Enn og aftur bjargar Björgvinsbeltið

bjorgvinsbelti2[1]Enn og aftur sannar Björgvinsbeltið notagildi sitt, nú til að bjarga manni frá því að fara í straumharða Ölfusánna með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þetta einfalda öryggistæki Björgvinsbeltið var að mér skilst í einum lögreglubílnum og kom þarna að góðum notum. Þarna við Ölfusárbrú og auðvitað á fleiri stöðum á landinu við svipaðar aðstæður ætti að vera Björgvinsbelti eins og er á bryggjum í mörgum höfnum landsins. Það má einnig nota hér tækifærið og hrósa Björgunarfélagi Árborgar og lögreglu fyrir skjót viðbrögð við björgum þessa manns úr ánni.

Myndin er af Björgvin Sigurjónssyni sem hannaði þetta frábæra og einfalda björgunartæki


mbl.is Reyndu ítrekað að stöðva för bílsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarstokkur Björgvins Sigurjónssonar

Björgvin BjörgunarstokkurBjörgunarstokkur Björgvins Sigurjónssonar er eitt af þeim björgunartækjum sem ekki hafa fengið nægja athygli að mínu mati.

Þetta tæki Björgvins gerir það að verkum að auðveldara er að hífa menn upp úr sjónum þegar þeim er bjargað upp með Björgvinsbeltinu og öðrum búnaði sem notaður er til að ná mönnum upp sem fallið hafa í sjó við bryggjukanta.

Þetta eintak sem myndin er af gaf Björgvin lögreglunni í Vestmannaeyjum á sínum tíma.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband