Gleðilegt nýtt ár 2020

Kæru vinir og allir þeir sem heimsækja blokkið mitt, nú er árið 2019 liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, en minningar um skemmtilegt bloggár og margar heimsóknir á nafar bloggið mitt á þessu ári eiga eftir að vera mér minnistæðar um ókominn ár. Þessi áhugi á blogginu mínu og þessu sem ég set þar inn kemur mér á óvart. Ég hef haft það að leiðarljósi að halda á lofti því liðna og með í bland nýtt efni, myndir og einnig reynt að vera jákvæður. Kæru blogg vinir og allir þeir sem lesa bloggið mitt, ég sendi ykkur mínar bestu óskir um gleðilegt ár og vonandi verður nýja árið 2020 okkur íslendingum hagstætt á sem flestum sviðum. Með nýárskveðju


Mín uppáhalds jólasaga


Lítil falleg jólasaga sem verðugt er að hugsa um í okkar penigahyggju þjóðfélagi

Lítil hjartnæm saga
Þessi saga gerðist fyrir mörgum árum. Maður nokkur refsaði lítilli dóttur sinni fyrir að eyða heilli rúllu af gylltum pappír. Ekki var mikið til af peningum og því reiddist hann þegar barnið reyndi að skreyta lítið box til að setja undir jólatréð. Engu að síður færði litla stúlkan föður sínum boxið á aðfangadagskvöld og sagði: ,,Þetta er handa þér pabbi minn. Við þetta skammaðist faðir stúlkunnar sín fyrir viðbrögð sín daginn áður.
En reiði hans gaus upp aftur þegar hann áttaði sig að boxið var tómt. Hann kallaði til dóttur sinnar og sagði: veistu ekki að þegar þú gefur einhverjum gjöf, þá á eitthvað að vera í henni?
Litla stúlkan leit til pabba síns með tárin í augunum og sagði: ,, Ó pabbi boxið er ekki tómt. Ég blés fullt af kossum í það. Bara fyrir þig pabbi.
Faðirinn varð miður sín. Hann tók utan um litlu stúlkuna sína og bað hana að fyrir gefa sér.
Það er sagt að mörgum árum seinna, þegar faðir stúlkunnar lést, og hún fór í gegnum eigur hans, hafi hún fundið gyllta boxið frá því á jólunum forðum við rúmstokkinn hans, þar hafði hann haft það alla tíð; þegar honum leið ekki vel gat hann tekið upp ímyndaðan koss og minnst allrar ástarinnar sem barnið hans hafði gefið honum og sett í boxið.
Í vissum skilningi höfum við allar lifandi mannverur tekið á móti gylltum boxum frá börnunum okkar, fjölskyldum og vinum, fullum af skilyrðislausri ást og kossum.
Það getur enginn gefið dýrmætari gjöf.
Í dag skaltu gefa þér augnablik og njóta stórrar handfylli af minningum. Og mundu að þær verma hjarta þitt og bráðna þar, en ekki í höndum þínum.

Því miður veit ég ekki hver er höfundur .

Hátíðarkveðjakveðja
Sigmar Þór


Gleðileg jól kæru bloggvinir

Kæru bloggvinir og þeir sem heimsækja síðuna mína, Guð gefi ykkur gleðileg jól gott og farsælt nýtt ár með þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Hátíðarkveðja 

jólin 2012 030


Efnilegur unglingur

Ég hef í mörg ár safnað úrklippum sem mér hafa fundist skemmtilegar eða fræðandi. Hér á eftir kemur ein slík sem ég klippti út úr einhverju Vestmannaeyjablaðinu fyrir margt löngu.

Líffærafræði.

Eitt úrlausnarefni í efsta bekk eins barnaskólans var ritgerð um líffærafræði. Einn efnilegur unglingur sendi frá sér eftirfarandi ritsmíð: ,,Höfðið er einhvern vegin kringlótt og hart og heilinn er innan í því. Andlitið er framan á höfðinu, þar sem maður étur og grettir sig í framan. Hálsinn er það, sem heldur höfðinu upp úr kraganum. Það er erfitt að halda honum hreinum. Maginn er svoleiðis, að ef maður borðar ekki nógu oft finnur maður til í honum. Hryggurinn er löng röð af beinum í bakinu sem koma í veg fyrir að maður bögglist saman. Bakið er alltaf fyrir aftan, alveg sama hve fljótt maður snýr sér við. Handleggirnir eru fastir við axlirnar á þann hátt, að maður getur slegið bolta og teygt sig í matinn. Fingurnir standa út úr höndunum svo maður getur gripið bolta og lagt saman dæmi á töflu. Fótleggirnir eru þannig, að ef maður hefði ekki tvo, gæturðu ekki hlaupið í boltaleik. Fæturnir eru það, sem maður hleypur á og tærnar er það sem maður rekur í. Og þetta er allt, sem er á manni, nema það sem er innan í, en það hef ég aldrei séð." Kær kveðja SÞS


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband