Minning um Högna Skaftason skipstjóra

 imagesGóður vinur minn Högni Skaftason skipstóri er látinn eftir erfið veikindi. Högni var fæddur á Fáskrúðsfirði 30 mars 1946 hans ævistarf var sjómennska, hann byrjaði ungur á sjó sem hann stundaði mest allan sinn starfsferil.Hann var skipaskoðunarmaður í nokkur ár og einnig starfaði hann um tíma í Alcoa álverinu á Reyðarfirði, en það átti ekki við hann að vinna í álveri.

Hann lauk meira fiskimannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1965 og starfaði sem stýrimaður og skipstjóri eftir þá skólagöngu. Högni var lengst af skipstjóri á togaranum Hoffelli SU 80 eða frá árinu 1977 og þar til skipið var selt 1996 eða í 19 ár, en áður hafði hann verið fyrsti stýrimaður á Ljósafelli SU 70 systurskipi Hoffells SU og þar áður skipstjóri í nokkur ár á eldra Hoffelli 180 lesta skipi. Hoffell SU 80 var mikið happaskip undir stjórn Högna Skaftssonar og var ávallt  í hópi mestu aflaskipa á Austurlandi.

bc4ce148-059a-41f7-85ae-04fe7953affc_MSÉg kynntist Högna þegar hann hætti tímabundið sjómennsku og hóf störf sem skipaskoðunarmaður hjá Siglingastofnun Íslands á Fáskrúðsfirði árið 1997, en ég vann þá einnig sem skipaskoðunarmaður hjá sömu stofnun. Við náðum strax góðu vináttusambandi sem ég kunni vel að meta, við höfðum svipuð áhugamál sem við gátum rætt okkar á milli. Það var alltaf skemmtilegt að tala við Högna bæði þegar við hittumst og tókum saman bryggjurúnt þegar hann var í bænum og ekki síður þegar við töluðum saman í síma en við áttum oft löng og skemmtileg símtöl.

Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og var ófeiminn að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Við ræddum allt milli himins og jarðar en mest þó um sjómennsku og öryggismál, pólitík og ég held að við höfum sjaldan sleppt því að ræða um mat. Hvað væri að borða og hvernig best væri að elda ýmsa rétti, við vorum nefnilega báðir miklir matmenn og höfðum báðir gaman af því að tala um mat.

2 Sept 004En Högni hafði skarpar skoðanir á pólitíkusum, við vorum báðir eins og við nefndum það flokkaflækingar, kusum bara flokka eftir mönnum og málefnum. Einu sinni fór Högni á framboðslista fyrir Frjálslinda flokkinn þegar sá flokkur var upp á sitt besta og við studdum hann heilshugar.

Við vorum oftar en ekki sammála í pólitíkinni en stundum kom þó fyrir að við vorum ekki á sama máli um stjórnmálaflokka. Þá sagð hann við mig, að ef ég kysi viðkomandi flokk þá talaði hann ekki við mig meir og svo var hlegið dátt. Högni hafði nefnilega skemmtilegan húmor sem ég kunni að meta. Ég á eftir að sakna þeirra mörgu skemmtilegu samtala sem við Högni áttum síðustu árin

Seinustu árin gerði hann út sinn eigin bát Sæberg SU 112 og má segja að það hafi verið hans líf og yndi. Hann var búin að útbúa þann bát vel, setja í hann nýja vél og endurnýja má segja öll önnur tæki þegar hann lést, þannig að báturinn var tilbúinn á strandveiðar nú síðasta vor. Hann vildi hafa Sæbergið SU 112 í hundrað prósent lagi þegar hann færi á sjó og allt hreint og flott.Hann eiddi því drjúgum tíma um borð í bátnum til að að halda Sæbergi SU í góðu standi.

downloadHögni var oft búin að segja við mig að það væri ekkert skemmtilegra en að vera úti á sjó á handfærum og veiða fisk eða veiða svartfugl. Hann sagði mér líka frá því hvernig hann verkaði svartfuglinn, en hann hafði sérstakar aðferðir við það.

En því miður naut hann þess ekki að vera á Sæberg SU í sumar vegna veikinda sem að lokum leiddi til þess að Högni lést 7. september 2017.

Högni kvæntist eftirlifandi konu sinni Ingeborgu Eide Hansdóttir 12. september 1971 þau eignuðust fjögur börn sem eru: Kristín, Elín, Hjörvar Sæberg og Katrín.

