Brekkunes ÍS sleppibúnaður

Brekkunes ÍSÍ nefndaráliti rannsóknarnefndar samgönuslysa um Brekkunes ÍS segir m.a. : " Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir.

Í ljósi fleiri atvika af þessu tagi ítrekar nefndin tillögu í öryggisátt í máli nr. 07215 sem send var samgöngustofu 20. febrúar 2017 sem var eftir farandi:

Að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag. Það verði skoðað sérstaklega hvort núverandi búnaður sé að skila björgunarförum á þann hátt sem til er ætlast. Nefndin telur nauðsynlegt að búnaðurinn sé þannig gerður að gúmmíbjörgunarbátar losni frá skipum ef þeim hvolfir óháð stærð þeirra"

Í skýrslunni kemur enfremur fram að gúmmíbáturinn hafi verið festur með Hammer H 20 sleppibúnaði sem átti að losa hann á 1,5 til 4 metra dýpi.Talið er að hann hafi ekki náð meira dýpi en 2,5 m.og því ekki losað Gúmmíbátinn frá skipinu. Það sem hefði mátt koma fram í þessari skýrslu er að þó gúmmíbáturinn hefði losnað þá hefði hann verið fastur undir bátnum meðan flot hefði haldist í gúmmíbátshylkinu. Það var einmitt það sem gerðist með losunarbúnað Jóns Hákonar, annar gúmmíbáturinn losnaði en var fastur undir skipinu og var óuppblásinn á hafsbotni við hlið Jóns Hákon.

Engin búnaður er til á smærri báta sem virkar þannig að hann skilar gúmmíbát upp á yfirborð sjávar alveg sama hvernig skipið snýr. Það gerir losunar- og sjósetningarbúnaður sem ætlaður er á stærri báta ef hann virkar eins og til er ætlast.

Sigmund Jóhannsson var þó búin að teikna og prófa búnað fyrir smærri báta sem átti að blásast upp óháð dýpi, sá búnaður fékk ekki náð hjá Siglingastofnun á sínum tíma.


Bloggfærslur 9. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband