Vinna drög að nýrri reglugerð, Er Samgöngustofa öryggisstofnun ?

Vinna drög að nýrri reglugerð

Ótrúleg frétt í Morgunblaðinu 8. september þar sem kemur fram að stemt sé að því að útgerðarmönnum sé gefin kostur á að henda í land losunar og sjósetningarbúnaðinum sem tók 30 ár að koma í gegn og er búin að bjarga örugglega minsta kosti 40 til 50 sjómönnum frá dauða.

Í umræddri grein stendur m.a. : " Rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því til Samgöngustofu fyrr á árinu að þegar yrði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.

„Staða málsins hjá Samgöngustofu er sú að hér er unnið að drögum að reglugerð þar sem til skoðunar er að alþjóðlegar kröfur um björgunarbúnað gildi, þannig að núgildandi íslenskar sérkröfur verði valkostur útgerða,“ segir í skriflegu svari frá Samgöngustofu þegar Morgunblaðið grennslaðist fyrir um stöðu málsins."

Þetta getur ekki verið skýrara, þarna stendur til að fara 30 ár aftur í tímann og eiðilegga 30 ára vinnu og baráttu sjómanna fyrir bættu öryggi.

Losunar og sjósetningarbúnaðurinn er eitt af þeim tækjum sem eiga stórann þáttt í fækkun dauðaslysa sjómanna. En hvað þíðir þetta á mannamáli ? jú eftirfarandi eru sérkröfur:

34. regla [1] Sjálfvirkur losunar- og sjósetningarbúnaður uppblásanlegra björgunarfleka. ( Gúmmíbjörgunarbáta) (1)

Almenn ákvæði. Sérhver losunar- og sjósetningarbúnaður, sem krafist er í 6. reglu, 4. tölul., h), skal: a) vera þannig að unnt sé að losa björgunarflekann frá skipinu með einu handtaki á geymslustað flekans; b) vera þannig að unnt sé að losa björgunarflekann ( Gúmmíbjörgunarbátinn) frá skipinu með einu handtaki frá stjórnpalli eða öðrum hentugum stað; c) sjósetja björgunarflekann og ræsa uppblástur hans sjálfvirkt. [1] Þessi regla er íslenskt sérákvæði.

6. regla h)

Sérhvert skip skal á hvorri hlið búið losunar- og sjósetningarbúnaðifyrir a.m.k. einn uppblásanlegan björgunarfleka, sem rúmar a.m.k. helming af heildarfjölda þeirra manna sem eru um borð í skipinu. Slíkur búnaður skal uppfylla ákvæði 34. reglu. Á skipum, sem eru styttri en 24 m, er heimilt að vikið sé frá staðsetningu eins björg¬unarfleka og að sá fleki sé án sjálfvirks sjósetningarbúnaðar samkvæmt 34. reglu ef öryggi skipverja er betur tryggt á þann hátt að mati stjórnvalda. Heimilt er að nota uppblásanlega björgunarfleka, sem krafist samkvæmt þessum lið, til að uppfylla ákvæði 5. reglu. [2] Þessi stafliður er íslenskt sérákvæði.

Sem sagt að Samgöngustofa stefnir að því að breyta reglugerð þannig að útgerðarmaður geti valið um hvort hann hafi Losunar- og sjósetningarbúnað eða bara einfaldan losunarbúnað eins og er á smábátum.

Þessi frétt segir manni svo heil mikið um hvernig ástandið er á Samgöngustofu. Að svona lagað geti komið frá öryggisstofnun er með ólíkinndum og ætti að vekja ráðamenn landsins til umhugsunar  um ástandið á Samgöngustofu. Og kannski ekki síður Slysavarnarfélagið, sjómenn og sjómannasamtökin sem vonandi taka þetta mál upp og það strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband