Færsluflokkur: Bloggar

Er lottó vitleysingarskattur ?

Vitleysingaskattur Það er  merkilegt hvað við íslendingar erum duglegir að eyða peningunum okkar í happadrætti, skafmiða, spilakassa, lengjur, Lottó og hvað þetta allt heitir? Sjálfur er ég engin undantekning en hef haldið mig við Lottóið og líknarfélögin.Ég er einn af þeim sem hef spilað í lottóinu meira og minna frá því það byrjaði, þó með smá hléum, en það hefur lítið sem ekkert gefið til baka, einu sinni fékk ég þó 10,000 krónur og síðan er maður að fá þessa smávinninga sem maður eyðir strax í nýjan lottómiða.Það hefur vakið furðu mína hve oft lottópotturinn verður tvöfaldur og þrefaldur, það ætti að segja manni og sannfæra, hvað það er raunar litill möguleiki að hreppa þessar miljónir sem við öll Lottóspilarar erum alltaf að bíða eftir.Ef maður kaupir í viku hverri tíu raðir með jóker á 1000 kr,  þá kostar  það á ársgrundvelli 52000 kr. Ef maður væri skinsamur og legði sömu upphæð á mánuði í Sparisjóðinn  þá væri þessi upphæð eftir 5 ár 282205 kr með vöxtum og eftir 10 ár 667038 með vöxtum. (Reiknað í sparnaðar reiknivél Spron á netinu) Það eru margir sem kaupa Lottó í hverri viku og sumir spila bæði í Víkinga og laugardagslottóinu. Það er því dálagleg  upphæð sem fólk eyðir í lottómiða, því margir kaupa fyrir mun stærri upphæðir en hér er um talað og eru einnig með miða í öðrum happadrættum.Það er kannski rétt sem margir skinsamir menn og konur halda fram að þeir einir græði sem eyði ekki peningum sínum í Lottó né happadrættismiða.  Fyrir nokkrum árum var ég  að koma út úr sjoppu sem seldi Lottómiða, þarna var mikið af fólki að kaupa miða því potturinn var þrefaldur, margir keyptu miða fyrir stórar upphæðir eins og gengur, og ætluðu auðvitað allir að hreppa þann stóra. Í dyrunum á sjoppunni hitti ég vin minn og gamlan skipsfélaga sem ég vissi að keypti aldrei Lottó né aðra happadrættismiða. Ég hélt á  lottómiðanum í hendinni  og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að kaupa lottó Því hann væri þrefaldur? Hann hló að spurningunni og sagði: Veistu hvað hún móðir mín sagði um happadrætti og Lottó?Nei sagði ég. Hann kom alveg að mér og hvíslaði: Hún sagði að þetta væri einfaldlega vitleysingaskattur sem allir borguðu með glöðu geði þó þeir vissu að þeir fengju ekki neitt í staðinn í 99,9 % tilfella, og ég hef ekki áhuga á að vera í þessum hópi, það er mitt mottó að kaupa aldrei Lottó. Hann gekk síðan inn í sjoppuna og skyldi mig eftir undrandi og orðlausan, sem ekki kemur oft fyrir mig.Eftir því sem árin líða og ég kaupi fleiri Lottómiða, sé ég alltaf  betur og betur að þetta er alveg hárrétt hjá þeirri gömlu, happadrætti og Lottó er hreinn vitleysingaskattur sem við borgum möglunarlaust þó við vitum að við fáum ekki neitt í staðinn.. Kannski læt ég verða af því einhvern tíman að hætta þessari vitleysu.Sigmar Þór Sveinbjörnsson 

Þau eru ekki alltaf ódýrust lyfin hjá þeim stóru

Það eru ekki alltaf ódýrust lyfin hjá stóru lyfjaverslununum Nú í vetur þurfti undirritaður að fara til húðsjúkdómalæknis vegna sýkingar í tánöglum, þessi kvilli er algengur hjá þeim sem stunda sundlaugar. Læknirinn ráðlagði mér að fara á lyf sem hann sagði að ég yrði að taka í 4 mánuði og gaf mér lyfseðil sem dugði í fjögur skipti. Ég fór í næsta Apótek sem var Lyfja í Smáratorgi og afhenti lyfseðilinn. Eftir örskamma stund kom lyfjafræðingurinn fram í hvíta sloppnum og spurði mig hvort ég vildi ekki samheitarlyf sem gerði alveg sama gagn en kostaði mun minna, nóg kostar þetta samt sagði hann með samúðartón. Ég samþykkti þetta og var ánæður  með þessa þjónustu. Eftir skamma stund var lyfið tilbúið. Þetta voru 28 töflur af Terbinafin Aktavis 250 mg. Heildarverð 8246  afsláttur 9,1 % eða 747 kr. Til greiðslu 7499 kr. Eða 268 kr. hver tafla. Þessi lyfja meðferð átti því að kosta í heild 29,996 kr þegar henni lyki eftir fjóra mánuði eg ég verslaði alla skammtana í Lyfju. Eftir tæpan mánuð var lyfjaglasið að klárast  þannig að ég fór að huga að því næsta. Í millitíðinni hafði ég hitt fólk sem var að tala um hvað misjafnt verð væri á lyfjum í Apótekum og var talað um að Lyfjaval  væri langódýrast.Ég ákvað því að fara með lyfseðilinn  í Lyfjaval í Álftamýri og vita hvað lyfin kostuðu þar. Eftir að hafa afhent lyfseðilinn kom afgreiðslukonan með lyfin. Þetta voru 28 töflur af Terbinafin Aktavis 250 mg. Heildarverð 5685 kr afsláttur 6 % eða 323 kr. Til greiðslu 5362 kr. Eða 191 kr taflan. Þarna munaði 2137 kr á glasinu eða á þessum fjórum skömmtum 8548 kr. Ég bað afgreiðslustúlkuna um að fá að tala við lyfjafræðingin og sagði honum frá þessum mismun, spurði hvort þetta væru ekki nákvæmlega sömu lyfin? hann sagði að þetta væru nákvæmlega sömu lyfin frá sama fyrirtæki og  bætti svo við: Það er ekki allaf ódýrast hjá þeim stóru.Þeir sem þurfa á lyfjum að halda ættu að huga meira að verðlagningu lyfja og versla við þau Apótek sem minnst leggja á lyfin ég mæli með Lyfjavali. Fleiri dæmi get ég nefnt frá reynslu minni af dýrum lyfjum hjá Lyfju en læt þetta næja að sinni. 

 

 

Guðjón góður

Tek undir það að Gúðjón Arnar stóð sig vel í sjónvarpinu í gærkvöldi enda hefur hann góðan málstað að verja, ég er illa svikinn ef þessi frammistaða hans í gærkvöldi og undanfarna fundi á ekki eftir að auka fylgi Frjálslindaflokksins.


prufa

Hverjum stjórnmálaflokki er svo farið

að hann forðast að taka af skarið:

spurð hvað miljón sé stór

svarar miðstjórn í kór
,, það er misjafnt. hver biður um svarið?,,

---------------------------------------

,, Það er aumingi austur í Vík

sem á ekki heillega flík.,,

,, Hvernig má þetta vera?

Það er mikið að gera

og meðaltalsfjölskyldan Rík!,,

 

Limrur eftir Jóhann S Hannesson


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband