Sýnist þetta vera Gamla rafstöðin, Steinholt, húsið bak við Bjarma, nær sér í þakið á skúrnum þar sem flugfélagið og síðar Eggó var, Dagsbrún, lítil hús við sundið niður á Strandveg og svo endinn á bakhúsinu á Magnúsarbakarí og Hótel Berg.
Sæll Sigmar, þú átt hrós skilið fyrir þessa síðu. Myndin er af heimaslóð og leikvangi okkar bræðra.
Neðst til vinstri á myndinni sér á þakið á "Eðum". Þar til hliðar er steyptur skúr með strompi, hann var geymsla og þvottahús á Eiðum og kallaður "Hjallur". Fyrir ofan Eiðar er "Gamla Rafstöðin" Stóra húsið undir Náttmálaskarði er "Steinholt". Á milli Steinholts og Gömlu Rafstöðvarinnar var þröng gata sem var gamli Kirkjuvegurinn. Fyrir framan Steinholt er geymsluskúr. Fast við hann er kofi sem var hænsnakofinn í Batavíu. Áfast við norðurenda Steinholts sést á þak "Verslunar Karls Kristmanns", þar var einnig afgreiðsla fyrir Flugfélag Íslands. Síðar var Eggert Sigurlásson með húsgagnabólstrun í húsinu. Þar fyrir ofan er hús með valmaþaki, það er sementshús Helga Ben. Fyrir ofan þakið á sementshúsinu sést þakið og strompurinn á Sólheimum. Næst kemur "Dagsbrún" (Kórea) upp á tvær hæðir og ris, húsið var mörg síðustu árin verbúð og veiðarfærageymsla fyrir Einar Sigurðsson. Lengst til hægri er svo "Tunga" (Magnúsarbakarí eða Hótel Berg). Á milli Tungu og Dagsbrúnar eru: "Stíghús", síðan hjallur frá Bræðraborg og svo tveir kofar norðanvert við Njarðarstíginn. Fyrir ofan kastalavegginn í Tungu er húsþak með strompi, það er þakið á Bræðraborg. Hæst ber síðan þakið á Þingvöllum. Myndin er tekin á árunum fyrir 1945-6.
Með bestu kveðju,
Valur og Halldór Svavarssynir
Valur og Halldór Svavarssynir
(IP-tala skráð)
20.3.2010 kl. 17:58
4
Heilir og Sælir bræður og takk fyrir þessar upplýsingar um þessi gömlu hús, þetta gefur þessum gömlu myndum meira gildi.
Athugasemdir
Sæll.
Sýnist þetta vera Gamla rafstöðin, Steinholt, húsið bak við Bjarma, nær sér í þakið á skúrnum þar sem flugfélagið og síðar Eggó var, Dagsbrún, lítil hús við sundið niður á Strandveg og svo endinn á bakhúsinu á Magnúsarbakarí og Hótel Berg.
Kveðja,
Jónas Þór Steinarsson
Jónas Þór Steinarsson, 2.3.2008 kl. 15:50
Heill og sæll Jónas og takk fyrir þetta innlegg.
kær kveðja Sigmar þór
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.3.2008 kl. 16:43
Sæll Sigmar, þú átt hrós skilið fyrir þessa síðu. Myndin er af heimaslóð og leikvangi okkar bræðra.
Neðst til vinstri á myndinni sér á þakið á "Eðum". Þar til hliðar er steyptur skúr með strompi, hann var geymsla og þvottahús á Eiðum og kallaður "Hjallur". Fyrir ofan Eiðar er "Gamla Rafstöðin" Stóra húsið undir Náttmálaskarði er "Steinholt". Á milli Steinholts og Gömlu Rafstöðvarinnar var þröng gata sem var gamli Kirkjuvegurinn. Fyrir framan Steinholt er geymsluskúr. Fast við hann er kofi sem var hænsnakofinn í Batavíu. Áfast við norðurenda Steinholts sést á þak "Verslunar Karls Kristmanns", þar var einnig afgreiðsla fyrir Flugfélag Íslands. Síðar var Eggert Sigurlásson með húsgagnabólstrun í húsinu. Þar fyrir ofan er hús með valmaþaki, það er sementshús Helga Ben. Fyrir ofan þakið á sementshúsinu sést þakið og strompurinn á Sólheimum. Næst kemur "Dagsbrún" (Kórea) upp á tvær hæðir og ris, húsið var mörg síðustu árin verbúð og veiðarfærageymsla fyrir Einar Sigurðsson. Lengst til hægri er svo "Tunga" (Magnúsarbakarí eða Hótel Berg). Á milli Tungu og Dagsbrúnar eru: "Stíghús", síðan hjallur frá Bræðraborg og svo tveir kofar norðanvert við Njarðarstíginn. Fyrir ofan kastalavegginn í Tungu er húsþak með strompi, það er þakið á Bræðraborg. Hæst ber síðan þakið á Þingvöllum. Myndin er tekin á árunum fyrir 1945-6.
Með bestu kveðju,
Valur og Halldór Svavarssynir
Valur og Halldór Svavarssynir (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:58
Heilir og Sælir bræður og takk fyrir þessar upplýsingar um þessi gömlu hús, þetta gefur þessum gömlu myndum meira gildi.
kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.4.2010 kl. 21:42