Með þessum fátæklegu orðum kveð ég minn góða vin Högna Skaftason, blessuð sé minning hans.

 Kæra Ingeborg og fjölskylda, við Kolbrún sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur.  

       Sigmar Þór Sveinbjörnsson.


Gefur yfir hafnargarða í Eyjum fyrir gos

Brim yfir Hafnargarðinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er ekki búið að stytta norður hafnargarðin

Tryggvi gefur yfir hafnargarðinn

 


Bendingar og hífingar

HifiBendingarGamlaÍ skýrslu Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1995 kemur framm að 96 slys verða við vindur, þar er átt við A: lendir inn á vindu. B: Klemmist af völdum hífinga. C: Eithvað slæst til við hífingu D: Festingar á blökkum og fl. bilar.

Í skyrslu R.N.S 1996 verða 105 hífingarslys

skyrslu R.N.S 1997 verða 91 hífingarslys

skyrslu R.N.S 1998 verða 135 hífingarslys

skyrslu R.N.S 1999 verða 80 hífingarslys.

Þessi slys á þessum tíma urðu til þess að Bendingar og hífingarplaköt voru búin til og dreift.

Mörg af þessum slysum urðu vegna þess að ekki voru gefnar réttar bendingar við hífinfar og stundum kunnu sjómenn sem voru að segja spilmanni til ekki réttar bendingar, höfðu aldrei lært þær. Meðfylgjandi bendingarspjöld eru teiknuð af Jóa Listó og gefin út af Rannsóknarnefnd sjóslysa, þeim var dreift í flest skip í flotanum. jói klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Ég var með í því að dreifa þessu í skipin og man eftir að sjómenn tóku því mjög vel að fá þessi plaköt um borð hjá sér. Ég er viss um að þetta hefur fækkað slysum við vindur.


Öryggismál Faxaflóahafna er til fyrirmyndar hvert sem litið er

IMG_0409 IMG_0410

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Öryggisbúnaður á bryggjum í Reykjavíkurhöfn 

IMG_2296IMG_0413


Vinna drög að nýrri reglugerð, Er Samgöngustofa öryggisstofnun ?

Vinna drög að nýrri reglugerð

Ótrúleg frétt í Morgunblaðinu 8. september þar sem kemur fram að stemt sé að því að útgerðarmönnum sé gefin kostur á að henda í land losunar og sjósetningarbúnaðinum sem tók 30 ár að koma í gegn og er búin að bjarga örugglega minsta kosti 40 til 50 sjómönnum frá dauða.

Í umræddri grein stendur m.a. : " Rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því til Samgöngustofu fyrr á árinu að þegar yrði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag.

„Staða málsins hjá Samgöngustofu er sú að hér er unnið að drögum að reglugerð þar sem til skoðunar er að alþjóðlegar kröfur um björgunarbúnað gildi, þannig að núgildandi íslenskar sérkröfur verði valkostur útgerða,“ segir í skriflegu svari frá Samgöngustofu þegar Morgunblaðið grennslaðist fyrir um stöðu málsins."

Þetta getur ekki verið skýrara, þarna stendur til að fara 30 ár aftur í tímann og eiðilegga 30 ára vinnu og baráttu sjómanna fyrir bættu öryggi.

Losunar og sjósetningarbúnaðurinn er eitt af þeim tækjum sem eiga stórann þáttt í fækkun dauðaslysa sjómanna. En hvað þíðir þetta á mannamáli ? jú eftirfarandi eru sérkröfur:

34. regla [1] Sjálfvirkur losunar- og sjósetningarbúnaður uppblásanlegra björgunarfleka. ( Gúmmíbjörgunarbáta) (1)

Almenn ákvæði. Sérhver losunar- og sjósetningarbúnaður, sem krafist er í 6. reglu, 4. tölul., h), skal: a) vera þannig að unnt sé að losa björgunarflekann frá skipinu með einu handtaki á geymslustað flekans; b) vera þannig að unnt sé að losa björgunarflekann ( Gúmmíbjörgunarbátinn) frá skipinu með einu handtaki frá stjórnpalli eða öðrum hentugum stað; c) sjósetja björgunarflekann og ræsa uppblástur hans sjálfvirkt. [1] Þessi regla er íslenskt sérákvæði.

6. regla h)

Sérhvert skip skal á hvorri hlið búið losunar- og sjósetningarbúnaðifyrir a.m.k. einn uppblásanlegan björgunarfleka, sem rúmar a.m.k. helming af heildarfjölda þeirra manna sem eru um borð í skipinu. Slíkur búnaður skal uppfylla ákvæði 34. reglu. Á skipum, sem eru styttri en 24 m, er heimilt að vikið sé frá staðsetningu eins björg¬unarfleka og að sá fleki sé án sjálfvirks sjósetningarbúnaðar samkvæmt 34. reglu ef öryggi skipverja er betur tryggt á þann hátt að mati stjórnvalda. Heimilt er að nota uppblásanlega björgunarfleka, sem krafist samkvæmt þessum lið, til að uppfylla ákvæði 5. reglu. [2] Þessi stafliður er íslenskt sérákvæði.

Sem sagt að Samgöngustofa stefnir að því að breyta reglugerð þannig að útgerðarmaður geti valið um hvort hann hafi Losunar- og sjósetningarbúnað eða bara einfaldan losunarbúnað eins og er á smábátum.

Þessi frétt segir manni svo heil mikið um hvernig ástandið er á Samgöngustofu. Að svona lagað geti komið frá öryggisstofnun er með ólíkinndum og ætti að vekja ráðamenn landsins til umhugsunar  um ástandið á Samgöngustofu. Og kannski ekki síður Slysavarnarfélagið, sjómenn og sjómannasamtökin sem vonandi taka þetta mál upp og það strax.


Brekkunes ÍS sleppibúnaður

Brekkunes ÍSÍ nefndaráliti rannsóknarnefndar samgönuslysa um Brekkunes ÍS segir m.a. : " Nefndin telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir.

Í ljósi fleiri atvika af þessu tagi ítrekar nefndin tillögu í öryggisátt í máli nr. 07215 sem send var samgöngustofu 20. febrúar 2017 sem var eftir farandi:

Að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar og sjósetningarbúnað um borð í íslenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag. Það verði skoðað sérstaklega hvort núverandi búnaður sé að skila björgunarförum á þann hátt sem til er ætlast. Nefndin telur nauðsynlegt að búnaðurinn sé þannig gerður að gúmmíbjörgunarbátar losni frá skipum ef þeim hvolfir óháð stærð þeirra"

Í skýrslunni kemur enfremur fram að gúmmíbáturinn hafi verið festur með Hammer H 20 sleppibúnaði sem átti að losa hann á 1,5 til 4 metra dýpi.Talið er að hann hafi ekki náð meira dýpi en 2,5 m.og því ekki losað Gúmmíbátinn frá skipinu. Það sem hefði mátt koma fram í þessari skýrslu er að þó gúmmíbáturinn hefði losnað þá hefði hann verið fastur undir bátnum meðan flot hefði haldist í gúmmíbátshylkinu. Það var einmitt það sem gerðist með losunarbúnað Jóns Hákonar, annar gúmmíbáturinn losnaði en var fastur undir skipinu og var óuppblásinn á hafsbotni við hlið Jóns Hákon.

Engin búnaður er til á smærri báta sem virkar þannig að hann skilar gúmmíbát upp á yfirborð sjávar alveg sama hvernig skipið snýr. Það gerir losunar- og sjósetningarbúnaður sem ætlaður er á stærri báta ef hann virkar eins og til er ætlast.

Sigmund Jóhannsson var þó búin að teikna og prófa búnað fyrir smærri báta sem átti að blásast upp óháð dýpi, sá búnaður fékk ekki náð hjá Siglingastofnun á sínum tíma.


Enn og aftur kemr tillaga um endurskoðun á reglum um sleppibúnað.

eiginh378Enn og aftur kemur tillaga frá RNS um að hún vilji láta endurskoða reglur um sleppibúnað.

Því miður gerir Samgöngustofa ekkert raunhæft í þessum málum, bara talað og skrifað og stundum haldnir fundir sem ekkert kemur út úr.

Svo ef einhver alvöru umræða skapast um sjóslys þá er reynt með öllum ráðum að þagga hana niður :-(

Auðvitað þarf að endurskoða reglur og fara yfir þann búnað sem nú er í notkun og staðsetningu hans á hinum ýmsu skipstærðum.

Ég veit að það er lélegur sleppibúnaður í smábátum sem virkar ekki eins og hann á að gera.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband