Limrur eftir Jóhann S. Hannesson

Hlimrek á sextugu

Þegar hvergi fæst salt, kæst né sigið,
né sést upp við bæjarvegg migið,
Þegar öll fæða er dóssett
Og alstaðar klósett,
Þá er örlagavíxlsporið stigið.

Í yfirsetu

Ég hef óbeit og andstyggð á prófum
sem orku- og vitsmunasóunum,
en hitt væri gaman
safnast hér saman
og syngja og klappa með lófunum.

Það er eitt sem ég aldrei get skilið
ef ég ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband