5. gr. Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag. Skipverjar skulu ekki vera skyldir til vinnu við skipið eftir kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag nema öryggi þess sé í hættu. Ákvæði 1. mgr. eru frávíkjanleg ef um er að ræða skip sem ætlað er að sigla með afla sinn á erlendan markað, enda sé skipshöfn kunn sú fyrirætlan áður en veiðiferð hefst. Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar.

6. gr. Útgerðarmaður og skipstjóri bera ábyrgð á því að farið sé að ákvæðum laga þessara. Brot gegn lögunum varða sektum í ríkissjóð.

7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

 Sjómannadagur 1994 4


Ég er einstakur auðkýfingur

,, Ég er einstakur auðkýfingur,

þó á ég ei nokkurt gull.

Af unaði alla daga er önd mín barmafull.

Ég þakka þér drottinn þennan auð.--

Ég á þak yfir höfðið og daglegt brauð.

 

 Steingrímur Arason Úr bókinni Ég man þá tíð


Fór í kvöld á tónleikana Presley lifir

Fór í kvöld á tónleikana Presley lifir, þetta var frábær skemmtun þar sem Bjarni Ara stóð upp úr af söngvörum,hann var í banastuði. Annars stóðu þau sig öll mjög vel söngvararnir Bjarni Ara, Björgvin, og Páll Rósinkrans man ekki nafið á konunum sem sungu með þeim á þessum tónleikum. Ekki voru síðri hjóðfæraleikarar og kórinn sem voru líka í góðu stuði. Takk fyrir mig þetta var frábært kvöld með þessu fólki.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband