Loksins fara flugmenn að svara fyrir sig

Gífurleg launahækkun stjórnenda
Viðskipti | mbl | 13.5.2014 | 17:00
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Félag...
Yfirmenn og stjórnarmenn Icelandair hafa á síðustu fjórum árum hækkað í launum um 13% til 211%. Meðalhækkun stjórnarformanns og stjórnarmanna er um 160% en forstjóri og aðrir yfirmenn í samstæðunni hafa hækkað um 52% að meðaltali. Þetta kemur fram í tölum sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna birti. 

 

Það er frábært að flugmenn skuli nú svara þeim ótrúlega áróðri sem beinist gegn þeim á bókastaflega öllum fjölmiðlum landsins, og einnig á netmiðlum. Flugmenn eru jú í kjaradeilu og nota þau meðul sem lög leyfa í landinu.

Flugmenn eru ekki tilbúnir að fara í fótspor þeirra sem semja fyrir þá sem lægstu launin hafa og gera sér að góðu að fá 2,8 % hækkun á lágu launin í landinu meðan kennarar og hærri launaðir   t.d. 16 % hækkun eða meira. Ég skil þá vel.



mbl.is Gífurleg launahækkun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frekja og græðgi er þetta í flugmönnum virðist vera nokkuð ríkjandi viðhorf hver svo sem ástæðan er. Mætti kannski nefna öfundsýki eða einhver jafn takmörkuð tilfinningarök. Ekki er það ætlun að leggja til svör hér heldur bendi á nýútkomið fréttabréf Félags Íslenskra Atvinnuflugmanna http://www.fia.is/frettabref/2014. Þar koma fram athyglisverðar staðreyndir um laun stjórnarmanna og stjórnenda Icelandair Group ásamt afleiðingum stjórnunarstefnu þeirra á afkomu félagsins í þessari kjaradeilu. En afkoman hefur bein áhrif á stærstu hluthafa félagsins, sem eru nokkrir af stærstu lífeyrisjóðum landsins. Hverjir eiga þessa sjóði? Jú, fólkið í landinu... Merkilegt er að ekkert heyrist í stjórnendum sjóðanna sem í dag eru að horfa upp á eign sína blæða hundruðum miljóna á dag.      En magnað er að fylgjast með samstöðu flugmanna þeirra og baráttu þeirra við varðhunda auðvaldsins sem svo sannarlega er til eftirbreittni fyrir aðrar stéttir í landinu sem knésettar hafa verið af verndurum láglaunastefnunar. Klárt mál er að kjarabarátta flugmanna snýst ekki sýst um tilveru rétt Félags Íslenzkra Atvinnuflugmanna og í því samhengi má benda á að formaður SA sem einnig er forstjóri Icelandair Group gekk milli bols og höfuðs íslenzkra sjómanna á sínum tíma. 

Afturbatinn (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 20:23

2 identicon

Ég er sannfærður um að kennarar eru allir tilbúnir að skipta við flugmenn á launum. Kennari með háskólapróf og 30 ára reynslu er að fá talsvert lægri laun en hálfþrítugur nýráðinn aðstoðarflugmaður.

krg (IP-tala skráð) 13.5.2014 kl. 21:41

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það er hlæjilegt að vera að líkja vinnu kennara saman við vinnu flugmanna. Þá er ég alls ekki að gera lítið úr vinnuframlagi kennara.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.5.2014 kl. 22:12

4 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Það er hlægilegt á þetta að vera :-)

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.5.2014 kl. 22:44

5 identicon

Það eru allir tilbúinir að skipta um laun við okkur.....

Það eru ekki allir tilbúinir að borga 15 M fyrir námið sem er ekki lándhæft LIN

Það eru ekki allir tilbúinir að reka heimili með mikið fjarvera og skuldir og lenda í uppsögn mörg vetur í röð frá September til Mars sem fellur í sig enginn sumarfrí né vetrafrí ( 7 sínum i mínu tilfelli)

Það eru ekki tilbúinir að taka áhætu og ábyrgð ...

Ef ég geri mistök í vinunni, þá gæti þetta verið síðasta mistök

Ef ég geri mistök í vinnuni þá gæti ég drepið fullt af fólkið

Ef ég geri mistök í vinunni þá get ég verið rekinn eða lenda í fangelsi.

Ef ég verð veikur og fer ekki í gegnum læknisvottorð þá má ég ekki vinna.( nokkrar félagar eru búinn að missa vinunni vegna sykursyki, hjartaáfall, há kolesterol, há blóþristing etc...)

Ef ég ná ekki árlega hæfnispróf sem er kröfur Flugmálastjörn þá má ég ekki vinna.

Ef ég fæ vinnu erlendis til að redda mig þá er ekki viss að fjólskyla kemur með og um leið að Icelandair kallar mig þá verður ég að mæta annar missi ég sæti mitt, endar er þetta eina félaginu á Íslandi ( WOW er of litið ennþá en vonandi stækka þau meira)

Við fáum 15 sínum Meira geislavirkni en venjulegt fólk þ.a.l. Meira áhætta að fá krabbamein ( KLM voru svo hissa að við fáum svo litið hvílt eftir okkar flug til Anchorage 48 tímar þegar maður á að fá 96 tímar )

Það geta ekki allir sýna þessu starfið, það þarf ákveðin hæfileka og persónuleika í þetta starf, hef sé marga að klára bókelg hlutt af náminu og fella aftur og aftur í verkelga hlutta.

Þetta er ekki svona einfalt og er ekki bara launamál.

Ég er alveg viss að fólk villt " the best and the brightest" í flugstjórnaklefan þegar þau fara í ferðalag.

En...... " IF YOU PAY PEANUTS.... YOU GET MONKEYS"

Endilega horfið myndbandinu http://youtu.be/8kePiiZ8_YA

Joe (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 07:21

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Joe hver eru útborguð mánaðarlaun þín...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.5.2014 kl. 09:19

7 identicon

Umm...það er einkamál sem ég fer ekki að deila í blogsiðu...

Hjá eigum skattstjóri og Arion.... Svo á ég eitthvað eftir til þess að reka heimilið og bil stundum ekki nóg( sem er ekki einbýlishús né Range Rover)

Þú hef greinilega ekki séð videoið þar er kjarna vandræðins.

Það er ekki 1.5 ekki einu sinni helmingurinn að þvi eftir 8 ár hjá Icelandair.

Joe (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband