Er lottó vitleysingarskattur ?

Vitleysingaskattur Það er  merkilegt hvað við íslendingar erum duglegir að eyða peningunum okkar í happadrætti, skafmiða, spilakassa, lengjur, Lottó og hvað þetta allt heitir? Sjálfur er ég engin undantekning en hef haldið mig við Lottóið og líknarfélögin.Ég er einn af þeim sem hef spilað í lottóinu meira og minna frá því það byrjaði, þó með smá hléum, en það hefur lítið sem ekkert gefið til baka, einu sinni fékk ég þó 10,000 krónur og síðan er maður að fá þessa smávinninga sem maður eyðir strax í nýjan lottómiða.Það hefur vakið furðu mína hve oft lottópotturinn verður tvöfaldur og þrefaldur, það ætti að segja manni og sannfæra, hvað það er raunar litill möguleiki að hreppa þessar miljónir sem við öll Lottóspilarar erum alltaf að bíða eftir.Ef maður kaupir í viku hverri tíu raðir með jóker á 1000 kr,  þá kostar  það á ársgrundvelli 52000 kr. Ef maður væri skinsamur og legði sömu upphæð á mánuði í Sparisjóðinn  þá væri þessi upphæð eftir 5 ár 282205 kr með vöxtum og eftir 10 ár 667038 með vöxtum. (Reiknað í sparnaðar reiknivél Spron á netinu) Það eru margir sem kaupa Lottó í hverri viku og sumir spila bæði í Víkinga og laugardagslottóinu. Það er því dálagleg  upphæð sem fólk eyðir í lottómiða, því margir kaupa fyrir mun stærri upphæðir en hér er um talað og eru einnig með miða í öðrum happadrættum.Það er kannski rétt sem margir skinsamir menn og konur halda fram að þeir einir græði sem eyði ekki peningum sínum í Lottó né happadrættismiða.  Fyrir nokkrum árum var ég  að koma út úr sjoppu sem seldi Lottómiða, þarna var mikið af fólki að kaupa miða því potturinn var þrefaldur, margir keyptu miða fyrir stórar upphæðir eins og gengur, og ætluðu auðvitað allir að hreppa þann stóra. Í dyrunum á sjoppunni hitti ég vin minn og gamlan skipsfélaga sem ég vissi að keypti aldrei Lottó né aðra happadrættismiða. Ég hélt á  lottómiðanum í hendinni  og spurði hann hvort hann ætlaði ekki að kaupa lottó Því hann væri þrefaldur? Hann hló að spurningunni og sagði: Veistu hvað hún móðir mín sagði um happadrætti og Lottó?Nei sagði ég. Hann kom alveg að mér og hvíslaði: Hún sagði að þetta væri einfaldlega vitleysingaskattur sem allir borguðu með glöðu geði þó þeir vissu að þeir fengju ekki neitt í staðinn í 99,9 % tilfella, og ég hef ekki áhuga á að vera í þessum hópi, það er mitt mottó að kaupa aldrei Lottó. Hann gekk síðan inn í sjoppuna og skyldi mig eftir undrandi og orðlausan, sem ekki kemur oft fyrir mig.Eftir því sem árin líða og ég kaupi fleiri Lottómiða, sé ég alltaf  betur og betur að þetta er alveg hárrétt hjá þeirri gömlu, happadrætti og Lottó er hreinn vitleysingaskattur sem við borgum möglunarlaust þó við vitum að við fáum ekki neitt í staðinn.. Kannski læt ég verða af því einhvern tíman að hætta þessari vitleysu.Sigmar Þór Sveinbjörnsson 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki getað orðað þetta betur ,maður er einn af þessum sem blekjast/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.6.2007 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband