Limrur eftir Jóhann S. Hannesson

Hlimrek á sextugu

Þegar hvergi fæst salt, kæst né sigið,
né sést upp við bæjarvegg migið,
Þegar öll fæða er dóssett
Og alstaðar klósett,
Þá er örlagavíxlsporið stigið.

Í yfirsetu

Ég hef óbeit og andstyggð á prófum
sem orku- og vitsmunasóunum,
en hitt væri gaman
safnast hér saman
og syngja og klappa með lófunum.

Það er eitt sem ég aldrei get skilið
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.


Áhöfn og Þyrla LHG 1994

þyrlusveit á sjómannadaginn 1994 II 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Komu á Sjómannadaginn í Vestmannaeyjum 1994. Því miður vantar nöfnin kannski eru einhverjir sem þekkir þetta fólk sem þarna var hjá Landhelgisgæslunni.

þyrlusveit á sjómannadaginn 1994


Síldarárin

Á leið í land með fullfermi.

eiginh292


Benóný Friðriksson með víkingaskipið

Benóny Friðriksson oftast nefndur Binni í Gröf, þarna er hann með verðlaunagrip víkingaskipið sem hann og áhöfn hans fékk fyrir að vera aflakóngur Vestmannaeyja. þann titil hlaut hann í margar vertíðir á Gullborgu VE 38.IMG_NEW


Bæjarstjórinn í fiskvinnu ( Sigmund )

Sigmund Bæjarstjórinn í vinnu


M.S Garðar

M.S. Garðar


Hilmar Rósmundsson skipstjóri

Hilmar  Rósmundsson


Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969

Úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1969
Hilmar Rósmundsson var Fiskikóngur Íslands vetrarvertíðina 1969 og aflakóngur Vestmannaeyja 1968.

Hilmar ei dáð má dylja
djarfur sá Rósmunds arfi,
gnoð rær í hríðar hroða
hraustur með sjómenn trausta.
Hleður Sæbjörgu séður,
sjólinn afla, þótt gjóli.
Fiski sló met án miska
meiður snillingur veiða.

VM. 8. maí 1969
Ó. Kárason

UM AFLAKÓNG VESTMANNAEYJA:

Hilmar Rósmunds, hetjan kná,
hefur frægð sér getið.
aflkóngur Íslands sá
á nú fiskimetið.

Vm. 8. maí 1969 Ó. Kárason


DC 3 á flugvellinum í Eyjum

Gömul mynd af flugvellinum í Eyjum.Engin flugstöð á þessum tíma.Flugvöllur og DC 3


Heimaey í sumarskrúða

Eyjaferð Sprota 30.júni 2012 019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumar myndir frá Heimaey, breytingar miklar í Eyjum á síðustu 20 árum.

Heimaklettur og Stóralanga uppgróin

Eyjaferð Sprota 30.júni 2012 075


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband