Dauðaslys á sjómönnum og fl. tengt Vestmannaeyjum.

 

Dauðaslys og drukknanir á sjómönnum tengdum Vestmannaeyjum og á bátum frá Vestmannaeyjum einnig þau sem hefa hrapað í björgum. Þegar tekið er saman  dauðaslys sem orðið hafa á þessu tímabili 1968 til 1983 kemur í ljós að ótrúlega margir hafa dáið vegna slysa. Þetta er aðeins yfir 16 ára tímabil en seinna set ég meira af þessum lista mínum inn á bloggið mitt. Þetta er kannski ekki skemmtileg lesning en þörf til að minnast þeirra sem hafa farist og til að minna okkur á að halda vöku okkar hvað varðar öryggismál sjómanna.

Árið 1968

Þann 14. ágúst  drukknaði Sigurður Pétur Oddson 32 ára Fjólugötu 21 Vestmannaeyjum. Hann var skipstjóri á Guðjóni Sigurðsyni VE 120, var báturinn í söluferð til Aberdín í Skotlandi er Sigurður féll þar í höfnina og drukknaði. Sigurður var fæddur 18. maí 1936 í Dal í Vesstmannaeyjum og var oft kendur við það hús. Hann lætur eftir sig konu og þrjú börn.

5. nóvember Fórst vélbáturinn Þráinn NK 70 austan við Vestmannaeyjar í aftaka suðaustan veðri og stórsjó og brimi. Báturinn var að koma að austan af síldveiðum og á leið til Vestmannaeyja.Ekkert fanst af bátnum þrátt fyrir mikla leit flugvéla og 40 báta. Með bátnum fórust 9 sjómenn sem allir voru búsettir í Vestmannaeyjum nema einn. Með Þráinn NK 70 fórust þessir menn:

Grétar Skaftason skipstjóri f. 26.10.1926 hann lét eftir sig konu og 4 börn

Helgi Kristinsson stýrimaður f. 12.11.1945

Guðmundur Gíslason vélstjíri  f. 2.11. 1942

Gunnlaugur Björnsson vélstjóri  f. 13. 01.19941

Einar Þorfinnur Magnússon matsveinn f. 27.07.1928

Marvin Einar Ólason háseti  f. 2.05.1944

Gunnar Björgvinsson háseti f. 5.9.1950

Tryggvi Gunnarssonháseti f. 3.07.1949

Hannes Andresson háseti f. 29.11.1946

Árið 1969

1.april  Drukknaði í Friðarhöfn í Vm. Ragnar Guðmundsson 56 ára Löngumýri 6. Akureyri. Hann átti uppkomin börn.

8.maí  Drukknaði Karl Þórarinn Jóhannsson 51 árs matsveinn Vesturvegi 8 Vestmannaeyjum er hann féll milli skips og bryggju. Karl var matsveinn á Ísleifi IV VE. Hann var fæddur að Höfðahúsi í Vestmannaeyjum 23. deember 1917.  Hann lætur eftir sig uppkomin börn.

26. nóvember Drukknaði Tryggvi Kristinsson Miðhúsum 40 ára, Hann drukknaði í Vestmannaeyjahöfn. Hann var fæddur  21. mars 1928 í Hólmgarði í Vm, hann var ókvæntur og barnlaus.

24.júní Hrapaði Marteinn Sigurðsson 54 ára frá Skagafirði, er hann var að fara upp á Stóraklif í Vestmannaeyju. Hann var ókvæntur

Árið1970

19. janúar Drukknaði Ingimundur Magnússon 42 ára Melgerði 32 Kópavogi. Hann féll milli skips og bryggju í Vestmannaeyjahöfn. Ingimundur var skipverji á Víkingi Re 240, hann var ókvæntur og banlaus.

Athuga barn druknar í Vilpu (vantar upplýsingar)

Árið 1971

5. mars Lést Kristinn Eiríkur Þorbergsson Álfshólsvegi 143 Kópavogi 19 ára er hann festist í spili mb. Sjöstjörnu VE sem að var í Vestmannaeyjahöfn.

Árið 1972

17. mars Drukknaði Hreinn Birgir Vigfússon 30 ára, Snælandi Raufarhön, háseti af vb. Þorsteini GK 15 en hann féll í Vestmannaeyjahöfn. Hann lætur eftir sig unnustu og eitt barn, en hann átti auk þess þrjú börn frá fyrra hjónabandi.

16. október Drukknaði Kjartan Sigurðsson 27 ára Vesturvegi 3b Vestmannaeyjum, er hann féll úrbyrðis af vb. Guðrúnu ÍS 267 á Ísafjarðardjúpi er báturinn var á leið í róður.

Árið 1973

5 febrúar Drukknaði Þráin Valdimarsson 26 ára vélstjóri í höfninni í Reykjavík, hann var kvæntur og átti tvö börn. Þráinn var fæddur í Vestmannaeyjum 3. júní 1946 og bjó þar uns gosið hófst 23.janúar 1973. Hann var oftast kendur við húsið Bræðraborg í Eyjum.

17. apríl. Lést Björn Alfreðsson stýrimaður 26 ára Digranesvegi 61 í vinnuslysi um borð í Páli Rósinkranssyni KE 42. Hann var kvæntur en barnlaus. Björn var fæddur á Djúpavogi 20. ágúst 1946. Björn ólst þar upp til fermingaraldurs, en flutti þá til Vestmannaeyja með foreldrum sínum. Hann bjó í Vestmannaeyjum til ársins 1971 er hann flutti til Kópavogs.

Árið 1974.

21.júni  Drukknaði í Vestmannaeyjahöfn Hermann Ingimarsson 43 ára lögheimili Hamrastig 31 Akureyri, en var búsettur á Sólhlíð 26 Vestmannaeyjum, fráskilin og lætur eftir sig tvö börn.

13.júli Slasaðist ung stúlka frá USA Christina E Sturtevant er hún hrapaði úr stiga í Heimakletti eftir að hafa fengið stein í höfðið,, hún lést nokkrum tímum eftir slysið.

30. október Lést Haraldur Magnússon 61 árs Hvamstanga, er hann lenti í togvindu um borð í vb. Rósu HU 294 ( áður Rósu VE ) Báturinn var að rækjuveiðum í Húnaflóa. Haraldur flutti til Vestmannaeyja  með móður sinni 1931, en hann var fæddur að Dyrhólum í Mýrdal 4. september 1912. Hann flutti eftir gosið til Hvammstanga.Hann var einhleypur.

Árið 1975

23. apríl. Drukknaði Alfreð Hjörtur Alfreðsson 23 ára stýrimaður Hæðarhrauni Grindavík. Hann flæktist í færi netatrossu og dróst útbyrðis af vb. Voninni II. SH 199 2,5 sjómílur út af Rifi. Hann var einhleypur. Alfreð Hjörtur var fæddur í Vestmannaeyjum 9. nóvember 1952 og bjó þar til 1973 er gosið hófst á Heimaey.

Árið 1976

25. september.  Drukknaði Sigurður Ingibergur Magnússon 20 ára námsmaður Hásteinsvegi 58 Vestmannaeyjum, fæddur15. september 1956 í Vestmannaeyjum. Sigurður var ásamt öðrum manni á bát út af Brimurð við Stórhöfða er bát hans hvoldi með fyrgreindum afleiðingum. Sigurður var einhleypur.

2. október. Drukknaði Ágúst Ingi Guðmundsson 54 ára frá Háeyri við Vesturveg í Vestmannaeyjum. Ágúst  Ingi var fæddur 20 október 1922 í Vestmannaeyjum. Hann féll milli skips og Básaskersbryggju í Vestmannaeyjahöfn, hann var einhleipur.

Árið 1977

2. apríl. Drukknaði í Vestmannaeyjahöfn  Kjartan Hreinn Pálsson 39 ára vélstjóri á Gunnari Jónssyni VE 555. Kjartan Hreinn var fæddur í Bólstað Hvammshreppi  24. janúar 1938. Hann fluttist með móður sinni til Vestmannaeyja aðeins eins árs gamall og bjó þar uns Heimaeyjargosið hófst 1973, þá flutti hann að Uthaga 12 Selfossi þar sem hann bjó þegar hann lést. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

18. júní. Hrapaði Oddur Guðlaugsson  32 ára sjómaður Lyngfelli Vestmannaeyjum fæddur 22. mars 1945 í Vestmannaeyjum. Oddur hrapaði í Ofanleitishömrum vestur á Heimaey. Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig 6 börn

Árið 1978

1.október. Drukknaði Steindór Guðberg Geirsson 17 ára háseti er hann féll útbyrðis af skuttogaranum Klakk VE 103 er skipið var að veiðum við Surtsey. Steindór Guðberg Faxastig 4 fluttist til Vestmannaeyja með fjölskyldu sinni 1964 og bjó þar síðan. Hann var eihleipur.

Árið 1979

1.mars. Fórst vélbáturinn Ver VE 200, 70 tonna  eikarbátur skammt SA af Bjarnarey. Var báturinn á heimleið af togveiðum er brorsjór lagði hann á hliðina og sökk hann skömmu síðar. Fjórir menn fórust með Ver VE  en  þeir hétu:

Birgir Bernótusson  stýrimaður 33 ára Áshamri 75 Vestmannaeyjum, fæddur 4 apríl 1946 í  Eyjum.  Lætur eftir sig eiginkonu og 2 börn.

Reynir Sigurlásson 33 ára matsveinn til heimilis að Faxastig  . Reynir sem oftast var kendur vi Reynisstað, var fæddur í Vestmannaeyjum 6.janúar 1946  hann lætur eftir sig unnustu og eitt barn (son)

Grétar Skaftason 34 ára vélstjóri fæddur í Reykjavík 30 maí 1945. Fluttist til Eyja 18 ára gamall og bjó þar eftir það. Lætur eftir sig 1 barn (son)

Eiríkur Gunnarsson 22.ára háseti aðalstræti 16 Reykjavík. Hann hafði verið í Eyjum í stuttan tíma. Eiríkur var einhleypur

Árið 1980

7. mars. Drukknaði Sævar Jesson 39 ára Bergstaðastræti 28a Reykjavík. Hann féll útbyrðis  af  vb. Gafar VE  en báturinn var að netaveiðum út af  Ingólfshöfða. Sævar var nýfluttur til Vestmannaeyja, hann var einhleypur.

23. apríl. Fórst vélbáturinn Jökultindur SI 200  NV  af  Vestmannaeyjum. Jökultindur var 15 lesta stálbátur gerður út frá Vestmannaeyjum og stundaði netaveiðar þegar hann fórst, en var aðalega notaður við köfunarstörf. Þrír menn voru á bátnum og fórust þeir allir, þeir hétu:

Guðmundur Einar Guðjónsson kafari og sjókortagerðarmaður 49 ára Bogahlíð 18 Reykjavík fæddur 23 mars 1931. Hann hafði unnið mikið að köfunarstörfum við Eyjar. Lætur eftir sig eeiginkonu og 3 börn.

Magnús Rafn Guðmundsson 20 ára (sonur Guðmundar) Bogahlíð 18  Reykjavík, fæddur 7. desember 1959. Hann  hafði unnið að hafnarstörfum með föður sínum, var einhleypur.

Kári Valur Pálsson 20 ára Brekkugerði 12 Reykjavík fæddur 21. desember 1959. hann var einhleypur.

10. júlí. Fórst vb. Skuld VE 263 14 til 15 sjómílur SV af Geytahlíð. Um morgunin fór að hvessa af suðvestri þar sem Skuld VE var að lúðuveiðum með haukalóð. Hætta varð veiðum vegna veðurs og hélt báturinn sjó. Um hádegið fékk báturinn á sig brotsjó og fór á hliðina með mostur í sjó, hann rétti sig ekki við aftur, heldur sökk  á  skömmum tíma. Með bátnum fórust tveir menn þeir hétu:

Sigurvin Þorsteinsson 30 ára matsveinn hásteinsvegi 33 Vestmannaeyjum. Hann var fæddur 5. janúar 11950 í Vestmannaeyjum, hann var einhleypur.

Gísli Leifur Skúlason 36 ára vélstjóri Brekastig 31 Vestmannaeyjum. Hann er fæddur í Lambhaga 20.desember 1944, fluttist með foreldrum sínum til Vestmannaeyja 1948 og bjó þar síðan. Hann var einhleypur.

Árið 1981

16. febrúar um miðnætti hrakti vs. Heimaey VE 1  112 tonna stálskip í ofsaveðri   að Þykkvabæjarfjörum og strandaði. Hafði skipið verið að netaveiðum og fengið netin í skrúfuna svo vél þess stöðvaðist. Margar tilraunir voru gerðar til að koma dráttartaug í skipið en þær mistókust allar, enda veðrið óskaplega slæmt. Þegar skipið fór gegnum brimgarðinn, kom mikill brotsjór yfir skipið og tók með sér tvo menn af tíu sem um borð voru. Þeir drukknuðu báðir en þeir hétu:

Albert Ólafsson 20 ára háseti fæddur í Vestmannaeyjum 12. mars 1960.  Hann stundaði ýmsa verkamannavinnu og starfaði lengst hjá Vestmannaeyjabæ, en þetta var hans fyrsta úthald til sjós. Hann lætur eftir sig unnustu.

Guðni Torberg Guðmundsson 20 ára háseti  fæddur á Selfossi 15. maí 1960. Hann hafði búið í Vestmannaeyjum í tíu ár. Guðni Torberg var verkamaður í Vinnslu-stöðinni HF í Vm. áður en hann réð sig á Heimaey VE en hann var að byrja sína sjómennsku er hann réð sig á skipið. Hann var einhleypur.

4. mars. Týndist vb. Bára VE 141 hann var 12 tonn. Bára lagði úr Sandgerðishöfn kl.5 að morgni og mun hafa lagt línuna 20 sjómílur NV frá Garðskaga. Klukkan 1600 hafði Bára samband vi Keflavíkurradíó og voru þeir þá langt komnir með að draga línuna. Ekki heyrðist meira frá bátnum . Veður 6til átta vindstig. Tveir bræður voru á bátnum og fórust þeir báðir, þeir hétu:

Jóel Guðmundsson 45 ára vélstjóri og stýrimaður fæddur 1. júli 1936 í Skálavík í Fáskrúðsfirði. Er hann lést bjó hann að Eyjaholti 7 Garði. Jóel flutti frá Vestmannaeyjum í Heimeyjargosinu 1973 en þar bjó hann að Eystri_Oddstöðum. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Bjarni Guðmundsson skipstjóri Eyjaholti 9 Garði fæddur 10. ágúst 1938 í Skálavík í Fáskrúðsfirði. Fluttist til Vestmannaeyja1946 og  bjó þar til Heymeyjargosið hófst 1973. Hann var einhleypur.    

27. september. Drukknaði Daniel Willard Fiske Traustason 53 ára skipstjóri á Kóp VE 11 til heimilis Höfðavegi 1 Vestmannaeyjum. Hann drukknaði í höfninni á Neskaup-stað, mun hafa fallið milli skips og bryggju. Daníel fluttist til Vestmannaeyja 1955 og bjó þar ætíð síðan, hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.

Árið 1882

21. janúar. Strandaði Belgískur togari skammt sunnan við Prestabót austan við Heimaey. Togarinn hét Pelagus O.202 frá Ostande. Foráttubrim var um nóttina þegar pelagus strandaði. Hafði hann verið í togi annars belgisk togar en slitnað aftan úr honum og rekið síðan upp í urðirnar.Strandið varð um kl. 4 um nóttina.

Björguarfélag Vestmannaeyja, Hjálparsveit skáta, Slökkviliðið og fleirri björguðu sex skipverjum í land, en fjórir menn fórust í þessu skelfilega slýsi. Tveir björgunarmenn og tveir belgiskir skipverjar af Pelagus. Þeir sem fórust voru:

Hannes Kristinn Óskarsson 23 ár sveitarforingi Hjálparsveitar skáta í Vm. fæddur í Vestmannaeyjum 19. desember 1957. Hann starfaði í Áhaldahúsi bæjarins og við Áhaldaleigu Ármanns Óskarssonar  þegar hann lést. Hann lætur eftir sig unnustu.

Kristján K Víkingsson 32 ára heilsugæslulæknir , fæddur í Reykjavík 26. júní 1949. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði 1977n en starfaði síðan á sjúkrahúsum í Reykjavík um tveggja ára skeið. Eftir það gerðist hann héraðslæknir á Þyngeyri uns hann réðst til Vestmannaeyja sem heilsugæslulæknir í júlí 1980.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn .

Belgisku mennirnir sem fórust hétu:

Gilbert Stevelinck 17 ára

Patrick Maes  20 ára

10. júlí. Hrapaði Magnús Guðmundsson 18 ára Illugagötu 71 Vm. Fæddur í Vest-mannaeyjum 22. mars 1964. Hann stundaði nám í Iðnskólanum og lærði trésmíðar og vann sem trésmiður. Hann hrapaði 30 til 40 m niður í sjó er hann var við lundaveiðar í Sæfelli á Heimaey. Hann var einhleypur.

Árið 1983

28.október. Fórst Emil Pálsson 60 ára torfufelli 13 Reykjavík, hann var fæddur í Vestmannaeyjum 8 september 1923. Emil lauk námi í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum 1943 þá tvítugur, og var lengi stýrimaður og skipstjóri í Eyjum og víðar.

Emil fórst með sanddæluskipinu Sandey II. 671 lesta skipi frá Reykjavík. Hún fórst á Viðeyjarsundi með fullfermi af möl og sandi. Hafði hann aðeins verið stuttan tíma á skipinu sem matsveinn. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sex börn.

Með kveðju SÞS


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Það fer hrollur um mig þegar ég fer að rifja þetta upp. og ég man eftir mjög skæðum slysum sem ég var vitni af. þegar við á m/s Dettifossi voru nýbúnir að hjálpa til við gosið í Vestmanneyjum og vorum á útleið þegar hjálparbeðni kom frá Sjöstjórnunni sem var að koma úr slipp í Færeyjum.

Í aftaka veðri og leki var kominn að bátnum um borð var skipshöfnin og móðir og lítið ungabarn sem öll fórust í þessu slysi. Seint um síðir fannst gúmmíbátur með rifin botn og að mig minnir einn mann sem hafði bundið sig í bátnum.

Ég gæti sagt meira enn þetta var að mínu áliti hryllingur. Það veit nefnilega enginn hvernig er að berjast við Ægir. þetta er gott hjá þér að rifja þetta upp. Ekki veitir af.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 27.11.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já þessi upptalning minnir okkur, sem hafa verið til sjós, á það hversu lítils við megum okkar gagnvart náttúruöflunum, en sem betur fer hefur orðið mikil framför í öryggismálum sjómanna síðustu ár sem hefur skilað sér í mun færri alvarlegum slysum og ekki síður menn bera virðingu fyrir náttúruöflunum, þar er ekki síst að þakka ötulu starfi manna eins og þínu Sigmar og Jóhanns Páls.  Hafið bestu þakkir báðir tveir og fleiri sem hafa staðið vaktina með ykkur þið gerið líf þeirra sem starfa til sjós betra.

Jóhann Elíasson, 28.11.2007 kl. 09:44

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Simmi, Ein spurning á þig: Telur þú að fært verði í Bakkafjöru í austan 30 metrum ef duflið segir svo ? kv.

Georg Eiður Arnarson, 28.11.2007 kl. 17:09

4 identicon

Goggi hverskonar spurning er þetta eiginlega hjá þér ? Þú átt nú að vita betur en svo verandi formaður til margra ára. Það vita það allir sem í suðurlandsjó hafa migið að í A-30 m/s þ.e ef hann er á háaustri þá er ekki mikill sjór uppí fjöru.  Sem sagt duflið er ekki að bulla neitt því sjór er ekki mikill í þessari átt. Annað mál á milli lands og Eyja þar er ábyggilega helv... slæmt þá sér í lagi þar sem stendur á hlið. Svo er það líka spurning hvort ekki hafi verið of hvasst svo ekki hafi náðst upp einhver ölduhæð því stundum er talað um að hann nái ekki upp sjó þar sem vindur er of mikill. Bara smá pæling. Annars, Simmi, svakalegt að lesa þetta og man ég eftir mörgu þarna þó sérstaklega því sem gerðist eftir gos. Takk fyrir þetta. 

Halldór (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigmar.

Ég vil byrja á því að þakka Jóhanni Elíassyni fyrir hlý orð í minn garð. Það er einnig með Sigmar hann hefur verið mikill baráttumaður í öryggismálum sjómana eins og Jóhann segir.

Það vantar fleiri í þessa umræðu því fleiri sem taka þátt í umræðunni því betra. það sem mér langar að benda Georg á Sigmar er að benda fólki á hörmuleg sjóslys sem hafa skeð á þessum árum og er mjög vel unnið af honum sjálfum og mjög gott að benda þjóðinni hvernig lífið er til sjós.

Þess vegna snýst þetta mál ekkert um Bakkafjöru. Það er hægt að gera athugasemd við það síðar í sérstökum pistli um það tiltekna mál. Ég vil benda Georg á að halda sig við umræðuefnið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 28.11.2007 kl. 20:20

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Sigmar. Það rifjast svo margt upp í huga mér við þessa döpru upprifjun hjá þér. Þekkti margt af þessu góða fólki, en margt af því var á besta aldri.

Þorkell Sigurjónsson, 28.11.2007 kl. 20:28

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Georg, Halldór vinur minn  er eiginlega búin að svara þessu eins og ég ætlaði að gera og allir sjómenn ættu að vita. Þegar Austan áttin blæs þá er oft ágætlega slétt með landinu, þú hefur örugglega ferðast með Herjólfi í Austan átt þá er svo að segja sléttur sjór að Eyjum en veltingur þegar við skutumst yfir Álinn. Þannig að það getur verið fært í Bakkafjöru þó það sé töluvert mikill vindur. Það gæti samt orðið slæmt að sigla að Bakkafjöru og jafnvel gæti verið betra að fara í Faxa og þannig inn að landinu til að losna við að fara yfir þá boða sem eru á siglingaleiðinni frá Eyjum og að Bakkafjöru, en þar er eins og þú veist manna best oft mjög slæmt sjólag. Á þeirri leið fórst Sjöstjarnan VE 20. mars 1990 fimm skipverjar björguðust en einn drukknaði. 

Annars langar mig aðeins að segja þetta um Bakkafjöru, það er hægt að þrasa um þetta fram og aftur, en það er ekkert hægt að fullyrða um það hvort eða hvenær er fært inn í þessa Bakkafjöruhöfn fyrr en hún er komin. Þá á eftir að læra á hana og fá reynslu við að sigla þarna inn. Það verður örugglega oftar ófært fyrsta árið meðan menn eru að fá reynslu í að sigla skipinu og læra að sigla gegnum rifið. Ég hef sagt það áður að ef það verður keypt almennilegt velbúið skip með góðri aðstöðu fyrir farþega, þá meina ég farþegaklefa, og góða þjónustu við farþega, þá held ég að Bakkafjara verði góð samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar, ef aftur á móti verður sett á þessa leið eitthvað annarsflokks skip þá getur þetta orðið afturför nema þá yfir blásumarið. Við skulum vona að það verði byggt gott glæsilegt skip og vestmannaeyingar ráði því sjálfir ekki Eimskip eða Samskip. 

Eitt langar mig svona í lokin að segja þér Georg minn, Það verða hvorki menn eins og  þú og ég sem hafa áhrif á það hvort þessi höfn verður byggð. Þeir menn sem taka þá ákvörðun eru stjórnvöld í samvinnu við þá sem ráða í Vestmannaeyjm. Sérfræðingar sem sérstaklega eru lærðir til að hanna og byggja svona mannvirki eru búnir að vinna mikla vinnu á síðustu árum, og þeir hafa einnig haft sérfróða menn og konur frá nágrannalöndunum sér til aðstóðar. Það eru réttilega Þessir menn sem eru spurðir hvort þetta sé hægt og hvort vit sé í þessu, og út frá þeirra svörum er tekinn ákvörðun um það hvort höfnin verði að veruleika. Eftir reynslu mína að vinna með þessu fólki sem hannar hafnarmannvirki og brimvarnargarða hef ég trú á að þessir menn viti alveg hvað þeir eru að gera, alla vega er það mín skoðun. Hitt er svo annað mál við getum og meigum hafa skoðanir og eigum á láta þær í ljósi ef okkur langar til þess. Það er réttur allra sem vitaskuld á að virða.

kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.11.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Jóhann Páll, Jóann Eliasson og Þorkell Þakka ykkur kærlega fyrir innlitið og ykkar athugasemdir, það er gott að einhverjir hafa áhuga á að lesa þessa samantekkt mína, seinni hluta set ég á Bloggið þegar ég hef lokið að taka það saman, en þetta er dálítið mikið grúsk í Árbókum og ýmsum blöðum og bókum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.11.2007 kl. 23:05

9 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þakka þér Simmi.Þetta er fróðleg lesning.Vona að þú haldir þessu til haga og fleira komi í kjölfarið í þessum dúr.frá þér og ég vil líka taka undir hvert orð Jóhsnnesar um þig og Jóhann Páli Símonarson um skrif ykkar hér á árum árum.Tek undir hvert orð sem hann skrifar um ykkur

Ólafur Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 23:09

10 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Sæll Ólafur þakka þér fyrir þetta, það er gott að fá svona hvatningu frá þér Óli minn og frá Jóhanni.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.11.2007 kl. 23:19

11 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll Simmi, og takk fyrir svarið, ég er nokkuð sammála þér en það sem er fyrst og fremst að þvælast fyrir mér er sú staðreynd að meirihluti eyjamanna er á móti Bakkafjöru.  Eitt af því sem er hvað mest að angra mig þessa dagana eru áhyggjur sérfræðingana um að ekki verði farið nákvæmlega eftir þeirra niðurstöðum, t,d  varðandi stærð ferjunar, en þetta kemur allt í ljós.

PS, endilega komdu með framhaldið á þessari grein hjá þér, þetta er eingin skemmtilestur en afar mikilvæg og góð áminning um hættur hafsins. Kær kveðja .

Georg Eiður Arnarson, 28.11.2007 kl. 23:44

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Simmi. Það er ekki laust við að um mann fari hálfgerður hrollur og fram sprettur gæsahúð við þessa upprifjun. Það er nauðsynlegt að rifja þessa atburði upp, það fær margan til þess að hugsa. Ég get ekki sagt annað en sjóslysið sem ég lenti í á sínum tíma rifjaðist upp eins og gerst hefði í gær við lesturinn, sem að vísu er alltaf til staðar í undirmeðvitundinni. Öryggismál sjómanna er hlutur sem aldrei má gleyma og er Slysavarnaskóli sjómanna frábært framtak og hefur hann bætt vitund og þekkingu manna mikið. Einnig á þú sjálfur Simmi mikið og stórt hrós skilið fyrir þitt framlag til þeirra mála skilið. Ég er sammála Jóhann Páli, vinsamlega höldum okkur við umræðuefnið.

Kv. Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 30.11.2007 kl. 10:00

13 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hallgrímur og þakka þér fyrir þetta innlegg þitt við þessu bloggi mínu, já það er nauðsynlegt að rifja þetta upp og hafa í huga að þessi barátta við slysin er endalaus. Það er rétt hjá þér að Slysavarnarskóli sjómanna hefur gert mikið í þessum málum og hefur vakið marga sjómenn til meðvitundar um öryggi sitt. En það er ekki nóg að fara í Slysavarnarskólann á 5 ára fresti það þarf að vera stanslaus umræða um þessi mál og þar eiga sjómenn að taka þátt í þeirri umræðu. Ég er sammála Jóhanni Páli að það þarf fleiri í þessa umræðu og gaman væri ef þeir sem lesa þetta blogg mitt um slysin tjái sig um Öryggismál sjómanna, við gætum notað bloggið til að ræða þessi mál. Ég hitti áðan sjómann sem var að koma af Farmanna og fiskimannaþingi sem lauk held ég í dag. Ég spurði hann hvort mikið hafi verið rætt um öryggismál sjómanna?, hann horfði nokkra stund á mig og sagði svo: ekkert. Nú sagði ég var ekkert rætt um öryggismál?  Nei er ekki nóg að hafa Slysavarnarskónn?. Þetta er hættan að menn sofni á verðinum, það eru sjómenn sjálvir sem verða að benda á það sem þeir telji að þurfi að laga. Ég gæti hér nefnt fjölmargt sem ekki er í lagi hvað varðar öryggi sjómanna. Við skulum reyna að fá fleiri til að taka þátt í umræðu um öryggismál sjómanna, bæði á blogginu og í fjölmiðlum.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 30.11.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband