Færsluflokkur: Bloggar

Brekastigurinn 1940 til 1950 eða þar um bil

Brekastigur séð í austurTóta að greiða sérÁ  tröppunum á Vegbergi við skólaveg Myndirnar eru af húsum við Brekastíg.

1. mynd húsin talin ofan frá: Hallormsstaður, Árbær, Reykjadalur, Sólberg og Vísir, húsin þar fyrir neðan eru við Skólaveg eða Hvítingaveg. Húsin vinsra megin Sólheimatunga, Vesturholt og sést í gaflinn á Hæli. Því miður veit ég ekki nafnið á stúlkuni á þessari mynd en ef einhver þekkir hana þá vinsamlegast skrifið athugasemd hér að neðan.

2. mynd er tekin af lóð Byggðarenda og þarna er Þórunn Sveinsdóttir að greiða sér, en húsin sem þarna sjást er Sólheimatunga og Vesturholt ( Brekastigur 12) Hús Sigmunds og Helgu áður en því var breytt einnig var byggt við Sólheimatungu.  Undirritaður man vel eftir Brekastignum þannig með öllum þessum girðingum, en þetta var leiksvæði okkar Peyja sem þarna áttum heima.

3. mynd er tekin af krökkum  á tröppunum á Vegbergi við Skólaveg, því miður þekki ég ekki þá sem eru á þessari mynd en mér hefur verið sagt að annar litli drengurinn sé Björn TH. Björsson listfræðingur. En ég lét þessa mynd fylgja vegna þess að þarna sést í tvö hús sem ég held að standi við brekastíg.

Kær kveðja Sigmar Þór  


Frá ljósmyndanámskeiði á Breiðabliki 1962 og fl.

Breiðablik hópur drengjaHelgi, Þorvaldur og Ásmundurein af sjónum

Fyrsta mynd: Aftari röð t.f.v. Gísli Már Gíslason, Hannes Bjarnason, Hjörtur Sveinbjörnssson, Henrý Erlendsson, fremri röð. Kristjan Eggertsson, Friðrik Karlsson og Sigurður Stefánsson.

Mynd 2. Helgi Benediktson, Þorvaldur Guðjónsson og Ásmundur Guðjónsson sitja inn í slipp á eik.

Mynd 3. Ég er ekki alveg viss um nöfnin á þessum mönnum en þeir eru auðsjáanlega með góðan síldarafla. 

kær kveðja Sigmar Þór


Sumarbústaður sem er allur úr plasti

Bólstaður Þessi sumarbústaður sem Sigurður Óskarsson kafari, smiður og plastari og kona hans Sigurbjörg Óskarsdóttir  byggðiu sér í Fljótshlíðinni heitir Bólstaður og er hann allur úr plasti að utan, meira að segja gluggarnir en þó ekki rúðurnar þær  eru úr gleri. Þau hjón standa þarna á veröndinni.

Gamlar myndir frá Vestmannaeyjum

gömul 1gömul 2  gömul4  Því miður þekki ég ekki húsin né götuna sennilega Strandvegurin eða þar sem hann liggur í dag. Nú svo er hér mynd af fólksflutningum fyrri tíma, ég giska á að þessi sé að koma úr Bakkafjöru með fullan bát af fólki Whistling Báturinn heitir Soffí VE 266 upplýsingar frá Einari á Sídon VE.  

 Gömul 5 stauraklifur Þetta var aftur á móti algeng sjón hér í gamla daga þegar menn notuðu þessar græjur til að fara upp í staurana og t.d. skipta um perur sem höfðu verið skotnar í sundur með baunabyssum Police, það voru nefnilega mikið af óþekktarormum í Eyjum á þeim tíma, sumir voru svo slæmir að það þurfti að senda þá í sveit á sumrin til að ná úr þeim óþekktinni Tounge 

Ef einhver þekkir þessa götumyndir og hús, væri gaman að fá athugasemdir hér fyrir neðan.

gammli bill Einn góður vinur minn Eiríkur Einarsson gerði sér lítið fyrir og rétti þessa mynd við sem var öfug hér fyrir neðan, skemmtilegra er að hafa fjöllinn á réttum stað. Takk fyrir þetta Eiríkur.

Kær kveðja Sigmar Þór


Gamlir vörubílar að störfum í Vestmannaeyjum

Vörubíll 1Vörubíll 2Vörubíll 3 

Hér koma nokkrar myndir af vörubil að ýmsum störfum í Vestmannaeyjum, undir einni af þessari  mynd stóð CHERF'OLET 1920

 Vörubill 4Vörubill 5vörubilar 6 Á síðustu mynd er verið að leggja steina í stakkstæði sýnist mér. (Filman á þessari mynd hefur verið öfug þegar hún var framkölluð).

Kær kveðja Sigmar Þór


Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000

Saga og efnisskrá forsíðaSaga og efnisskrá baksíða Linda i Forsíða og baksíða bókarinnar Linda Wright

Saga og efnisskrá Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja 1951 - 2000 var gefin út fyrir nokkrum árum, þessa bók ættu allir að eiga sem hafa gaman af grúski í gömlum heimildum. Þessi bók gerði allt efni Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja í 50 ár mun aðgengilegra, en í þeim blöðum er að finna óhemju mikið af heimildum um liðna tíð, atvinnusögu og lífsbaráttu eyjamanna og þar á meðal minningargreinar um mörg hundruð manna sem búið og starfað hafa í Vestmannaeyjm. 

Í efnisyfirliti segir:

Formáli- Linda Wright

Samtök sjómanna í Vestmannaeyjum í Vestmannaeyjum- Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Saga Sjómannadagsblaðs Vestmannaeyja- Guðjón Ármann Eyjólfsson

Försíður Sjómannadagsblaða Vestmannaeyja í 50 ár (myndir af þeim öllum)

Hátíðarmerki Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum (myndir af þeim öllum)

Efnisskrá - Linda Wright

Rirstjórar - Sjómannadagsráð, Efnisyfirlit 1951 - 2000,  Efnisflokkar, Höfundarskrá, Nafnaskrá, Skipaskrá.

Leiðréttingar- Guðjón Ármann Eyjólfsson, Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Kær kveðja Sigmar Þór


Nýr bátur að koma til Eyja frá útlöndum með olíutunnur á dekki.

nýr bátur   Ólafur og Einar Myndina af Ólafi og Einari Sveini tók Eiríkur Einarsson

Nýr bátur að koma til Vestmannaeyja, ekki veit ég hvaða bátur þetta er, en hann er auðsjáanlega að koma nýr til Vestmannaeyja. Hann hefur flagg uppi og er með olíutunnur á dekki, en er ómerktur hvorki með umdæmisnúmer né nafn, þett væri ekki leyft í dag Police. Ef einhver þekkir bátinn væri gaman að fá athugasemd um hann,. það hefur örugglega ekki alltaf verið sæluferðir yfir hafið á þessum litlu bátum, en mikið af þem voru smíðaðir í Svíþjóð eða Danmörku og víðar. Seinni myndin er af Ólafi Jónsyni sem átti heima að Brekasig 12 og var lengi á Grafaranum hann er faðir Helgu konu Sigmunds teiknara, og var hafnarstarfsmaður í Vestmannaeyjum í tugi ára. Með honum á myndinni er Einari Sveinn Jóhannesson  sem var lengi skipstjóri á Lóðsinum og þar á undan skipstjóri á Vonarstjörnuni eða Stokkseyrarbátnum eins og hann var stundum kallaður. Báðir þessir menn voru þekktir eyjamenn og góðir kallar.

kær kveðja Sigmar Þór

Eins og kemur fram hér í athugasemdum frá Val Stefánssyni þá segir hann eftir pabba sínum Stefáni í Gerði að báturinn sé Unnur VE 80 og sé byggður í Danmörku 1922. Takk fyrir þetta valur og Stefán. Enn koma upplýsingar frá Einari á Sídon um að báturinn heiti Unnur III. VE 80. Takk fyrir þessar upplýsingar.

kær kveðja SÞS


Tvær gamlar myndir frá því ég bjó á Faxastig 47

Grímur KokkurKatrín G

Grímur Þór Gíslason kokkur m.m. og Katrín Gísladóttir, myndirnar tekna á Faxastig 47 fyrir margt longu. Skemmtileg minningarbrot um gód ár.

Tetta er svona prufublogg, hofum verid hér á Kanarí, í 12 daga í sól og blídu.

Kvedja frá Kanarí


Myndir frá netavertíð 1965

Leó fiskur 1Leó fiskur 2Leó ElvarLeó óskar

Þessar myndir eru teknar um borð í Leó VE 400 á vetrarvertið 1965. Á þessari vertíð var á tímabili bæði verið með net og troll. Netin voru dregin á daginn en trollað á nóttini, þarna voru menn ungir og hraustir, og munaði ekki um að vaka eins og eina vorvertíð eins og ónefndur maður sagði um árið.

Mynd 1. Sigmar Þór, Elvar Andresson og aftari röð Jón ?? , Kristján Valur og Sigurður Ögmundsso, Mynd 2 Sömu Menn að bæta trollið. Mynd 3. Elvar Andresson og mynd 4. Óskar Matthíasson með hangijöt á fati sem Siggi kokkur var búinn að útbúa sem Víkingaskip, ( þarna var verið að keppa um Aflakónginn) en Siggi er algjör snillingur í matargerð, í stýrishúsglugga sýnist mér vera Andres í Mjölner .

Kær kveðja


Þórunn J. Sveinsdóttir frá Byggðarenda prentvæn útgáfa

pdf
Búið er að setja inn myndskreytta útgáfu á PDF formi, af grein minni um ömmu mína Þórunni J. Sveinsdóttur frá Byggðarenda (Brekastig 15) í Vestmannaeyjum. Einnig er tengill hér til hliðar á pdf skjalið, undir heitinu Greinar.

Ef þú ert ekki með Acrobat Reader forritið, geturðu sótt það hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband